Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 3
Breiðablik, efsta lið úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, tekur á móti fyrstudeild- arliði Víkings frá Ólafsvík í kvöld í und- anúrslitum Mjólkurbikarsins. Sigurliðið fer í úrslitaleik á Laugardalsvelli eftir mánuð. Á meðan Ágúst Gylfason og Blikar hans hafa verið á siglingu og unnið fimm síðustu leiki sína hafa Ólafsvíkingar „hik- stað“ að undanförnu í toppbaráttu 1. deildarinnar – gert tvö jafntefli í röð gegn liðum í fallbaráttu. Breiðablik hefur slegið út Íslandsmeistara Vals, KR og Leikni R. á leið sinn í undanúrslitin, en Víkingur R. er eina úrvalsdeildarliðið sem Ejub Purisevic og hans menn hafa unnið. Þeir slógu einnig út Fram úr 1. deild auk liða úr 3. og 4. deild. sindris@mbl.is Greið leið fyrir Blika? Ágúst Þór Gylfason Morgunblaðið/Eggert Laugardalshöll. Morgunblaðið/Eva Björk Handbolti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson í Laugardalshöll. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018  Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Indy Women-mótinu í Indiana- polis í dag á LPGA-mótaröðinni. Ólafía náði sínum besta árangri til þessa á þessu móti í fyrra og hafnaði þá í 4. sæti. Birgir Leifur Hafþórsson mun einnig keppa á sterku móti en hann verður í Svíþjóð á Nordic Masters á Evrópumótaröðinni. Þá mun Axel Bóasson keppa á móti á Áskorenda- mótaröð Evrópu á Norður-Írlandi. Þre- menningarnir hafa ekki átt sérstak- lega gott tímabil í atvinnumennsku sem af er árinu en nú er sjálfstraustið ef til vill annað og meira eftir frábæra spilamennsku á EM í liðakeppni í síð- ustu viku.  Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Berglind Björns- dóttir hófu leik á LET Acess- mótaröðinni í gær en mótið fer fram í Frakklandi. Guð- rún lék vel og var á höggi undir pari en hún notaði 70 högg á hringnum. Berglind var á 75 höggum og þarf væntanlega að leika undir pari í dag til að eiga möguleika á því að komast áfram eftir tvo hringi.  Breiðablik hefur samið við banda- ríska bakvörðinn Kelly Faris um að leika með liðinu í Dominos-deildinni næsta vetur. Faris, sem er 27 ára göm- ul og 180 sentimetrar á hæð, lék í fjög- ur ár í ameríska háskólaboltanum og varð tvisvar sinnum meistari. Kelly var ellefta í nýliðavali WNBLA og lék 24 leiki með Connecticut Suns. Hefur hún einnig leikið í efstu deildum í Ung- verjalandi, Ástralíu og Ísrael. Hún varð heimsmeistari með U18 ára landsliði Bandaríkjanna árið 2008. Þjálfarinn Margrét Sturlaugsdóttir segir leið- togahlutverk bíða Faris í Smáranum: „Kelly Faris er reynd og kemur úr toppprógrammi frá Geno Auriemma úr UConn-háskólanum. Búin að spila víða um heim eftir útskrift og daðraði við WNBA nokkur tímabil. Hún er vinnu- þjarkur og mun koma inn með reynslu og vinnusemi til Blikastúlkna. Ég treysti á að hún stjórni hraða bæði á æfingum og í leikjum.“  Daði Ólafsson og Hákon Ingi Jóns- son hafa skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Fylkis en þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Daði, sem er 24 ára gamall bakvörður, er uppalinn í Fylki og hefur spilað 58 leiki fyrir félagið og skorað fjögur mörk. Samningur Daða gild- ir út tímabilið 2020. Hákon, sem er 23 ára gamall sókn- armaður, á 90 leiki í deild og bikar fyrir Fylki og hefur skor- að í þeim 24 mörk. Samn- ingur Hákons gildir út tímabilið 2021. Eitt ogannað r í handknattleik eru nú í full- þeir fara fram í Jakarta í gærmorgun mættu lærisvein- urðssonar í Japan landsliði B-riðli keppninnar en Japan an 38:15-sigur. Þetta var fyrsti na á mótinu og eru þeir í öðru með 2 stig en Japanar mæta u í úrslitaleik um efsta sæti rið- úst. ærisveinar Arons Kristjáns- in 32:25-sigur gegn Indlandi í ús stiga í D-riðlinum eftir ir Taívan í lokaleik sínum í rein dugar jafntefli til þess að . bjarnih@mbl.is ar í Asíu Bikarmeistarar karla í körfuknattleik hafa bætt við sig króatískum bakverði, Dino Butorac, að nafni og mun hann leika með Tindastóli í Dominos-deildinni næsta vetur. Butorac er 28 ára gamall og 193 cm á hæð. Hann býr að ágætri reynslu