Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Starfsmenn Borgarverks
vinna um þessar mundir að
endurbótum á vegi í Hvols-
dal í Saurbæ í Dalasýslu.
Þar er 5,7
kílómetra
langur
vegarkafli
breikk-
aður,
bungur og
blindhæð
tekin nið-
ur og veg-
axlir jafn-
aðar.
Þetta er
spottinn frá bænum Brekku
að Skriðulandi, þar sem
starfrækt hefur verið versl-
un og ferðaþjónusta. Mikil
umferð er á þessum vegi, en
þetta er leiðin úr Borgarfirði
um Dali og þaðan svo vestur
á firði.
Skil í ágústlok
„Við byrjuðum í þessu
verkefni í nóvember í fyrra
og hefur gengið ágætlega.
Að vísu höfum við lent að-
eins í frátöfum vegna rign-
inga, mölin sem fer í veginn
hefur stundum verið al-
gjörlega vatnsósa og þá er
lítið hægt að gera. Þetta
mun þó allt hafast, en veg-
inum eigum við að skila af
okkur í ágústlok,“ sagði Ósk-
ar Sigvaldason, fram-
kvæmdastjóri Borgarverks, í
samtali við Morgunblaðið.
Borgarverk átti á sínum
tíma lægsta tilboðið af fimm
í þetta verkefni og sinnir því
fyrir 178 milljónir króna.
Ágæt verkefnastaða
„Verkefnastaðan er ágæt,“
segir Óskar, en fyrirtækið er
núna að byggja upp veg um
Lundarreykjadal í Borg-
arfirði og þrír vinnuflokkar
að leggja klæðningar á vegi
á Norður-, Suður- og Vest-
urlandi. Þá eru í gangi ýmis
verkefni á Selfossi.
sbs@mbl.is
Breikka veg og
blindhæð fjarlægð
Borgarverk í Hvolsdalnum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vegagerð Á verkstað í Dalasýslunni síðasta mánudag.
Óskar
Sigvaldason
Lilja Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra fylgdi forseta
Íslands, hr. Guðna Th. Jó-
hannessyni, og frú Elizu
Reid, for-
setafrú,
eftir í op-
inberri
heimsókn
þeirra til
Eistlands
á dög-
unum.
Lilja hóf
ferð sína á
fundi með
Indrek Sa-
ar, menningarmálaráðherra
Eistlands, hvar ráðherrarnir
ræddu menningartengsl
landanna og frekari sam-
starfsmöguleika, svo sem á
sviði íþrótta- og menningar-
mála.
Skipulag og árangur Ís-
lendinga á sviði íþróttamála
hefur vakið athygli Eista
sem álíta hann til fyr-
irmyndar. Fyrirhugað er að
sendinefnd á þeirra vegum
komi hingað til lands í haust
til þess að kynna sér þau
mál betur.
Lilja Alfreðsdóttir segir í
tilkynningu fundinn með Sa-
ar hafa heppnast afar vel
„Það er gott að finna fyrir
svo ríkum samstarfsvilja,
Eistar eru mjög velviljaðir
Norðurlöndunum og ekki
síst okkur Íslendingum. Við
eigum ýmislegt sammerkt –
við deilum til dæmis þeirri
skoðun að menning sé eitt
mikilvægasta aflið til þess að
byggja brýr milli landa.“
Norræn hátíð
Auk þess að funda með
ráðherra ávarpaði ráðherra
Jónsmessuhátíð sem skipu-
lögð var af norrænu sendi-
ráðunum í Eistlandi. Sum-
arsólstöðunum er jafnan
fagnað með miklum hátíða-
höldum í Svíþjóð, Danmörku,
Noregi og Finnlandi og hafa
sendiráðin skipulagt sameig-
inlega hátíð í Tallinn und-
anfarin ár. sbs@mbl.is
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Íþróttir Hressir strákar á íþróttaæfingu hjá ÍR í Breiðholti.
Íþróttamál vekja
áhuga Eistanna
Samstarf er til umræðu
Íslenska leitar að hæfileikaríkum og ástríðufullum texta- og hugmyndasmið
til að sinna fjölbreyttum skrifum og hugmyndavinnu fyrir samfélagsmiðla,
vefmiðla, sjónvarp, útvarp og prent.
