Morgunblaðið - 17.07.2018, Síða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
7 Gamla Fjósið
Hér er nautakjötið í aðal-
hlutverki, og bæði borgarar og
steikur sem gleðja matgæðinga.
17 Hjá Efstadal í Biskupstungum og
Skyrgerðinni í Hveragerði má
komast í áhugaverðar skyrupplifanir.
10 Hraunsnef Sveitahótel
Heimilislegt andrúmsloft og
heimaræktað grænmeti.
2 Þingvallahringurinn
Þetta er hinn upprunalegi
sunnudagsbíltur Reykvíkinga.
Akstursleið sem veldur aldrei
vonbrigðum enda margar nátt-
úruperlur og sögustaði að sjá.
3 Fljótshlíð
Þeir sem vilja ferðast um
söguslóðir ættu að aka inn Fljótshlíð
eins langt og vegurinn leyfir. Þar andar
sagan við hverja heimreið og fallegir en
lítt þekktir fossar eru á hverju strái.
1 Hringurinn
Það er ákveðið afrek að aka hringveginn,
enda rösklega 1.300 km ferðalag. Það fer eftir
aksturslagi og áherslum hvers og eins hve langan
tíma tekur að aka hringinn, en óhætt er að mæla
með því að fólk fari sér hægt og gefi sér tíma til
að njóta fegurðar og mannlífs allra landshluta.
4 Fimm fallegustu dalirnir
Þeir sem vilja aka inn fallegan dal ættu að setja stefnuna
á Svarfaðardal, Aðaldal, Keldudal, Lundarreykjadal og
Haukadal í Dalasýslu. Best væri að aka þá alla og mynda sér
sjálfstæða skoðun á því hver af þessum dölum er sá fallegasti.
6 Fjöruborðið
á Stokkseyri
Skemmtilegt dæmi um einfalda
hugmynd sem svínvirkar.
8 Narfeyrarstofa
í Stykkishólmi
Kræklingurinn þykir bera
af og hugað að smæstu
smáatriðum í framsetn-
ingu og matseld.
16 Geirabakarí í Borgarnesi
Þykir bjóða upp á frábært
bakkelsi og dúndurgott kaffi.
9 Viðvík á
Hellissandi
Mikill metnaður lagður
í sjávarrétti og klass-
íska íslenska rétti.
14 Húsið á Ísafirði
Hefur veitt Tjöruhúsinu í
sama bæ talsverða samkeppni
síðustu misseri og þar má fá
himneskan mat.
18 Höfn Street Food
á Hornafirði
Sérstök athygli er vakin á humar-
súpu í brauði og humar-panini.
11 Havarí á Karls-
stöðum í Berufirði
Þykir eiga sér enga hliðstæðu
á Íslandi með sínar bulsur
og indælar grænmetissúpur.
Frumkvöðlastaður sem hrífur
alla gesti óháð þjóðerni.15
Litla bryggjuhúsið
á Hellnum
Þykir búa til framúrskarandi
fiskisúpu sem skáld hafa samið
lög um og stendur undir öllu
sem þar er sagt.
8
16
10
15
9
12
11
18
7
6
17
17
Þ
ó svo að ástand vegakerf-
isins mætti vera betra
njóta Íslendinga ákveðinna
forréttinda þegar kemur
að útsýnisbíltúrum og víða má fi nna
framúrskarandi veitingastaði sem
geta verið hápunkturinn á góðum
bíltúr. En hvar eru bestu vegirnir,
og hvar eru bestu veitingastaðirnir?
Leynast kannski ógleymanlegir
akvegir á stöðum sem ekki eru í
alfaraleið, eða bíður unaðsleg matar-
upplifun í afskekktum fi rði eða langt
uppi á heiði?
