Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 2

Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 2
Í LAUGARDAL Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Gleðin var ósvikin á Laugardalsvelli í gærkvöld þegar kvennalið Breiða- bliks fagnaði bikarmeistaratitlinum í knattspyrnu eftir sanngjarnan 2:1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik þeirra. Þetta var 12. bikarmeistara- titill Blika og er félagið nú aðeins einum frá því að jafna Val yfir flesta sigra í þessari keppni í kvennaflokki. Breiðablik var í augum margra svolítið spurningamerki fyrir sum- arið en hefur blómstrað á svo til öll- um sviðum. Oft er minnst á hvað lið- ið missti marga sterka byrjunarliðs- menn og landsliðskonur frá því í fyrra og ákvað þess í stað að gefa yngri og óreyndari leikmönnum traustið til þess að sanna sig. Það hefur svo sannarlega skilað sínu og þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hitti naglann þráðbeint á höfuðið í samtali við Morgunblaðið í fögnuð- inum eftir leik, nýbaðaður upp úr mjólk – enda kallast keppnin jú Mjólkurbikarinn í ár, að fótbolti snýst um getu en ekki aldur. Það fangar nákvæmlega það sem hefur verið að gerast hjá Blikum í sumar og sýndi sig enn á ný í leikn- um í gær. Blikar urðu bikarmeist- arar síðast fyrir tveimur árum, en aðeins þrír leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld byrjuðu einnig þann leik. Stór hluti leikmanna var því að spila í fyrsta sinn á þessum vettvangi sem oft er talinn stærsti leikur hvers keppnistímabils, en það var ekki að sjá á þeim. Allar héldu skipulagi upp á tíu og sýndu engin merki um stress eða yfirspennu, enda búnar að finna traust frá þjálfurunum í allt sumar og hafa sannarlega gefið til baka. Endanleg kaflaskil í Garðabæ? Leikurinn í gær var fjörugur, sér- staklega í fyrri hálfleik, og Stjarnan klúðraði dauðafæri strax í upphafi. Eftir að Blikar komust yfir á 19. mínútu tóku þær leikinn svolítið í sínar hendur og með 2:0 forskot í hálfleik var staðan þægileg. Blikar lokuðu öllum svæðum eftir hlé á meðan Stjarnan leitaði að leið inn í leikinn á ný en ég hugsa að það hafi ekki farið neitt sérstaklega um stuðningsmenn Blika í stúkunni. Svo traust var frammistaðan. Ekki jukust möguleikar Stjörn- unnar á því að vinna sig aftur inn í leikinn þegar Harpa Þorsteinsdóttir meiddist alvarlega um miðjan síðari hálfleikinn. Hún fékk þá slink á hnéð og var borin sárkvalin af velli sem var afar sárt að sjá. Án hennar var erfitt fyrir Stjörnuna að byggja upp hættulegar sóknir, en vonandi eru meiðsli hennar ekki eins alvarleg og þau sannarlega litu út fyrir að vera. Það má velta því upp hvort nú séu komin kaflaskil hjá Stjörnunni. Ekki eru mörg ár síðan Garðbæingar unnu sína fyrstu titla og síðan þá hefur liðið sópað þeim að sér. Stjarn- an hefur nú tapað tveimur bikarúr- slitaleikjum í röð og er einnig úr leik í baráttunni um Íslandsmeistara- titilinn annað árið í röð. Á meðan er sólin að rísa á ný hjá Breiðabliki og það verður gaman að fylgjast með endanlegri uppskeru liðsins í haust. Sólin skín í Smáranum  Breiðablik vann Stjörnuna í þriðja sinn í sumar og er bikarmeistari í 12. sinn  Hárrétt tekið á mannabreytingum í Kópavogi og leikmenn endurgjalda traustið Laugardalsvöllur, Mjólkurbikar kvenna, úrslit, föstudag 17. ágúst 2018. Skilyrði: Tólf stiga hiti, þurrt og nán- ast logn. Völlurinn flottur. Skot: Stjarnan 8 (5) – Breiðabl. 