Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 2
RYDER
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Keppni Evrópu og Bandaríkjanna um
Ryder-bikarinn í golfi fer fram eftir
rúman mánuð. Kylfingarnir hafa ekki
langan tíma til viðbótar til að vinna sig
inn í liðin, eða um tvær vikur. Tólf
kylfingar skipa hvort lið og í báðum
tilfellum geta átta unnið sig inn í liðin
með árangri sínum á stærstu móta-
röðunum. Fyrirliðar liðanna velja svo
fjóra leikmenn til viðbótar hvor um
sig.
Tiger Woods hefur með spila-
mennsku sinni síðustu vikurnar tekist
að blanda sér í baráttuna um að kom-
ast í bandaríska liðið. Á meðan Woods
var að jafna sig eftir bakaðgerðir var
hann settur í liðsstjórnina hjá liði
Bandaríkjanna. Jim Furyk, fyrirliði
Bandaríkjanna, hefur látið hafa eftir
sér að Woods muni ekki gegna báðum
hlutverkum. Ef hann kemst í liðið sem
leikmaður verður annar fenginn í
teymi Furyks. Sem stendur er Woods
í 11. sæti á Ryder-listanum hjá
Bandaríkjunum. Í ljósi frammistöðu
hans á síðustu tveimur risamótum
ársins, Opna breska og PGA meist-
aramótinu, verður að teljast afar lík-
legt að Woods verði einn fjögurra sem
Furyk velur í liðið.
Önnur bandarísk goðsögn daðrar
við að komast í liðið og það er hinn 48
ára gamli Phil Mickelson. Hann er í
10. sæti listans og vann nokkuð sterkt
mót á fyrri hluta ársins. Líklegt er að
Furyk vilji nýta krafta hans í ljósi
þess að Mickelson hefur spilað vel í ár.
Fari svo setur Mickelson met, en
hann og Sir Nick Faldo hafa oftast
keppt í Ryder-bikarnum, eða ellefu
sinnum. Mickelson yrði hins vegar
ekki sá elsti í sögu keppninnar, en
Raymond Floyd setti met þegar hann
keppti 51 árs fyrir Bandaríkin árið
1993.
Afar vel mannað lið
Fleiri reyndir kylfingar eru fyrir
utan topp átta hjá Bandaríkjunum og
þar má til dæmis nefna Matt Kuchar,
sem er í 13. sæti listans. Næstur því
að komast inn sem stendur er Bryson
DeChambeau. Brooks Koepka er efst-
ur á listanum hjá Bandaríkjamönnum
og kemur ekki á óvart eftir að hafa
sigrað á tveimur risamótum af fjórum
í sumar; Opna bandaríska og PGA
meistaramótinu.
Einhver hefði sagt að valinn maður
væri í hverju rúmi í bandaríska liðinu.
Dustin Johnson og Justin Thomas
skipa ásamt Koepka þrjú efstu sæti
heimslistans. Thomas verður nýliði í
Rydernum. Patrick Reed sigraði á
Masters auk þess sem holukeppnin á
vel við hann. Jordan Spieth hefur lag
á því að spila vel þegar mest er undir,
en segja má að lifnað hafi yfir banda-
ríska liðinu þegar þeir Reed og Spieth
komust í liðið fyrir fjórum árum.
Rickie Fowler er hæfileikaríkur en
hann og Bubba Watson státa hins
vegar ekki af góðum árangri í leikjum
AFP
Hress Gamalt bros tók sig upp hjá Tiger Woods í sumar.
Tiger Woods nærri
því að komast í liðið
Stórstjörnur utan þeirra átta efstu á listum Ryder-liðanna Ræðst á næstu
tveimur vikum hverjir vinna sig inn í liðin Mickelson gæti sett met
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
KNATTSPYRNA
Inkasso-deild kvenna
ÍR - Haukar................................................2:0
Shaneka Gordon 11., Hanna M. Barker 56.
Staðan:
Fylkir 13 12 0 1 44:5 36
Keflavík 14 11 1 2 41:13 34
ÍA 14 9 1 4 39:23 28
Þróttur R. 14 7 2 5 30:16 23
Haukar 15 7 1 7 29:23 22
ÍR 15 5 2 8 22:29 17
Aftureld/Fram 13 3 5 5 15:19 14
Fjölnir 14 4 0 10 18:29 12
Hamrarnir 14 3 3 8 15:33 12
Sindri 14 1 1 12 9:72 4
3. deild karla:
Dalvík/Reynir – Einherji..........................1:1
Staðan:
Dalvík/Reynir 15 9 4 2 25:12 31
KH 14 7 3 4 25:17 24
KFG 14 7 2 5 32:25 23
KF 14 7 1 6 22:18 22
Einherji 15 7 1 7 25:28 22
Vængir Júpíters 14 6 2 6 23:23 20
Augnablik 14 6 2 6 23:33 20
KV 14 5 4 5 23:20 19
Ægir 14 3 2 9 15:24 11
Sindri 14 3 1 10 17:30 10
4. deild karla C
Kóngarnir – Afríka....................................7:2
England
B-deild karla:
Aston Villa – Brentford ...........................2:2
Birkir Bjarnason sat allan leikinn á vara-
mannabekk Aston Villa.
