Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Stjórnaði liðinu og lék í 75 mínútur, sem er býsna gott miðað við langa fjar- veru. Hélt vel stöðunni aftarlega á miðjunni vegna þess að þar vildi Messi lúra og bíða eftir boltanum. Aron Einar Gunnarsson Átti skotið sem Alfreð fylgdi á eftir með mark- inu. Stórhættulegur þeg- ar hann komst nálægt teig Argentínu. Gekk manna best að halda bolt- anum. Varðist í eigin teig og dró aldrei af sér. Gylfi Þór Sigurðsson Ekki alveg tengdur í byrjun en vann sig frá- bærlega inn í leikinn og var sífellt á hárréttum stað til að brjóta upp sóknir Argentínu. Yfir- vegaður og viljugur til að láta Ísland halda bolta. Emil Hallfreðsson Komst snemma í dauða- færi en hitti boltann illa. Náði annars lítið að láta til sín taka í sókn. Grimm- ur í návígjum við þá arg- entínsku, sem létu það pirra sig. Studdi vel við Hörð og miðjuna í vörn. Birkir Bjarnason Hljóp úr sér lungun til að verjast en var alltaf klár í að taka við löngum send- ingum fram völlinn. Gerði stundum vel í að taka við þeim en ekki alltaf. Á hár- réttum stað til að skora markið, eins og svo oft. Alfreð Finnbogason Rúrik Gíslason kom inn á þegar Jóhann Berg meiddist á 63. mínútu. Fór á hægri kantinn en yfir á þann vinstri 12 mín- útum síðar. Var orkumik- ill en sýndi líka kænsku gegn óþolinmæði Argent- ínumanna. Ari Freyr Skúlason kom inn á fyrir Aron Einar á 75. mínútu. Fór á hægri kantinn og Birkir Bjarna inn á miðjuna. Björn Bergmann Sigurð- arson kom fyrir Alfreð Finnbogason á 89. mín- útu. Varamenn Íslands Oftast verið meira áber- andi. Náði lítið að gera í sókn en sinnti sínum varnarskyldum að vanda vel og hjálpaði Birki Má að verjast Di Maria þegar það þurfti. Meiddist í kálfa á 62. mínútu. Jóhann B. Guðmundsson Króatar þurftu ekki að eiga sinn besta leik til að vinna öruggan 2:0- sigur á Nígeríu í Kalíningrad í D-riðli okkar Íslendinga á HM í fótbolta á laugardaginn var. Króatar komust yfir á 32. mínútu með sjálfsmarki áð- ur en Luka Modric bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 71. mínútu. Króatíska liðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en það gekk illa að skapa sér gott færi í fremur bragðdaufum leik. Að lokum kom hins vegar verðskuldað mark er Oghenekaro Etebo setti boltann í eig- ið mark eftir skalla Mario Mandzu- kic. Seinni hálfleikurinn var beint framhald á þeim fyrri, Króatar sóttu meira gegn döprum Nígeríumönnum en erfiðlega gekk að skapa gott færi. Að lokum kom þó annað markið á 71. mínútu er William Ekong braut afar klaufalega á Mandszukic innan teigs eftir hornspyrnu. Modric skoraði af öryggi úr vítinu og 2:0-sigur Króata, sem fara á toppinn, staðreynd. johanningi@mbl.is Króatar mikið betri en Nígeríumenn í Kalíníngrad AFP Mark Luka Modric og félagar fagna síðara marki króatíska liðsins í leiknum . si og hentu lyklinum Morgunblaðið/Eggert si Svíþjóð Piteå – Rosengård ...................................0:1  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn fyrir Rosengård. Växjö – Kristianstad ............................... 3:0  Sif Atladóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir þjálf- ar liðið. Limhamn Bunkeflo – Kalmar ................ 2:0  Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Limhamn. Rakel Hönnudóttir skoraði bæði mörk liðsins og var skipt af velli á 86. mínútu.  Piteå 21 stig, Rosengård 19, Växjö 13, Gautaborg 13, Kristianstad 12, Limhamn Bunkeflo 11, Linköping 10, Djurgården 10, Hammarby 9, Vittsjö 7, Eskilstuna 7, Kal- mar 3. B-deild karla: Halmstad – Eskilstuna.............................2:1  Höskuldur Gunnlaugsson lék allan leik- inn fyrir Halmstad og skoraði sigurmarkið. Tryggvi Hrafn Haraldsson lék síðari hálf- leikinn. Jönköping Södra – Falkenberg ............. 1:3  Árni Vilhjálmsson lék með Jönköping í 61 mínútu. Noregur Vålerenga – Röa .......................................2:1  Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn fyrir Röa. B-deild karla: Sandnes Ulf – Aalesund ......................... 1:2  Aron Elís Þrándarson, Adam Örn Arn- arson og Hólmbert Aron Friðjónsson léku með Aalesund frá upphafi leiks til enda. Daníel Leó Grétarsson var ekki í leik- mannahópnum. HamKam – Sogndal .................................1:3  Orri Sigurður Ómarsson lék allan leikinn fyrir HamKam. Bandaríkin North Carolina – Utah Royals ............... 0:1  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Utah Royals. KNATTSPYRNA Vináttulandsleikir karla Suður-Kórea – Barein......................... 37:25  Aron Kristjánsson þjálfar lið Bareins. Japan – Þýskaland .............................. 22:31  Dagur Sigurðsson þjálfar lið Japans. Holland – Barein.................................. 34:24  Aron Kristjánsson þjálfar lið Bareins. Vináttulandsleikir kvenna Svíþjóð – Úkraína................................. 27:27 Suður-Kórea – Úkraína ....................... 36:20 HANDBOLTI Lionel Messi átti ellefu skot að marki í leik Arg- entínu og Íslands á Spartak- leikvanginum í Moskvu á laug- ardaginn. Messi skaut framhjá íslenska markinu eða í varnarmenn í átta skipti, en Hannes Þór Hall- dórsson varði þrívegis frá honum. Þess má geta að Portúgalinn Cristi- ano Ronaldo átti tíu skot á mark Ís- lands í upphafsleik EM fyrir tveim- ur árum. Honum lánaðist heldur ekki að skora. Eins er komið fyrir Messi og Ronaldo Lionel Messi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.