Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd/Ásgeir Ingvarsson
Útlitið minnir sumpart á órígamí-listaverk og sýnir öll bestu einkenni Lexus.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
E
r ekki bráðmerkilegt hvern-
ig einkenni þjóða koma
fram í bílunum sem þær
framleiða? Frá Bandaríkj-
unum fáum við kröftuga tudda sem
kalla ekki allt ömmu sína, með
stórum sætum fyrir fólk með stóra
afturenda og risavöxnum skottum
fyrir innkaupin; frá Þýskalandi
koma kaggar sem eru miklir á velli,
útpældir og áreiðanlegir, og hann-
aðir fyrir að spana á 200 km/klst. á
hraðbrautunum; frá Ítalíu koma
elegant ökutæki sem láta bíltúrinn
ekki bara snúast um það að fara frá
A til B heldur sýna sig og sjá aðra,
og skítt með það þó að viftureimin
eigi það til að gefa sig.
Hvernig bíla framleiða þá Jap-
anir? Hvernig sportbíls er að vænta
frá þjóð sem þekkt er fyrir kurteisi,
tillitssemi, umhverfisvernd, fram-
úrstefnulega hönnun og takmarka-
lausan metnað?
Svarið er: Lexus LC 500h.
Ættarlaukur Lexus
LC-sportbíllinn fæst í tveimur út-
gáfum: annars vegar er LC 500, sem
er með 5 lítra V8 vél sem framleiðir
471 hestafl, og hins vegar LC 500h
sem er með 3,5 lítra, 354 hestafla V6
tvinnvél. Það var síðarnefnda útgáf-
an sem ég fékk að láni í Tókýó fyrr í
sumar.
LC 500h lítur enn betur út í eigin persónu. Hvernig segir maður „hrikalega töff“ á japönsku?
Sportbíll hins kurteisa manns
Suður af Tókýó liðast Hakone-vegurinn um
fjallshlíðarnar og þar er hvorki hraðamynda-
vélar né lögreglumenn að sjá. Á þessum mergj-
aða vegi sýndi Lexus LC 500h hvað í honum býr.
AFP
Hliðið að Hakone-tollveginum.
Þar getur japanskt bíladellufólk
sleppt fram af sér beislinu.
1
Á margan hátt er Lexus LC 500h holdgervingur japönsku þjóðarinnar.
Hann hefur mikla yfirvegun og fágun, en kann líka að ærslast.
Lexus LC 500h
» 3,5 lítra V6 tvinnvél
» Allt að 354 hestöfl, 348 Nm
» 10 gíra tvinn-gírskipting
» 7,8 l / 100 km í blönduðum
akstri
» Úr 0-100 km/klst. á 4,7 sek-
úndum
» Hámarkshraði 249 km/klst.
» Afturhjóladrifinn
» 245/45R20 dekk að framan
275/40R20 að aftan
» Eigin þyngd: 2.012 kg
» Farangursrými: 133 lítrar
» Koltvísýringslosun: 145 g/km
» Listaverð í Sport+ útgáfu:
20.200.000 kr.