Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 6
Frakkland náði í sín fyrstu stig á
HM í Rússlandi er liðið vann naum-
an 2:1-sigur á Ástralíu í Kazan á
laugardaginn var. Frakkar ollu von-
brigðum í bragðdaufum fyrri hálf-
leik sem endaði markalaus. Á 58.
mínútu dró til tíðinda því Antoine
Griezmann var felldur innan teigs.
Andres Cunha frá Úrúgvæ lét leik-
inn halda áfram, en skömmu síðar,
með hjálp myndbandsupptaka,
dæmdi hann víti. Ekki voru allir
sáttir við dóminn en honum varð
ekki breytt. Griezmann skoraði úr
vítinu og virtust Frakkar vera í
kjörstöðu.
Ástralir gáfust ekki upp og var
staðan orðin 1:1 fjórum mínútum
síðar. Mile Jedinak skoraði þá úr
víti sem dæmt var á Samuel Umtiti,
sem ákvað að slá boltann í skallaein-
vígi og víti dæmt án þess að kveikja
þyrfti á myndbandi.
Frakkar reyndu hvað þeir gátu til
að jafna og það tókst á 80. mínútu
með hjálp Ástralans Aziz Behichs
sem setti knöttinn nokkra milli-
metra yfir marklínuna á eigin
marki. Marklínutæknin staðfesti
mark og Frakkar komnir aftur yfir.
Ekki er víst að dómarar leiksins
hefðu dæmt mark án tækninnar,
enda um hársbreidd að ræða. Það er
hins vegar ekki spurt að því í nú-
tímafótbolta og Frakkar tóku stigin
þrjú, þrátt fyrir nokkuð dapra
frammistöðu.
Danir refsuðu Perúmönnum
Danir eru við hlið Frakka með
þrjú stig eftir 1:0-sigur á Perú í Sar-
ansk. Myndbandstæknin var notuð
til að dæma vítaspyrnu á Dani í upp-
bótartíma fyrri hálfleiks. Christian
Cueva fór á punktinn og negldi bolt-
anum nokkra metra yfir markið.
Danir refsuðu Perúmönnum í síðari
hálfleik því Yussuf Poulsen, fram-
herji RB Leipzig, slapp í gegn á 59.
mínútu eftir sendingu Christians
Eriksens og skoraði gott mark og
tryggði danskan sigur.
Myndbandstæknin kom
Frökkum til bjargar
Frakkar fengu víti og mark með hjálp tækninnar Danir refsuðu
AFP
Fagnað Frakkar fögnuðu sigurmarki leikins á móti Ástralíu vel og innilega
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018
Ógleymanlegu atvikin hér á
HM í Rússlandi eru þegar orðin
nokkur eins og gefur að skilja
eftir þessa mögnuðu frammi-
stöðu gegn Argentínu á laugar-
daginn. Fleira en leikirnir kemur
samt til með að sitja eftir í
minningunni.
Eitt besta atriðið var líklega
fyrsta spurning á blaðamanna-
fundi Argentínu degi fyrir leik. Í
þröngu herbergi voru yfir 100
blaðamenn samankomnir, ásamt
upptökufólki og ljósmyndurum,
og allra augu voru á Jorge Sam-
paoli þjálfara og hinum 25 ára
gamla Nicolás Tagliafico sem
hafði orðið fyrir valinu sem
fulltrúi leikmanna.
Spurningin kom frá blaða-
manni frá Bangladess (sem var
samt ekkert endilega óvæntasta
landið með fjölmiðlamann á
staðnum!). Í raun má frekar tala
um skammarræðu en spurningu.
Blaðamaður þessi var í þriðja
sinn á löngum ferli mættur sér-
staklega til að sjá Lionel Messi
berum augum og geta spurt
hann spurningar. Í öll skiptin
hafði hann verið „svikinn“, því
einhver annar leikmaður en
þessi besti knattspyrnumaður
allra tíma var sendur.
Að tilfinningaþrunginni
skammarræðu lokinni spurði
blaðamaðurinn Sampaoli af
hverju í ósköpunum þetta væri
svona. Af hverju mætti Messi
ekki? Þjálfarinn sagði einfald-
lega að það væri ekki sitt að
svara því. Hlutverk fyrirliðans er
því greinilega ekki skýrt um að
hann eigi að ræða við fjölmiðla.
Messi er ekki málglaður, og
lítið fyrir svona fundi, en það
hefði verið gaman að heyra hans
skoðanir varðandi íslenska liðið.
Enn forvitnari er ég þó um
hvaða gullspurningar hinn
svekkti og reiði Bengali hafði í
huga.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
á mótinu. Sviss mætir Serbíu, sem
er á toppi riðilsins, einnig á föstu-
daginn kemur.