Skapandi og skemmtilegt fólk leynist í hverju horni hússins og talsvert er um
teymisvinnu. Oft eru margir boltar á lofti á fjörugum vinnustað.
• Viðkomandi þarf að vera fljúgandi fær
íslenskumanneskja, vera næm á blæbrigði
tungumálsins og kunna að skrifa skýran,
spennandi og hnitmiðaðan texta sem nær
til fólks.
• Sá hinn sami þarf auk þess að vera afspyrnu-
snjall í ensku, jafnvel með háskólagráðu, því
að vænn hluti vinnunnar fer fram á báðum
tungumálum.
• Þá er yfirlestur drjúgur hluti starfsins
og teljast nákvæmni og vandvirkni því
ótvíræðir kostir.
• Þetta er starf fyrir hugmyndaríkan
og skapandi textasmið sem getur unnið
sjálfstætt en ekki síður sem hluti af sterku
teymi á fjörugum og lifandi vinnustað.
Íslenska hefur verið í fremstu röð íslenskra auglýsingastofa um árabil.
Stofan hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga hér heima og erlendis
og verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi mörg undanfarin ár.
Hjá Íslensku starfa um 50 manns sem veita viðskiptavinum heildarþjónustu
á sviði markaðsmála í skapandi, krefjandi og umfram allt skemmtilegu umhverfi.
Umsókn sendist rafrænt á starf@islenska.is ekki síðar en 3. júlí 2018.
Allar umsóknir eru trúnaðarmál.
Ert þú lipur penni í leit
að skapandi starfi?
Sveitarstjóri
Umsókn
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí 2018
Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmundur H. Jakobsson formaður byggðaráðs í síma 898 8489 og
Rannveig Lena Gísladóttir forseti sveitarstjórnar í síma 893 0816. Umsókn skal skilað rafrænt á netfangið
sveitarstjori@blonduos.is
Blönduósbær er vel staðsett sveitarfélag í alfaraleið með ríflega 900 íbúa. Spennandi framkvæmdir eru á döfinni og mikil
tækifæri til uppbyggingar. Á Blönduósi er fjölskylduvænt samfélag með hátt þjónustustig og metnaðarfullt leik og grunn-
skólastarf. Möguleikar til útivistar, íþróttaiðkunar, afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir í sveitarfélaginu. Nánari upplýsingar
um sveitarfélagið má finna á www.blonduos.is
Sveitarfélagið Blönduósbær auglýsir
eftir öflugum einstaklingi til að taka
við starfi sveitarstjóra.
Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum og kraftmiklum einstaklingi sem er reiðubúinn til að leggja
sig allan fram í krefjandi starfi. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri reynslu af því að starfa með fólki
og þarf einnig að eiga auðvelt með samskipti fyrir hönd sveitarfélagsins og að vera talsmaður
þess, hvort sem er í samskiptum við opinbera stjórnsýslu, viðskiptavini, íbúa eða fjölmiðla.
Starfssvið
Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins
og sér um framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af
sveitarstjórn og byggðaráði.
Sveitarstjóri skipuleggur og undirbýr dagskrá funda,
situr fundi sveitarstjórnar, byggðaráðs og annarra
nefnda eftir atvikum og hefur þar málfrelsi og
tillögurétt.
Sveitarstjóri leiðir atvinnuuppbyggingu og
eflingu atvinnulífs á svæðinu og önnur verk
sem honum kunna að vera falin.
Nánari útlistun á hlutverki sveitarstjóra er að finna í
49. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp
Sveitarfélagsins Blönduósbæjar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er skilyrði.
Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og samskiptum er
skilyrði.
Þekking og reynsla af stefnumótun er kostur.
Þekking og reynsla af sveitarstjórnarmálum og opinberri
stjórnsýslu er kostur.
Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, hugmyndaauðgi
og metnaður til árangurs.
Hæfileiki til að tjá sig í ræðu og riti.
Leiðtogahæfileikar með áherslu á frumkvæði, örugga
ákvarðanatöku og skipulögð vinnubrögð.