Blackburn – Reading ...............................2:2
Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn og
skoraði bæði mörk Reading.
Norwich City – Preston............................2:0
Sheffield Wednesday – Millwall ..............2:1
Bolton – Birmingham ...............................1:0
Stoke – Wigan............................................0:3
Staða efstu liða:
Leeds 4 3 1 0 11:4 10
Middlesbro 4 3 1 0 8:2 10
Bolton 4 3 1 0 6:3 10
Brentford 4 2 2 0 10:4 8
Aston Villa 4 2 2 0 9:6 8
Swansea 4 2 2 0 5:3 8
WBA 4 2 1 1 13:7 7
Wigan 4 2 1 1 10:7 7
Blackburn 4 1 3 0 5:4 6
Nottingham F. 4 1 3 0 5:4 6
Derby 4 2 0 2 6:7 6
Meistardeild Evrópu
Undankeppni, fyrri leikir:
Young Boys –Dinamo Zagreb..................1:1
MOL Vidi – AEK Aþena...........................1:2
Ajax –Dynamo Kiev ..................................3:1
Noregur
Bikarkeppni kvenna, 8 liða úrslit:
Röa – Arna-Björnar.........................9:8 (1:1)
Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eina
mark Röa í venjulegum leiktíma. Henni var
skipt úr af í upphafi framlengingar.
Lilleström – Vålerenga............................4:1
Sigríður Lára Garðarsdóttir kom inn á
hjá Lilleström á 90. mínútu.
Svíþjóð
Bikarkeppni karla, 8 liða úrslit:
Rosengård – Landskrona ........................2:0
Alfons Sampsted var í byrjunarliði
Landskrona.
Eskilsminne – Helsingborg.....................1:0
Andri Rúnar Bjarnason kom inn á á 65.
mínútu hjá Helsingborg.
Sävedalen - Halmstad ..............................0:2
Höskuldur Gunnlaugsson og Tryggvi
Hrafn Haraldsson voru báðir í byrjunarliði
Halmstad.
Danmörk
B-deild karla:
Fremad Amager – Roskilde....................1:1
Frederik Schram stóð í marki Roskilde.
Silkeborg – Viborg...................................2:3
Ingvar Jónsson stóð í marki Viborg.
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Þórsvöllur: Þór – Magni ............................18
Njarðtaksvöllurinn: Njarðvík – ÍR...........18
Ásvellir: Haukar – Fram ......................18.30
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Akraneshöllin: ÍA – Fylkir ........................18
Eimskipsv. : Þróttur R. – Aft./Fram ...19.15
2. deild kvenna:
Húsavíkurvöllur: Völsungur – Einherji ...18
Fífan: Augnablik – Álftanes ......................18
3. deild karla:
Valsvöllur: KH – Vængir Júpíters.......18.30
Fífan: Augnablik – KFG.......................20.15
4. deild karla:
Europcavöllurinn: Reynir S. – Elliði ........18
Framvöllur: Úlfarnir – SR ...................18.30
Varmárvöllur: Hvíti riddarinn – Mídas....20
Hertz-völlurinn: Léttir – ÍH ................18.30
Vivaldivöllurinn: Kría – Vatnaliljur..........20
HANDKNATTLEIKUR
Hafnarfjarðarmót karla:
Schenker-höllin: FH – Valur.....................18
Schenker-höllin: Haukar – Selfoss ...........20
Í KVÖLD!
HM 2019
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu er í þeirri frábæru stöðu að
geta tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn
laugardaginn 1. september. Miklar
ljónynjur standa hins vegar í veginum;
áttfaldir Evrópu-, tvöfaldir heims- og
ríkjandi Ólympíumeistarar Þýska-
lands. Fyrirliði þýska liðsins og ein
besta knattspyrnukona heims, Dzseni-
fer Marozsán, er þó ekki í leik-
mannahópnum sem þjálfarinn Horst
Hrubesch valdi í gær, fyrir Íslandsför.
