Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 4

Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir þriðjudaginn 21. ágúst fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 24. ágúst 2018 Heilsa& lífsstíll SÉRBLAÐ Landslið Íslands í blaki karla og kvenna feta nýjar brautir um þessar mundir. Í fyrsta sinn taka þau þátt í undankeppni Evr- ópumóts landsliða. Liðin riðu á vaðið í gær. Kvennaliðið mætti belgíska landsliðinu og karlaliðið sótti landslið Slóvaka heim. Fram til þessa hafa íslensku landsliðin ekki tekið þátt í undan- keppninni heldur látið nægja að vera með í sérstökum Evr- ópumótum smærri eða veikari þjóða í þessari bráðskemmtilegu íþrótt. Forsvarsmenn blak- íþróttarinnar hér á landi töldu hins vegar að tími væri kominn til að venda kvæði í kross og hella sér út í undankeppnina þótt ljóst væri að við ramman reip yrði að draga inni á leikvellinum. Enginn verður smiður í fyrsta sinn. Sú ákvörðun forsvarsmanna blakíþróttarinnar hér á landi að láta slag standa, stinga sér út í djúpu laugina, verður án efa íþróttinni til góða hér á landi og mun styrkja landsliðin þegar til lengri tíma verður lítið. Þeir gera sér grein fyrir því að á brattann verður að sækja og einhverjir leikjanna erfiðir með tilheyrandi stórtapi. Hins vegar er einnig ljóst að til þess að taka fram- förum og auka metnað leik- manna er nauðsynlegt að takast á við sterkari og erfiðari and- stæðinga inni á milli og klífa þrí- tugan hamarinn. Tvo næstu sunnudaga verða blaklandsliðin í eldlínunni í undankeppni EM þegar þau leika heimaleiki í íþróttahúsinu í Digra- nesi á móti Slóveníu, Moldóvu, Ísrael og Svartfjallalandi. Vonandi er þetta aðeins upp- hafið á lengri leið blakfólks hér á landi þannig að hér eftir verði það með í undankeppni stórmóta eins og önnur landslið Íslands í hóp- íþróttum. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is FÓTBOLTI Guðjón Þór Ólafsson gudjon@mbl.is Í kvöld klukkan 19.00 á Origi- vellinum eygir Valur möguleikann á því að komast áfram í undan- keppni Evrópudeildarinnar í knatt- spyrnu er liðið mætir FC Sheriff Tiraspol frá Moldóvu. Þetta er annar leikurinn í einvíginu, en Val- ur tapaði fyrri leiknum í Moldóvu 1:0. Ljóst er að Valsmenn þurfa að nálgast þennan leik með öðrum hætti en þeir gerðu úti. Í Moldóvu lágu þeir aftarlega á vellinum með það fyrir augum að halda marki sínu hreinu, sem gekk upp þangað til á 85. mínútu leiksins þegar FC Sheriff skoraði eina mark leiksins. Nú þurfa þeir hins vegar að koma út úr skotgröfunum og sækja sig- ur. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, að allir leikmenn Vals væru klárir fyrir leikinn. Það á einnig við um Bjarna Ólaf Eiríksson, sem var hvíldur í leiknum á móti Grindavík vegna smávægilegra meiðsla. Haukur sagði ljóst að Valsmenn þyrftu að skora mark til þess að komast áfram í einvíginu. Hann lagði þó áherslu á að þeir þyrftu að halda marki sínu hreinu en ef FC Sheriff skorar í leiknum þarf Valur að skora minnst þrjú mörk til þess að komast áfram: „Við þurfum líka að spila mjög góðan varnarleik. Þetta er gott lið sem við erum að mæta. Við þurfum að vera agaðir til baka. Það munu koma augnablik í leiknum þar sem það liggur á okkur en síðan verð- um við að vera klókir þegar við er- um með boltann og fara í ákveðnar opnanir sem við sjáum hjá þeim. Þannig að við verðum nýta boltann þegar við erum með hann og nýta færin þegar þau koma.“ Hafa mikil gæði í liðinu Hinn almenni knattspyrnu- áhugamaður á Íslandi veit að öllum líkindum ekki mikið um andstæð- inga Vals. FC Sheriff er eins og áður segir frá Moldóvu og hefur haft tögl og hagldir í deildinni þar- lendis í næstum 20 ár. Liðið hefur einnig komist þrisvar sinnum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar undanfarin ár, þar sem það hefur náð ágætis úrslitum. Spurður út í FC Sheriff og styrkleika þess sagði Haukur að þetta væri öflugt lið með góða leikmenn: „Þetta er mjög sterkt lið. Þeir eru með einstaklingsgæði í liðinu. Kantmennirnir eru öflugir og þeir eru með leikstjórnanda á miðjunni sem er góður. Kröftugan senter. Þetta er bara mjög sterkt lið og er fljótt að refsa okkur ef við gerum klaufaleg mistök.“ Mikilvægt að vera skynsamir Þegar komið er á þetta sig keppninnar má oft lítið út af bera. Það er stutt á milli feigs og ófeigs og það lið sem gerir færri mistök fer gjarnan áfram. Haukur sagði að Valsmenn myndu því nálgast leikinn af skynsemi: „Þegar maður er kominn svona langt eru liðin fljót að refsa manni. Við verðum að vera vakandi allan leikinn, bæði þegar við erum án boltans en ekki síður þegar við er- um með hann. Við þurfum að vera vel staðsettir ef við missum bolt- ann og megum alls ekki missa bolt- ann á klaufalegum stöðum. Við þurfum því að vera skynsamir í sóknarleiknum. Við héldum út í 85 mínútur úti og við þurfum bara að skora eitt eins og staðan er núna og við getum alveg eins skorað það á 90. mínútu. Þannig við ætlum ekki að vaða út í neitt rugl, heldur vera agaðir varnarlega og nýta færin þegar þau koma.“ „Ætlum ekki að vaða út í rugl“  Síðari leikur Vals og Sheriff á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í kvöld Morgunblaðið/Eggert Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson á sínum stað á miðjunni hjá Val í Evrópuleik á Hlíðarenda Garðbæingar og Hafnfirðingar tók- ust á í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbik- arnum, á gervigrasinu í Garðabæ í gærkvöldi. Hafði Stjarnan betur og leikur til úrslita í keppninni. Hér eigast við FH-ingurinn Gomes og Guðjón Baldvinsson úr Stjörnunni en Guðjón kom Garðbæingum í góða stöðu með marki í fyrri hálfleik. Morgunblaðið/Valli Stjarnan í úrslitaleikinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.