Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 4

Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 4
Íslensku landsliðin í blaki verða í eld- línunni á morgun þegar tekinn verður upp þráðurinn í annarri umferð und- ankeppni Evrópumótsins. Kvenna- landsliðið tekur á móti landsliði Sló- vena í íþróttahúsinu í Digranesi klukkan 15 og þremur stundum síðar verður flautað til viðureignar karla- liðs Íslands og Moldóvu. Landslið Slóvena vann landslið Ísr- aels, 3:0, í fyrstu umferð á miðviku- daginn á sama tíma og íslenska liðið lá fyrir Belgíu, sem er með langöflug- asta liðið í riðlinum. Mikil endurnýjun hefur orðið á kvennalandsliðinu á síðustu miss- erum og sem dæmi má nefna að fjór- ar konur léku sinn fyrsta landsleik gegn Belgum á dögunum. Lítið er vitað um styrkleika lands- liðs Moldóva sem íslenska karlalands- liðið mætir. Þó er vitað að Moldóvar unnu Svartfellinga, 3:2, á mið- vikudagskvöldið. „Möguleikar okkar liða liggja í heimaleikjunum,“ sagði Stefán Jóhannesson, varaformaður Blaksambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensku landsliðin eru með í undankeppni Evrópumóts í blaki. iben@mbl.is Morgunblaðið/Eggert EM Íslenska landsliðið í blaki mæta liði Moldóvu á morgun í Digranesi. Blaklandsliðin standa í stórræðum í Digranesi Eitt mesta krabbamein í yngriflokkaþjálfun á Íslandi er sigursýki. Margir þjálfarar virð- ast vera með þá ranghugmynd að gæði þjálfunar séu mæld í því hversu marga leiki og bikara viðkomandi vinnur. Ég hef reyndar áreiðanlegar heimildir fyrir því að yfirþjálfari yngriflokkaliðs af höfuðborgar- svæðinu hafi tilkynnt þjálfurum og leikmönnum flokks að frammistaða þeirra yrði metin út frá því í hvaða sæti þeir lentu á keppnistímabilinu. Þetta eru algerlega glórulaus skilaboð. Ímyndið ykkur stöðuna sem hann setur þjálfarann sinn í. Mun þjálfari sem fær þau skila- boð að hann sé metinn út frá því hversu marga leiki hann vinnur leyfa öllum leikmönnum að spila? Mun sá þjálfari þora að spila efnilegum leikmanni sem er tæknilega góður en sein- þroska? Mun sá þjálfari leggja upp leikina með þeim for- sendum að sem flestir bæti sig í fótbolta en ekki bara fljóti maðurinn frammi sem fær allar löngu sendingarnar? Og hvað með leikmanninn? Þorir ungur leikmaður sem fær þau skilaboð að það eina sem skiptir máli sé sigur að taka áhættu í erfiðum stöðum? Er ekki hætta á að sá leikmaður muni alltaf fara auðveldu leiðina og sparka boltanum fram? Eigum við ekki einmitt að hvetja leikmenn til þess að þora að gera erfiða hluti, gera mistök og læra af þeim? Auðvitað skiptir máli að vinna. En það þarf að vinna á réttum forsendum. Það sem skiptir máli er að ungir leikmenn nái framförum en ekki að egó þjálfara sé kitlað. Getum við ekki bara farið að eyða þessu krabbameini sem fyrst? BAKVÖRÐUR Guðjón Þór Ólafsson gudjon@mbl.is KÖRFUBOLTI Guðjón Þór Ólafsson gudjon@mbl.is „Þetta verður skemmtilegt ævin- týri og spennandi verkefni í vet- ur,“ sagði körfuknattleiksmað- urinn Kári Jónsson í samtali við Morgunblaðið, en hann er nýgeng- inn til liðs við spænska stórveldið Barcelona, þar sem hann skrifaði undir eins árs samning. Fréttir af vistaskiptum Kára til Barcelona komu mörgum á óvart enda er það ekki á hverjum degi sem Íslend- ingur gengur til liðs við eitt af öfl- ugustu félögum heims. Ljóst er að verkefnið verður ærið. Barcelona er margfaldur Spánar-og Evr- ópumeistari og Kári þarf að nýta þetta ár vel til þess að sýna sig og sanna. Aðdragandinn að félagsskiptum Kára var ekki langur. Kári sagði að þetta hefði gengið fljótt fyrir sig enda væri erfitt að segja nei þegar lið eins og Barcelona bank- aði á dyrnar: „Þetta gerðist mjög fljótt. Einn daginn var umboðs- maðurinn í sambandið við okkur og sagði að þeir væru að sýna áhuga. Og það leið kannski vika þangað til það kom tilboð og þá fékk maður nokkra daga til umhugsunar.“ Æfir og spilar með Barcelona B Til að byrja með mun Kári æfa og spila með Barcelona B, sem leikur í næstefstu deild á Spáni, en með góðri frammistöðu getur hann fengið tækifæri með aðalliðinu: „Ég verð að æfa og spila með Barcelona B. En ef ég stend mig vel og geri góða hluti er tækifæri á því að vera kallaður upp í aðalliðið og ég er enn á þeim aldri að ég telst ekki sem útlendingur, þannig það er alltaf möguleiki. En til að byrja með og eitthvað inn í tíma- bilið hugsa ég að ég verði með B- liðinu og æfi með því á fullu og spili. Þetta er mjög fínn staður fyr- ir mig og góð deild sem við erum í.“ Umgjörðin allt önnur en heima Æfingar eru hafnar hjá Barce- lona B en Kári mætti á sína fyrstu æfingu daginn eftir að hann lenti í Barcelona. Kári sagði að gæðin og umgjörðin væru allt önnur en heima: „Það er allt önnur gæði á körfuboltanum hér en heima. Þetta minnir mig smá á þegar ég var í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Þá var haldið svakalega vel utan um allt. Það var allt annað bragur á æfingum og allt utanumhald er til fyrirmyndar. Það eru margir þjálfarar og mikið verið að segja manni til.“ Góð auglýsing Spurður hvort hann hafi sett sér einhver markmið áður en hann fór til Spánar segir Kári að stefnan sé á að standa sig vel og skapa sér nafn í körfuboltaheiminum: „Þetta opnar klárlega fleiri glugga og möguleika fyrir næsta ár. Maður þarf að byrja að búa sér til nafn í þessum bransa. Ég er bara spenntur og það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast í ár. Það er erfitt að segja hvernig þetta fer af því að ég er svo nýbyrjaður hérna. En þetta er spennandi verkefni.“ Stefnir á að skapa sér nafn í körfuboltanum  Vel haldið utan um allt hjá stórliði Barcelona að sögn Kára Jónssonar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gegnumbrot Kári Jónsson mun glíma við atvinnumenn á æfingum og í leikjum á Spáni næsta vetur. Kári Jónsson » 21 árs gamall Hafnfirðingur. » Landsliðsmaður í körfu- knattleik og var lykilmaður í U20 ára landsliðinu sem komst í 8 liða úrslit á EM í fyrra. » Gerði á dögunum eins árs samning við Barcelona. » Lék með Haukum en var auk þess eitt tímabil hjá Drexel- háskólanum í Philadelphia. » Var kjörinn efnilegasti leik- maður Íslandsmótsins árið 2016. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir þriðjudaginn 21. ágúst fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 24. ágúst 2018 Heilsa& lífsstíll SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.