Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 1
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
Evrópukeppni Íslandsmeistarar Vals taka í kvöld á móti Sheriff frá Moldóvu í 3. umferð Evrópu-
deildarinnar og þurfa að vinna upp eins marks forskot frá því í fyrri leik liðanna. 4
Íþróttir
mbl.is
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað
leikmönnum 18 ára og yngri, leikur annað kvöld
við lið heimamanna í Króatíu í undanúrslitum
Evrópumótsins. Íslenska liðið varð í efsta sæti
milliriðils tvö á mótinu þrátt fyrir sex marka tap
fyrir Spánverjum í lokaleik milliriðlakeppninnar í
gærkvöld, 33:27. Fyrir leikinn hafði Ísland tryggt
sér efsta sætið og þess vegna gat Heimir Ríkarðs-
son, þjálfari liðsins, leyft sér að gefa nokkrum
sterkum leikmönnum, eins og Hauki Þrastarsyni
og markverðinum Viktori Gísla Hallgrímssyni,
nánast frí frá leiknum í gær.
Spánverjar voru sterkari frá upphafi til enda
leiksins við Íslendinga í gær. Varnarleikur ís-
lenska liðsins var ekki eins sannfærandi og í fyrri
leikjum og sóknarleikurinn gekk ekki eins vel og
stundum áður gegn framliggjandi vörn Spán-
verja. Einar Örn Sindrason var markahæstur í ís-
lenska liðinu með fimm mörk. Viktor Andri Jóns-
son og Þorleifur Rafn Aðalsteinsson skoruðu
fjögur mörk hvor.
Króatar unnu Frakka örugglega, 25:20, í bar-
áttunni um annað sætið í milliriðli eitt og réttinn
til að skora á íslenska liðið í undanúrslitum.
Danir urðu efstir með fullt hús stiga í hinum
milliriðlinum. Danska liðið vann Serba á sannfær-
andi hátt í lokaleik sínum í gær, 29:24. Danir
mæta þar af leiðandi grönnum sínum, Svíum, í
hinni viðureign undanúrslitanna á morgun. Svíar
náðu öðru sæti í milliriðli íslenska liðsins með því
að vinna Þjóðverja, 30:27, í hörkuleik í gær.
Sænska liðið var lengst af sterkara í þeirri við-
ureign. Þjóðverjar eru hinsvegar í sárum eftir að
hafa ekki náð inn í undanúrslit en þeir voru fyr-
irfram taldir vera afar sigurstranglegir á mótinu.
iben@mbl.is
Heimamenn í undanúrslitum
Íslendingar mæta Króötum í uppgjöri á EM Lykilmenn voru hvíldir í gær
FÓTBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Sigríður Lára Garðarsdóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu, er þessa dag-
ana að koma sér fyrir í Lilleström,
12.500 manna bæ í nágrenni Óslóar,
þar sem hún mun spila fótbolta með
besta liði Noregs næstu mánuði. Sig-
ríður Lára kemur til Lilleström frá
ríkjandi bikarmeisturum ÍBV og
gerði samning við félagið sem gildir
til áramóta og verður svo endurskoð-
aður.
Til að undirstrika styrk Lille-
ström-liðsins má nefna að það hefur
orðið norskur meistari fjögur síðustu
ár og unnið alla 14 deildarleiki sína í
ár, sem skilar liðinu 12 stiga forskoti
á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.
Liðið leikur í 32ja liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu í september
og verður Sigríður Lára gjaldgeng í
þá keppni. Fyrsti leikur hennar gæti
orðið gegn Arna Björnar í norsku úr-
valsdeildinni á laugardag.
„Þetta verður krefjandi en
skemmtilegt. Ég hef stefnt að þessu
lengi og hef alltaf ætlað mér að taka
skref upp á hærra stig. Þetta er
toppliðið í Noregi, þjálfarinn er mjög
góður og það er allt mjög fagmann-
legt í kringum liðið. Hópurinn er í
raun frekar fámennur en leikmenn-
irnir allir sterkir og það er því gott
„tempó“ á æfingum. Þetta er frá-
bært tækifæri fyrir mig,“ segir Sig-
ríður við Morgunblaðið. Þjálfarinn
sem hún nefnir, Hege Riise, er
leikjahæsta landsliðskona í sögu
Noregs og hefur hún stýrt Lille-
ström frá árinu 2011, með afburða-
góðum árangri sem fyrr segir.
Gott að geta sótt ráð frá Heimi
Annað norskt félag sýndi því einn-
ig áhuga að fá Sigríði Láru til sín,
sem og félag í Svíþjóð, en Eyjamær-
in valdi Lilleström eftir að hafa ráð-
fært sig við fólk sem þekkir félagið
vel. Hún ræddi meðal annars við Sig-
urð Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi
landsliðsþjálfara kvenna, og Írisi
Björk Eysteinsdóttur, sem bæði
þjálfuðu hjá félaginu. Hún hefði
einnig getað ráðfært sig við Guð-
björgu Gunnarsdóttur landsliðs-
markvörð, sem varð tvöfaldur meist-
ari með Lilleström bæði 2014 og
2015.