8 (7). Horn: Stjarnan 0 – Breiðablik 2. Stjarnan: (4-5-1) Mark: Berglind Hrund Jónasdóttir. Vörn: María Eva Eyjólfsdóttir, Megan Dunnigan, Anna María Baldursdóttir, Sigrún Ella Ein- arsdóttir. Miðja: Telma Hjaltalín, Ás- gerður S. Baldursdóttir (Ana Victoria Cate 88), Katrín Ásbjörnsdóttir (Bryn- dís Björnsdóttir 84), Lára Kristín Pedersen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Sókn: Harpa Þorsteinsdóttir (Guð- munda Brynja Óladóttir 67). Breiðablik: (4-3-3) Mark: Sonný Lára Þráinsdóttir. Vörn: Ásta Eir Árnadóttir, Guðrún Arnardóttir, Heið- dís Lillýardóttir, Kristín Dís Árnadóttir. Miðja: Hildur Antonsdóttir, Fjolla Shala, Alexandra Jóhannsdóttir. Sókn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Áslaug M. Gunnlaugsdóttir 77), Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir, Agla María Albertsdóttir. Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson. Áhorfendur: 1.808. Stjarnan – Breiðablik 1:2 0:1 Berglind Björg Þorvalds-dóttir 19. með skoti úr teign- um eftir að Agla María Albertsdóttir nýtti sér mistök í vörn Stjörnunnar. 0:2 Guðrún Arnardóttir 36.með skalla úr teignum eftir aukaspyrnu Öglu Maríu. 1:2 Telma Hjaltalín Þrastar-dóttir 87. með vippu af löngu færi, yfir Sonný í markinu og þaðan í stöng og inn. I Gul spjöld:Guðrún (Breiðabliki) 26. (brot), Dunnigan (Stjörnunni) 36. (brot). I Rauð spjöld: Engin. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Á AKUREYRI Baldvin Kári Magnússon sport@mbl.is Þór/KA gerði FH-ingum afar erfitt fyrir í botnbaráttunni þegar liðin mættust í gær. Leikurinn endaði með 9:1 stórsigri Þór/KA. Akureyrarliðið byrjaði rólega á meðan FH-ingar lágu til baka, en lið Þór/KA er nýkomið frá Belfast þar sem það lék í Meistara- deild Evrópu. Þrátt fyrir rólega byrj- un sáu tvö mörk frá Andreu Mist Pálsdóttir til þess að heimakonur voru 2:0 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik hélt liðið svo sýningu. Þar voru Mar- grét Árnadóttir og Stephany Mayor fremstar í flokki í frábæru Þór/KA- liði. Margrét kom inn á á 56. mínútu og lagði upp tvö mörk ásamt því að skora önnur tvö. Stephany Mayor sýndi gæði sín í gær og gerði þrennu í seinni hálfleik. Þegar Stephany er í stuði eru afar fáir leikmenn sem ráða við hana. Sandra Jessen bætti einnig við marki. FH- ingar náðu inn sárabótarmarki en það skipti litlu. Spilamennskan sem FH sýndi í seinni hálfleik á ekki að sjást í efstu deild. Leikur liðsins gjörsam- lega hrundi og leikmenn Þór/KA þurftu á köflum ekki að hafa fyrir því að komast í færi. Lið FH er fjórum stigum á eftir liðinu í 10. sæti og með töluvert lakari markatölu þegar fjórir leikir eru eftir. Næstu leikir liðsins eru gegn Breiðabliki, Val og Stjörn- unni. Útlitið er því afar svart í Kapla- krika. Þór/KA kemur sér hins vegar tímabundið á topp deildarinnar og sendir skýr skilaboð í titilbaráttunni. Markasúpa í Eyjafirðinum  Engin þreytumerki hjá Þór/KA Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ógnandi Stephany Mayor og Margrét Árnadóttir fóru á kostum. 1:0 Andrea Mist Pálsdóttir 18.Tekur boltann á lofti og skor- ar. 2:0 Andrea Mist Pálsdóttir 39.Snýr á FH-ing og skýtur í fjærhonið. 3:0 Lára Einarsdóttir 48. Skor-ar með skalla eftir horn- spyrnu. 4:0 Stephany Mayor 58. Keyrirupp völlinn og skorar. 5:0 Sandra Jessen 60. Sleppur ígegn eftir sendingu Mar- grétar og skorar. 6:0 Margrét Árnadóttir 61.Með skoti úr teignum eftir samspil við Mayor. 7:0 Stephany Mayor 65. Tókboltann á lofti eftir sendingu frá Margréti. 8:0 Margrét Árnadóttir 71.Aftur eftir samspil við Stephany Mayor. 9:0 Stephany Mayor 87. Skor-aði eftir langa sendingu frá Ágústu. 