Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 2

Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 2
Kevin De Bruyne, miðjumaður enska knatt- spyrnufélagsins Manchester City, meiddist illa á æfingu liðsins í gær. De Bruyne meidd- ist á hné og er nú óttast að hann sé með slit- in liðbönd. Sportmail greinir frá því að leikmaðurinn gæti orðið frá í þrjá mánuði vegna meiðsl- anna en hann var lykilmaður í liðinu á síð- ustu leiktíð þegar City varð meistari. Hann var af mörgum talinn besti miðjumaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í 52 leikjum með City og skoraði 12 mörk og lagði upp 21 mark fyrir liðsfélaga sína. De Bruyne er lykilmaður í belgíska landsliðinu, bronsliði HM í sumar. Belgar sækja Íslendinga heim þann 11. sept- ember í Þjóðadeildinni. sport@mbl.is De Bruyne er úr leik Kevin De Bruyne Ísland átti marga fulltrúa á Manchester International-mótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Manchester Sports Arena í gær. Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,24 metra í langstökki og hafnaði í 8. sæti í keppninni. Hennar besti árangur á ferl- inum utanhúss er 6,72 metrar. Hilmar Örn Jónsson hafnaði í 4. sæti í sleggjukasti en var nokkuð langt frá því að kasta sleggjunni þá vegalengd sem hann er fær um að gera. Hilmar kastaði 64,42 metra en á best 71,60 á þessu keppn- istímabili. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason var einnig á meðal keppenda en árangur hans í kringlukastinu lá ekki fyr- ir þegar blaðið fór í prentun í gær. Né heldur tími Hlyns Andréssonar í 1.500 metra hlaupi. sport@mbl.is Hilmar Örn í 4. sæti Hilmar Örn Jónsson FRÉTTASKÝRING Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Heimavallaárangur íslenskra karla- landsliða í handbolta, fótbolta og körfubolta í keppnisleikjum hefur verið magnaður síðustu ár. Hand- boltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á heimavelli síðan árið 2006, fótboltalandsliðið ekki tapað á heimavelli síðan 2013 og körfubolta- landsliðið aðeins tapað þremur leikj- um af síðustu tíu keppnisleikjum sín- um á heimavelli. Handboltalandsliðið tapaði síðast keppnisleik á heimavelli 17. júní 2006 er Svíþjóð kom í heimsókn og vann 26:25-sigur í undankeppni HM 2007. Ísland vann fyrri leikinn 32:28 og fór því á HM á kostnað Svía. Síðan þá hefur liðið leikið 21 leik á heimavelli, unnið 19 og gert tvö jafntefli. Aðeins Noregur og Bosnía hafa komið í heim- sókn í Laugardalshöllina síðustu ár og ekki tapað. Ísland gerði 34:34-jafntefli við Noreg í undankeppni EM 2010 og Ísland og Bosnía skildu jöfn, 29:29, í umspili um sæti á HM 2015. Síðan þá hefur liðið unnið átta heimaleiki í röð og sigraði m.a. Þýskaland, 36:31, í undankeppni EM 2012 og Slóveníu, 35:34, í undankeppni EM 2014. Íslenska liðið vann alla þrjá heima- leiki sína í undankeppni EM 2018; á móti Tékklandi, Makedóníu og Úkra- ínu, sem og umspilsleik við Litháen fyrir HM 2019. Heimir vann alla heimaleikina Slóvenía kom í heimsókn á Laugar- dalsvöllinn 7. júní 2013 í undankeppni HM í fótbolta sem haldið var í Bras- ilíu 2014. Slóvenar unnu leikinn 4:2. Síðan þá hefur karlalandsliðið í fót- bolta spilað tólf keppnisleiki á heima- velli, unnið tíu og gert tvö jafntefli. 6. september 2015 gerðu Ísland og Ka- sakstan markalaust jafntefli á Laug- ardalsvelli. Úrslitin þýddu að íslenska liðið tryggði sér sæti á EM í Frakk- landi 2016. Íslenska liðið gerði svo 2:2-jafntefli við Lettland 10. október sama ár og í sömu undankeppni og eru það einu leikirnir sem Ísland hef- ur ekki unnið á heimavelli síðan Slóv- enía kom í heimsókn. Á meðal sigra sem liðið hefur unnið síðan er 2:0- sigur á Hollandi í undankeppni EM 2016, 2:1-sigur á Tékkum í sömu und- ankeppni, 1:0-sigur á Króatíu í und- ankeppni HM 2018 og tveir sigrar á Tyrkjum í undankeppni EM 2016 og HM 2018. Ísland vann alla fimm heimaleiki sína eftir að Heimir Hall- grímsson tók einn við landsliðinu, en þeir voru allir í undankeppni HM 2018. Meðal þeirra voru sigrar á stór- þjóðum á borð við Tyrkland, Króatíu og Úkraínu. 