Hér fyrir ofan getur að líta fyrstu
tilraun Bílablaðs Morgunblaðsins til
að kortleggja fallegustu akstursleið-
ir landsins og þá veitinga- og
matsölustaði sem ánægjulegast er
að heimsækja. Við gerð kortsins
leitaði blaðið álits og ábendinga
bæði almennings og málsmetandi
aðila úr ferðaþjónustugeiranum,
en ekki hafa verið gerðar sérstakar
úttektir á veitingastöðunum á
listanum og lesendur því beðnir
um að hafa ákveðinn fyrirvara
á þeim meðmælum sem felast
í því að veitingastaður lendi
í þessari úttekt. Ef
uppátækið mælist vel
fyrir má síðan vænta
þess að vega- og
veitingahand-
bókin birtist
a.m.k. árlega í
Bílablaðinu.
Fallegir vegir og góður matur
Michelin-handbókin varð til við upphaf evrópskrar bílamenningar
Ár hvert bíða matgæðingar
spenntir eftir stjörnugjöf Michelin-
handbókarinnar. Fyrir veitinga-
stað að fá Michelin-stjörnu er
eins og fyrir kvikmynd að vinna
Óskarsverðlaun, og ávísun á
blómleg viðskipti og langa biðlista
eftir lausu borði.
En hvernig stóð á því að
franskur dekkjaframleið-
andi tók upp á því að
gera úttektir á veitinga-
stöðum?
Saga Michelin-
handbókarinn-
ar hefst árið
1900 þegar
frönsku
bræðr-
unum og
dekkja-
frömuðunum Édouard og André
Michelin hugkvæmdist að gefa
út vegahandbók sem ökumenn
gætu notað til að bæði rata um
landið, fi nna dekkja- og véla-
verkstæði, bensínstöðvar, hótel
og veitingastaði. Innan við 3.000
bílar voru í notkun í Frakklandi á
þessum tíma en fjölgaði hratt, og
Michelin-handbækurnar ruku út.
Fljótlega bættust við handbækur
fyrir Belgíu, Alsír, Túnis, síðan
mestalla Mið- og Vestur-Evrópu,
og Norður-Afríku.
Útgáfa handbókarinnar lagðist
af í fyrri heimsstyrjöldinni en
hófst svo aftur árið 1920 og var þá
orðið ljóst að fólk notaði bókina
ekki hvað síst til að fi nna góða
veitingastaði. Michelin ákvað því
að ráð væri að gera teymi rann-
sóknarmanna út
af örkinni til að
heimsækja og
dæma veitinga-
staði á laun.
Árið 1931
byrjaði Michelin
að veita veitinga-
stöðum stjörnur,
frá einni upp í
þrjár, og síðan var tekið upp á því
að veita sérstaka viðurkenningu
þeim veitingastöðum sem þykja
bjóða upp á framúrskarandi
mat á sanngjörnu verði án þess
endilega að verðskulda stjörnu
– því yfi rleitt eru veitingastaðir
með Michelinstjörnu með þess
konar verð á matseðlinum að
fólk snæðir þar aðeins við mjög
sérstök tækifæri.
5 Ævintýravegirinir
Fimm „tæpustu“ vegir á Íslandi eru, að mati eins
sérfræðings: leiðin frá Þingeyri um Keldudal og Lokinhamra
í Arnarfjörð, leiðin úr Önundarfirði á Ingjaldssand, leiðin úr
Mjóafirði út á Dalatanga, leiðin um Hellisheiði úr Vopna-
firði á Hérað og gamla leiðin úr Siglufirði um Strákagöng
og Almenninga í Fljót. Þetta eru allt fólksbílafærar leiðir og
getur hver og einn sannreynt hvort hér sé ofmælt.
Fátt er ánægjulegra en að setjast á bak við stýrið í vönduðum
bíl, aka um landið í góðum félagsskap, virða fyrir sér hrika-
lega náttúruna og heimsækja góða veitingastaði á leiðinni.
12 Gísli, Eiríkur og Helgi
á Dalvík
Bjóða upp á fiskisúpu með heimabök-
uðu brauði og salati. Matur sem gleð-
ur bragðlaukana og bræðir hjörtun.
13 Tjöruhúsið á Ísafirði
Þjóðsagnakenndur veitinga-
staður sem býður upp á fiskipönn-
ur sem gestina dreymir um það
sem eftir er ársins.
3
2
4
4
4
4
5
5
5
5
5
13
14
1
1 Fallegir vegir
Veitingastaðir
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is