9:1 Helena Hálfdánardóttir 89.Skoraði með skoti skoti af markteig. I Gul spjöld:Helena Ósk (FH) 53. (brot). MMM Stephany Mayor (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA) MM Sandra María Jessen (Þór/KA) M Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Þórsvöllur, Pepsi-deild kvenna, úrslit, föstudag 17. ágúst 2018. Skilyrði: Skot: Þór/KA 13 (11) – FH 6 (1). Horn: Þór/KA 9 – FH 2. Þór/KA: (3-4-3) Mark: Stephanie Bukovec. Vörn: Arna Sif Ásgríms- dóttir (Ágústa Kristinsdóttir 25), Lillý Rut Hlynsdóttir (Rut Matthíasdóttir 67), Bianca Sierra. Miðja: Hulda Björg Hannesdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Lára Einarsdóttir. Sókn: Hulda Ósk Jónsdóttir (Margrét Árnadóttir 56), Sandra María Jessen, Stephany May- or. FH: (4-5-1) Mark: Aníta Dögg Guð- mundsdóttir. Vörn: Valgerður Ósk Valsdóttir, Andrea Marý Sigurjóns- dóttir, Melkorka K. Pétursdóttir (Birta Stefánsdóttir 57), Megan Buck- ingham. Miðja: Helena Ósk Hálfdán- ardóttir, Guðný Árnadóttir, Halla Mar- inósdóttir (Jasmín Erla Ingadóttir 59), Diljá Ýr Zomers, Eva Núra Abra- hamsdóttir. Sókn: Birta Georgsdóttir. Dómari: Bríet Bragadóttir – 8. Áhorfendur: 324. Þór/KA – FH 9:1 Mjólkurbikar kvenna Úrslitaleikur: Stjarnan – Breiðablik.............................. 1:2 Pepsi-deild kvenna Þór/KA – FH ............................................ 9:1 Valur – ÍBV............................................... 0:1 Staðan: Þór/KA 14 11 2 1 43:8 35 Breiðablik 13 11 1 1 31:8 34 Valur 14 8 2 4 32:13 26 Stjarnan 13 8 1 4 30:22 25 ÍBV 14 5 3 6 18:19 18 Selfoss 14 4 4 6 12:19 16 HK/Víkingur 13 4 1 8 15:29 13 KR 13 4 0 9 16:26 12 Grindavík 14 2 4 8 10:32 10 FH 14 2 0 12 17:48 6 2. deild kvenna Einherji – Tindastóll.................................1:2 Álftanes – F.H.L............. úrslit bárust ekki. Staðan: Tindastóll 12 10 0 2 40:16 30 Augnablik 10 8 0 2 42:9 24 Grótta 12 6 2 4 40:34 20 Völsungur 10 5 1 4 14:14 16 Álftanes 10 4 3 3 28:18 15 Fj./Hött/Leikn. 10 4 2 4 25:27 14 Einherji 11 2 0 9 28:29 6 Hvíti riddarinn 11 0 0 11 3:73 0 2. deild karla Huginn – Völsungur.................................2:1 Nedo Eres 89., Ivan Eres 90. – Travis Nicklaw 60. Tindastóll – Kári...................................... 1:2 Jónas Aron Ólafsson 51. – Alexander Már Þorláksson 30., Andri Júlíusson 40. Staðan: Kári 16 10 1 5 37:34 31 Vestri 15 8 4 3 30:11 28 Völsungur 16 8 4 4 30:23 28 Afturelding 15 7 6 2 38:20 27 Grótta 15 8 3 4 34:20 27 Fjarðabyggð 16 7 5 4 25:22 26 Þróttur V. 16 6 5 5 29:25 23 Víðir 15 4 4 7 19:22 16 Leiknir F. 15 3 6 6 18:25 15 Höttur 15 3 5 7 22:33 14 Tindastóll 16 3 2 11 21:42 11 Huginn 16 2 3 11 14:40 9 4. deild karla A Snæfell – Berserkir.................................. 1:1 4. deild karla C Árborg – Álftanes..................................... 0:1 Holland Groningen – Willem II ............................ 0:1  Kristófer Ingi Kristinsson sat á vara- mannabekk Willem II. Danmörk SönderjyskE – Vendsyssel .................... 2:1  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik- inn fyrir SönderjyskE. Staðan: Köbenhavn 5 4 0 1 12:3 12 AaB 5 4 0 1 5:5 12 Midtjylland 5 3 1 1 9:4 10 Bröndby 5 3 1 1 8:5 10 AGF 5 1 4 0 3:2 7 SonderjyskE 6 2 1 3 6:6 7 Vendsyssel 6 2 1 3 8:11 7 Vejle 5 1 3 1 7:7 6 Randers 5 1 3 1 5:6 6 Nordsjælland 5 1 2 2 5:5 5 Esbjerg 5 1 2 2 8:10 5 Horsens 5 1 2 2 5:8 5 Hobro 5 1 1 3 7:12 4 OB 5 0 1 4 6:10 1 Svíþjóð B-deild: Falkenberg – Halmstad ...........................1:0  Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á eftir 68 mínútur hjá Halmstad en Tryggvi Hrafn Haraldsson sat á varamannabekknum. Tyrkland B-deild: Elazigspor – Boluspor ............................ 1:2  Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik- inn fyrir Elazigspor. KNATTSPYRNA EM U18 karla Leikið í Króatíu, undanúrslit Króatía – Ísland....................................26:30  Ísland leikur til úrslita við Svía en Króat- ía leikur um bronsverðlaun við Dani. HANDBOLTI EM U16 karla B-deild, leikið í Bosníu: Rúmenía-Ísland.....................................59:73  Ísland leikur um 5. sætið í deildinni. EM U16 kvenna A-riðill b-deildar: Leikið í Svartfjallalandi: Svartfjallaland-Ísland...........................58:63 KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.