Vinni Ísland sigur í leiknum er liðið
öruggt um efsta sæti 5. riðils í undan-
keppni HM og þar með farseðil í loka-
keppnina í Frakklandi næsta sumar.
Ísland vann frækilegan 3:2-sigur á
Þjóðverjum ytra í fyrrahaust. Geri lið-
in jafntefli þarf Ísland að vinna Tékk-
land í lokaumferð riðlakeppninnar til
að enda í 1. sæti, því slá má því föstu að
Þýskaland vinni Færeyjar í sínum
lokaleik. Tapi Ísland gegn Þýskalandi
er hugsanlegt að liðið gæti komist í
HM-umspil með sigri á Tékklandi.
Freyr Alexandersson valdi íslenska
landsliðshópinn í byrjun vikunnar.
Kollegi hans hjá Þýskalandi, Hrub-
esch, fékk ákveðið forskot við val á sín-
um hópi því hann kallaði leikmenn
saman í æfingabúðir í bænum Harse-
winkel um miðjan þennan mánuð og
gat þar metið ástand þeirra. Af 22 leik-
mönnum sem hann svo valdi fyrir leik-
ina við Ísland og Færeyjar leika allar
nema ein í þýsku 1. deildinni og sú leik-
ur einnig í vetrardeild, þeirri frönsku.
Hrubesch var ráðinn tímabundið til
að taka við þýska liðinu eftir að Steffi
Jones var rekin í mars síðastliðnum.
Martina Voss-Tecklenburg, sem Ís-
lendingar ættu að þekkja eftir erfiðar
rimmur við Sviss síðustu ár, tekur svo
við Þýskalandi eftir undankeppni HM.
Hrubesch er 67 ára gamall og á langan
þjálfaraferil að baki í karlaknatt-
spyrnu, þar sem hann stýrði meðal
annars yngri landsliðum Þýskalands
og kom Þjóðverjum í úrslitaleik Ól-
ympíuleikanna 2016. Á tíma sínum
sem leikmaður varð Hrubesch meðal
annars Evrópumeistari með Vestur-
Þýskalandi árið 1980. Var hann kall-
aður „skallaskrímslið“ vegna færni
sinnar í að skora skallamörk.
Hrubesch valdi tvo nýliða í gær,
þær Nicole Rolser úr Bayern
München og Maximiliane Rall úr Hof-
fenheim. Í hópnum eru meðal annarra
sex samherjar Söru Bjarkar Gunnars-
dóttur úr silfurliði Meistaradeildar
Evrópu síðasta vor, Wolfsburg. Þar
ber nafn markahróksins Alexöndru
Popp hæst. Hrubesch er kokhraustur
varðandi möguleika Þjóðverja á að ná á
HM:
„Leikmennirnir eru vel meðvitaðir
um það við hverju má búast frá ís-
lenska liðinu og að þeir verða að gera
betur en í fyrri leiknum. Við höfum
verið á réttri braut eins og sást með
sigri okkar á Kanada í júní, eftir að við
lentum undir. Lið okkar hefur gæðin til
þess að komast á HM og ég er viss um
að leikmenn munu sýna þau í leiknum
við Ísland,“ sagði Hrubesch eftir að
hafa tilkynnt lið sitt í gær.
Þýskaland er vitaskuld með afar
sterkan leikmannahóp og talsvert
sigurstranglegra en Ísland, en þó ekki
það yfirburðalið sem réði ríkjum í Evr-
ópu svo lengi. Í hópinn núna vantar svo
eins og fyrr segir Dzsenifer Marozsán,
miðjumann Lyon og konuna sem meðal
annars tryggði Þýskalandi Ólympíu-
meistaratitilinn 2016, auk Hasret Kay-
ikci úr Freiburg, Kathrin Hendrich og
Simone Laudehr úr Bayern München,
og Lenu Petermann úr Turbine Pots-
dam. Þær fjórar síðastnefndu eru
meiddar en Marozsán er að jafna sig
eftir að hafa greinst með blóðtappa í
lungum í síðasta mánuði. Leikmanna-
hóp Þýskalands í heild má finna á
mbl.is/sport/fotbolti.
Lungu stöðva Marozsán
„Skallaskrímslið“ hefur valið leikmannahóp Þýskalands fyrir „úrslitaleikinn“ við
Ísland á Laugardalsvelli Sex samherjar Söru Bjarkar Fyrirliðinn ekki með
AFP
Kiev Sara Björk Gunnarsdóttir og Dzsenifer Marozsán í úrslitaleik Meistara-
deildarinnar í vor. Sara hefur náð sér af meiðslum en Marozsán er úr leik.