„Ég talaði við Írisi Björk og Sigga
Ragga og þau höfðu bara góða hluti
að segja um klúbbinn. Heimir Hall-
gríms [fyrrverandi landsliðsþjálfari
karla] hefur líka hjálpað mér mjög
mikið og gefið mér ýmis góð ráð. Það
er gott að geta fengið ráð frá hon-
um,“ segir Sigríður Lára lauflétt í
bragði.
Liðagigtin ekki sett strik í
reikninginn
Eins og Sigríður Lára greindi frá í
viðtali við Morgunblaðið í byrjun árs
er hún með liðagigt, en lyfjameðferð
við þessum ólæknandi sjúkdómi hef-
ur skilað tilætluðum árangri og ekki
haldið aftur af þessari 24 ára gömlu
landsliðskonu.
„Þetta hefur allt gengið eins og í
sögu. Ég hef getað æft á fullu og spil-
að alla leiki, svo þetta hefur ekkert
truflað,“ segir Sigríður Lára og snýr
svo talinu að þeirri staðreynd að ÍBV
er í 5. sæti Pepsi-deildar með aðeins
15 stig, 19 stigum á eftir toppliði
Breiðabliks. „Tímabilið hjá ÍBV hef-
ur verið vonbrigðatímabil. Það hefur
verið mikið um meiðsli og svona.
Þannig getur þetta verið. Maður
lendir stundum í mótlæti. Félagið
studdi mig og hvatti eindregið til að
fara út í atvinnumennsku og það er
gott að finna þann skilning,“ segir
Sigríður Lára, sem kemur til Íslands
um mánaðamótin vegna stórleikj-
anna við Þýskaland og Tékkland sem
ráða úrslitum um sæti á HM á næsta
ári.
„Frábært tækifæri“
Sigríður Lára fer til ferfaldra Noregsmeistara Lilleström Ráðfærði sig við
tvo fyrrverandi landsliðsþjálfara Stórleikir í Meistaradeild og með landsliðinu
Morgunblaðið/Sigfús
Ánægð Sigríður Lára Garðarsdóttir segir fyrstu kynni sín af norska meistaraliðinu Lilleström vera mjög góð.
Það var á bratt-
ann að sækja fyr-
ir íslenska
kvennalandsliðið
í blaki þegar það
mætti belgíska
landsliðinu í
Kortrijk í Belgíu
í gærkvöldi í
fyrstu umferð
undankeppni
Evrópumótsins.
Belgar unnu öruggan sigur í þrem-
ur hrinum, 25:4, 25:8, og 25:10. Vit-
að var að talsverður getumunur
væri á liðunum þar sem belgíska
landsliðið er í sjöunda sæti styrk-
leikalista Blaksambands Evrópu en
það íslenska í hópi þeirra neðstu.
Íslenska liðið skoraði fyrsta stig
leiksins en það var í eina skiptið í
leiknum sem liðið hafði yfirhönd-
ina. Þetta var fyrsti leikur íslenska
landsliðsins eftir að Borja González
tók við þjálfun þess fyrir skömmu.
Undankeppninni verður haldið
áfram á sunnudaginn þegar ís-
lenska landsliðið fær landslið Sló-
vena í heimsókn í Digranes í Kópa-
vogi. Slóvenar unnu landslið Ísraels
í hinni viðureign riðilsins í gær-
kvöld. iben@mbl.is
Þungur róður
í Kortrijk
Borja
González
Íslenska landsliðið í blaki karla tap-
aði í gær fyrir landsliði Slóvakíu
með þremur hrinum gegn engri í
fyrsta leik sínum í undankeppni
Evrópumótsins í blaki en liðin átt-
ust við í Nítra í Slóvakíu. Um var að
ræða sögulegan leik því íslenskt
blaklandslið hefur aldrei áður tekið
þátt í undankeppni EM í karla-
flokki.
Eins við mátti búast var við
ramman reip að draga hjá íslenska
liðinu. Slóvakar höfnuðu í 13. sæti á
síðasta Evrópumóti og eru fyr-
irfram taldir vera með besta liðið í
riðlinum.
Eftir tap, 25:7, í fyrstu hrinu óx
íslenska liðinu ásamegin í næstu
tveimur hrinum en þeim lauk með
sigri Slóvaka, 25:15 og 25:17. Lúð-
vík Már Matthíasson var valinn
besti maður íslenska liðsins í leikn-
um. Næsti leikur Íslands í und-
ankeppni EM verður í Digranesi á
sunnudaginn gegn Moldóvu.
iben@mbl.is
Tap í sögu-
legum lands-
leik í Nítra
Bestur Lúðvík Már Matthíasson var val-
inn besti maður íslenska liðsins í leikslok.