70% sigurhlutfall og tvö EM Íslenska karlalandsliðið í körfu- bolta hefur unnið sjö af síðustu tíu keppnisleikjum sínum á heimavelli og á þeim tíma tvívegis komist á Evr- ópumót. Búlgaría kom í heimsókn í Laugardalshöllina í undankeppni EM 2015 og vann 81:79-sigur. Í sömu und- ankeppni tapaði Ísland fyrir Bosníu á heimavelli, 78:70. Búlgarar komu aft- ur í heimsókn í undankeppmi HM sem fram fer á næsta ári og vann 77:74. Búlgaría og Bosnía eru því einu liðin sem hafa komið í Laugardals- höllina síðustu fimm ár og nælt í sig- ur. Á þeim tíma hefur Ísland unnið sterkar þjóðir. Ísland vann Rúmeníu í undankeppni EM 2015, 77:71. Í und- ankeppni EM 2017 vann Ísland m.a. 88:72-sigur á Sviss og 74:68-sigur á Belgum. Íslenska liðið vann svo tvo glæsilega sigra í byrjun árs í und- ankeppni HM 2019. Fyrst komu Finnar í heimsókn og vann íslenska liðið 81:76 hinn 23. febrúar og tveimur dögum seinna hafði Ísland betur á móti Tékkum, 76:75. Á síðustu árum hafa íslensku karla- landsliðin í handbolta, körfubolta og fótbolta því aðeins tapað þremur af síðustu 43 keppnisleikjum á heima- velli og unnið 37. Morgunblaðið/Golli Fótbolti Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á Laugardalsvelli. Sterkt vígi í Laugardal Körfubolti Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í  Karlalandsliðin í boltagreinunum hafa unnið 37 af síðustu 43 heimaleikjum 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Mjólkurbikar karla Undanúrslit: Stjarnan – FH........................................ (2:0)  Leiknum var ekki lokið þegar Morgun- blaðið fór í prentun. 4. deild karla B Elliði – Hvíti riddarinn ............................ 2:3 Skallagrímur – Reynir S...........................1:1 Staðan: Reynir S. 13 11 2 0 45:9 35 Skallagrímur 13 9 1 3 40:16 28 Elliði 13 9 0 4 33:18 27 Hvíti riddarinn 13 6 2 5 32:36 20 Mídas 12 4 1 7 25:34 13 Hörður Í. 12 3 0 9 23:47 9 SR 12 2 2 8 21:36 8 Úlfarnir 12 1 2 9 9:32 5 4. deild karla D Kórdrengir – Léttir.................................. 4:1 Staðan: Kórdrengir 12 8 1 3 26:12 25 ÍH 10 5 2 3 17:22 17 Kormákur/Hvöt 10 4 4 2 20:9 16 Kría 10 4 3 3 17:14 15 Léttir 11 4 3 4 16:18 15 Vatnaliljur 11 1 5 5 12:23 8 Geisli A. 10 1 2 7 8:18 5 Meistarabikar Evrópu Real Madrid – Atletico Madrid .............(2:2)  Framlengingu var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. KNATTSPYRNA Asíuleikarnir B-riðill: Japan – Pakistan ...................................38:15  Dagur Sigurðsson er þjálfari Japans. D-riðill: Indland – Barein ...................................25:32  Aron Kristjánsson er þjálfari Bareins. HANDBOLTI KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA: Hlíðarendi: Valur – Sheriff........................19 Bikarkeppni karla, Mjólkurbikarinn: Kópavogsv.: Breiðablik – Víkingur Ó.......18 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Jáverks-völlurinn: Selfoss – Grindavík ....18 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Floridana-völlurinn: Fylkir – Haukar.19:15 Akraneshöllin: ÍA – Keflavík ...............19:15 4. deild karla: Grýluvöllur: Hamar – Ýmir.......................19 Leiknisvöllur: Afríka – Álafoss .................19 Kórinn: Ísbjörninn – Kóngarnir ...............19 Í KVÖLD! Asíuleikarnir um gangi en Indónesíu. Í g ar Dags Sigu Pakistans í B vann örugga leikur Japan sæti B-riðils Suður-Kóreu ilsins 17. ágú Þá unnu læ sonar í Barei D-riðli en Barein er með fullt hú fyrstu tvo leiki sína. Liðið mæti riðlakeppninni 17. ágúst en Bar fara áfram í útsláttarkeppnina. Öruggir sigra Dagur Sigurðsson Miðvörðurinn Ax- el Andrésson er genginn til liðs við norska knatt- spyrnufélagið Viking frá Stav- anger en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í gær. Axel skrifaði undir lánssamn- ing við norska liðið, sem gildir út leiktíðina, en hann verður 21 árs gamall í janúar á næsta ári. Axel skrifaði hins vegar undir fleiri papp- íra því hann framlengdi einnig samn- ing sinn við Reading og er hann nú samningsbundinn félaginu til ársins 2020. Virðist Íslendingurinn því vera inni í myndinni hjá Reading á næstu árum. Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er einnig á mála hjá Reading sem leikur í ensku b-deild- inni en liðið hefur ekki byrjað tíma- bilið ýkja vel. Viking leikur í b-deildinni norsku en er í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild. Liðið er í 3. sæti með 37 stig; stigi á eftir Mjöndalen og fimm á eftir Álasundi. Axel er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ en hann gekk til liðs við Reading árið 2016. Hann hefur ekki ennþá spilað aðalliðsleik fyrir félagið en hann var meðal annars lánaður til Torquay United á síðustu leiktíð. Axel hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á að baki níu landsleiki með U21 árs landsliðinu þar sem hann hefur skor- að tvö mörk. sport@mbl.is Axel lánaður til Noregs Axel Óskar Andrésson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.