Kolarov sökkti Kostaríka
Aleksandar Kolarov tryggði Serb-
um sigur á Kostaríka með bylmings-
skoti beint úr aukaspyrnu á 56. mín-
útu. Hinn slyngi markvörður
Kostaríka og Real Madrid, Keylor
Navas, kom engum vörnum við
þrumuskoti Kolarovs, en Navas
hafði áður þurft að sýna snilli sína í
leiknum.
Þótt mörkin hafi ekki verið fleiri
voru yfirburðir Serba þó nokkrir
gegn þunglamalegu og slöku liði
Kostaríka, sem var ekki nema
skugginn af því liði sem heillaði
marga á heimsmeistaramótinu fyrir
fjórum árum þegar Kostaríka komst
í átta liða úrslit þar sem liðið tapaði
fyrir Hollendingum í vítaspyrnu-
keppni.
Glæsimark Coutinhos
dugði Brasilíumönnum ei
Brasilísku stjörnunar náðu ekki að vinna Sviss Enn og aftur fallegt mark
hjá Coutinho Kolarov tryggði Serbum sigur með glæsilegu skoti
AFP
Erfitt Neymar var sparkaður niður ótt og títt af Svisslendingum er liðin mættust í Rostov á HM í gær.
HM 2018
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Það var beðið eftir leik Brasilíu og
Sviss í E-riðli á HM í fótbolta með
mikilli eftirvæntingu, enda lið Bras-
ilíu ávallt með þeim vinsælli á stór-
mótum. Lið Sviss var hins vegar
sýnd veiði en ekki gefin fyrir stór-
stjörnur brasilíska liðsins, enda
Svisslendingar aðeins tapað einum
af síðustu 18 leikjum sínum.
Að lokum varð niðurstaðan 1:1,
þrátt fyrir að Brasilía hafi átt mun
fleiri skot að marki og verið meira
með boltann, sérstaklega í seinni
hálfleik.
Philippe Coutinho, leikmaður
Barcelona, sýndi enn og aftur hvers
hann er megnugur er hann skoraði
fyrsta mark leiksins á 20. mínútu.
Hann smellti þá boltanum innan-
fótar í stöng og inn utan teigs. Það
er orðin sérgrein Coutinhos að skora
með fallegum hnitmiðuðum skotum
utan teigs. Markið reyndist það eina
í fyrri hálfleik og Brasilíumenn í
ágætum málum.
Svisslendingar eru hins vegar
búnir að gleyma hvernig það er að
tapa fótboltaleikjum og Steven Zub-
er jafnaði með góðum skalla eftir
hornspyrnu á 50. mínútu.
Brasilíumenn reyndu allt hvað
þeir gátu til að komast aftur yfir, en
illa gekk að virkilega reyna á Yann
Sommer í marki Sviss. Stórstjörnur
á borð við Neymar, Willian og Gabr-
iel Jesus náðu sér ekki nægilega vel
á strik hjá Brasilíu og var Neymar
orðinn pirraður undir lokin, enda
brutu leikmenn Sviss alls tíu sinnum
á honum í leiknum, sem er nýtt met
á HM. Brasilía hefur ekki tapað
keppnisleik í rúm tvö ár og þrátt fyr-
ir að fyrsti sigurinn hafi ekki komið í
gær eru Brasilíumenn til alls líklegir
Mexíkó gerði sér lítið fyrir og vann
1:0-sigur á heimsmeisturum Þjóð-
verja í fyrsta leik F-riðils á HM í fót-
bolta fyrir framan 78.000 manns á
Luzhniki-vellinum í Moskvu í gær.
Hirving Lozano skoraði sigur-
markið á 35. mínútu eftir sendingu
Javier Hernández í einni af fjöl-
mörgum hættulegum skyndisóknum
Mexíkóa í leiknum. Þjóðverjar voru
mun meira með boltann og áttu
nokkrar hættulegar sóknir, en í
hvert skipti sem Mexíkó náði bolt-
anum skapaðist hætta við mark
Þjóðverja og hefðu mörkin getað
orðið fleiri.
Þjóðverjum gekk bölvanlega í vin-
áttuleikjum fyrir mót og hafa þeir nú
aðeins unnið einn af síðustu sjö leikj-
um sínum, óvenjulegt þar á bæ.
Mexíkóska leikskipulagið gekk
fullkomlega upp og með aðeins meiri
gæði við mark Þjóðverjanna hefði
sigurinn verið öruggari en raun bar
vitni.
Suður-Kórea og Svíþjóð mætast í
riðlinum kl. 12 í dag.
johanningi@mbl.is
AFP
Tilfinningar Edson Álvarez var tilfinningaríkur í fögnuði Mexíkóa
Heimsmeistararnir
lágu fyrir Mexíkó