í Evrópu og hefur leikið í Þýskalandi og Svíþjóð fyrir ut- an heimalandið. Staðarmiðillinn Feykir.is greindi frá þessu í gær. Skagfirðingar hafa bætt við sig Danero Thomas sem kom frá ÍR, Brynjari Þór Björnssyni sem kom frá KR og Urald King sem kom frá Val. Liðið missti hins vegar Sigtrygg Arnar Björnsson til Grindavíkur og Björgvin Hafþór Ríkharðsson til Skallagríms. Þar sem Buto- rac, Thomas og Brynjar eru allir góðar skyttur verður vænt- anlega næg ógnun fyrir utan 3-stiga línuna. Króati til Tindastóls Brynjar Þór Björnsson Fótbolti karla: Síðasta tap íslenska karlalandsliðsins á heimavelli í keppnisleik kom gegn Slóveníu hinn 7. júní 2013. Síðan þá hefur liðið leikið 12 leiki án þess að tapa. Af þeim hefur það unnið tíu leiki. 7. júní 2013, undankeppni HM 2014 – Ísland – Slóvenía 2:4 10. september 2013, undankeppni HM 2014 – Ísland – Albanía 2:1 11. október 2013, undankeppni HM 2014 – Ísland – Kýpur 2:0 9. september 2014, undankeppni EM 2016 – Ísland – Tyrkland 3:0 13. október 2014, undankeppni EM 2016 – Ísland – Holland 2:0 12. júní 2015, undankeppni EM 2016 – Ísland – Tékkland 2:1 6. september 2015, undankeppni EM 2016 – Ísland – Kasakstan 0:0 10. október 2015, undankeppni EM 2016 – Ísland – Lettland 2:2 6. október 2016, undankeppni HM 2018 – Ísland – Finnland 3:2 9. október 2016, undankeppni HM 2018 - Ísland – Tyrkland 2:0 11. júní 2017, undankeppni HM 2018 – Ísland – Króatía 1:0 5. september 2017, undankeppni HM 2018 – Ísland - Úkraína 2:0 9. október 2017, undankeppni HM 2018 – Ísland – Kosóvó 2:0 Handbolti karla: Síðasta tap íslenska karlalandsliðsins í handbolta í keppnisleik á heima- velli kom 17. júní 2006 á móti Svíþjóð í undankeppni HM 2007. Síðan þá hefur liðið leikið 21 keppnisleik í röð á heimavelli án þess að tapa. 17. júní 2006, undankeppni HM 2007 – Ísland – Svíþjóð 25:26 15. júní 2008, undankeppni HM 2009 – Ísland – Makedónía 30:24 29. október 2008, undankeppni EM 2010 – Ísland – Belgía 40:21 22. mars 2009, undankeppni EM 2010 – Ísland – Eistland 38:24 14. júní 2009, undankeppni EM 2010 – Ísland – Noregur 34:34 17. júní 2009, undankeppni EM 2010 – Ísland – Makedónía 34:26 27. október 2010, undankeppni EM 2012 – Ísland – Lettland 28:26 9. mars 2011, undankeppni EM 2012 – Ísland – Þýskaland 36:31 12. júní 2011, undankeppni EM 2012 – Ísland – Ausutrríki 44:29 10. júní 2012, undankeppni HM 2013 – Ísland – Holland 41:27 31. október 2012, undankeppni EM 2014 – Ísland – Hvíta-Rússland 36:28 7. apríl 2013, undankeppni EM 2014 – Ísland – Slóvenía 35:34 1. júní 2013, undankeppni EM 2014 – Ísland – Rúmenía 37:27 15. júní 2014, undankeppni HM 2015 Ísland – Bosnía 29:29 29. október 2014, undankeppni EM 2016 Ísland – Ísrael 36:19 29. apríl 2015, undankeppni EM 2016 Ísland – Serbía 38:22 14. júní 2015, undankeppni EM 2016 Ísland – Svartfjallaland 38:22 12. júní 2016, undankeppni HM 2017 Ísland – Portúgal 26:23 2. nóvember 2016, undankeppni EM 2018 Ísland – Tékkland 25:24 7. maí 2017, undankeppni EM 2018 Ísland – Makedónía 30:29 18. júní 2017, undankeppni EM 2018 Ísland – Úkraína 34:26 13. júní 2018, undankeppni HM 2019 Ísland – Litháen 34:31 Körfubolti karla: Síðustu tíu keppnisleikir hjá körfuboltalandsliði karla á heimavelli. Sjö sigrar og aðeins þrjú töp. Aðeins Búlgaría og Bosnía hafa komið í höllina og unnið. 13. ágúst 2013, undankeppni EM 2015 - Ísland – Búlgaría 79:81 16. ágúst 2013, undankeppni EM 2015 – Ísland – Rúmenía 77:71 10. ágúst 2014, undankeppni EM 2015 – Ísland – Bretland 83:70 27. ágúst 2014, undankeppni EM 2015 – Ísland – Bosnía 70:78 31. ágúst 2016, undankeppni EM 2017 – Ísland – Sviss 88:72 14. september 2016, undankeppni EM 2017, Ísland – Kýpur 84:62 17. september 2016, undankeppni EM 2017, Ísland – Belgía 74:68 27. nóvember 2017, undankeppni HM 2019, Ísland – Búlgaría 74:77 23. febrúar 2018, undankeppni HM 2019, Ísland – Finnland 81:76 25. febrúar 2018, undankeppni HM 2019, Ísland – Tékkland 76:75  Þetta gerir 43 leiki samanlagt og aðeins þrjú töp. Landsliðin afar farsæl á heimavelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.