Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 3
sínum í keppninni til þessa. Webb
Simpson er í 8. sæti hjá Bandaríkja-
mönnum, en hann sigraði á Players í
vor og hefur rétt sinn feril af á árinu.
Hversu margir Spánverjar?
Ítalinn Francesco Molinari toppar
listann hjá evrópska liðinu eftir sigur-
inn á Opna breska. Ólympíu-
meistarinn Justin Rose er næstur en
sá þriðji er ekki þekktasta nafnið í
íþróttinni: Tyrrell Hatton. Þessi 26
ára gamli Englendingur hefur sýnt
styrk sinn í sumar og var á topp tíu
bæði á Opna bandaríska og PGA
meistaramótinu.
Listinn yfir þá átta sem vinna sig
inn í lið Evrópu er settur saman úr
fjórum efstu á peningalista Evr-
ópumótaraðarinnar auk fjögurra
efstu Evrópubúanna á heimslistanum.
Í evrópska liðinu eru tveir kylfingar
sem verið hafa á mikilli uppleið frá því
síðast var keppt um bikarinn, en það
eru Spánverjinn Jon Rahm og Eng-
lendingurinn Tommy Fleetwood.
Verða margir spenntir að sjá þá í
keppninni um Ryderinn, en evrópska
liðið hefur afskaplega góða reynslu af
Spánverjum. Annar Spánverji er í 9.
sæti listans, en það er Rafa Cabrera-
Bello.
Norðurlandabúar eru í 7. og 8. sæti
listans. Annars vegar er Svíinn Alex
Noren sem var mjög öflugur fyrri
hluta árs og hins vegar Daninn Thor-
bjørn Olesen. Sá danski spilaði sig inn
í hóp átta efstu með góðri frammi-
stöðu á Evrópumótaröðinni í síðustu
viku, en Birgir Leifur Hafþórsson var
á meðal keppenda á því móti. Sá
þekktasti í liði Evrópu er Norður-
Írinn Rory McIlroy, sem er nú í 6.
sæti listans.
Garcia og Stenson líklegir
Daninn Thomas Bjørn er fyrirliði
Evrópu í keppninni að þessu sinni.
Eins og sakir standa eru snjallir og
reyndir kylfingar utan átta efstu. Þar
hrópa tvö nöfn mest á mann, en það
eru Spánverjinn Sergio Garcia og Sví-
inn Henrik Stenson. Björn mun varla
horfa framhjá þeim í vali sínu enda
fjögur sæti laus. Garcia á frábæran
feril í Rydernum og Stenson nýtur
mikillar virðingar eftir flottan feril.
Englendingar eru spenntir fyrir því
að Ian Poulter eigi möguleika eftir
gott ár á golfvellinum. Þessum litríka
kylfingi hefur gengið vel í Ryder-
bikarnum og fyrirkomulagið virðist
eiga einkar vel við hann. Poulter er í
12. sæti listans sem stendur og kemur
sjálfsagt til greina hjá Björn. Þá gæti
hinn 41 árs gamli Paul Casey einnig
komið til greina, en hann hefur ekki
keppt í Ryder-bikarnum í áratug.
AFP
Góðir Spánverjinn Jon Rahm og Englendingurinn Justin Rose verða í stórum hlutverkum í liði Evrópu í keppninni um Ryder-bikarinn í Frakklandi.
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Svava Rós Guðmundsdóttir
skoraði mikilvægt mark fyrir
Röa í gærkvöld þegar liðið sló
Arna-Björnar út í 8 liða úrslitum
norsku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu. Svava, sem er í íslenska
landsliðshópnum fyrir komandi
leiki við Þýskaland og Tékk-
land, skoraði eina mark Röa í
venjulegum leiktíma en liðið
vann að lokum eftir víta-
spyrnukeppni, samtals 9:8.
Önnur landsliðskona, Sigríður Lára Garðars-
dóttir, lék í lokin á 4:1-sigri síns nýja liðs Lille-
ström gegn Vålerenga í sömu keppni.
Svava Rós
Guðmundsdóttir
Tvær í undanúrslit
Björgvin Páll Gústavsson,
Tandri Már Konráðsson og sam-
herjar þeirra í danska meistara-
liðinu Skjern féllu óvænt úr leik í
16 liða úrslitum dönsku bik-
arkeppninnar í gærkvöldi.
Skjern tapaði fyrir Skander-
borg, 28:26, í Skanderborg á Jót-
landi í jöfnum og spennandi leik.
Heimamenn voru marki yfir í
hálfleik, 14:13.
Tandri Már skoraði ekki mark
í leiknum en það gerði hins vegar Björgvin Páll þótt
það dygði skammt. Hann varði einnig eitt vítakast í
fyrri hálfleik. iben@mbl.is
Björgvin Páll
Gústavsson
Meistararnir úr leik
Guðjón Valur Sigurðsson hóf
keppnistímabilið í Þýskalandi
með glæsibrag þegar hann var
markahæstur leikmanna Rhein-
Neckar Löwen með níu mörk
þegar liðið fagnaði sigri í Meist-
arakeppninni. Löwen, sem er
ríkjandi bikarmeistari, vann þá
meistaralið síðasta árs, Flens-
burg, 33:26, eftir að hafa verið
tveimur mörkum yfir að loknum
fyrri hálfleik, 18:16. Löwen var
með yfirhöndina í leiknum frá upphafi.
Alexander Petersson lék einnig vel fyrir Löwen.
Hann skoraði fimm mörk, öll í fyrri hálfleik.
Guðjón skoraði níu
Guðjón Valur
Sigurðsson
Mikið verður í húfi á Grafarholtsvelli næstu þrjá
daga þegar tímabilinu í Eimskipsmótaröðinni í golfi
lýkur með Securitas-mótinu, þar sem keppt verður
um GR-bikarinn en ekki síður stigameistaratitlana í
karla- og kvennaflokki. Atvinnukylfingar eiga auk
þess möguleika á að yfirgefa Grafarholtið á laugar-
dag 750.000 krónum ríkari, eftir 54 holu höggleik.
Á meðal keppenda á mótinu eru Axel Bóasson,
nýkrýndur Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni,
og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem líkt og Axel
landaði Íslandsmeistaratitli í sumar, sem og at-
vinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson og Guð-
mundur Ágúst Kristjánsson.
Atvinnukylfingar hafa að meiru að keppa hvað
verðlaunafé varðar. Fyrir að landa GR-bikarnum
fær atvinnumaður 250.000 krónur, og fyrir að enda í
1. sæti stigalista mótaraðarinnar fær atvinnumaður
500.000. Verði áhugakylfingur efstur, á mótinu eða í
stigakeppninni, fær hann 70.000 krónur, 40.000
krónur fást fyrir 2. sæti og 20.000 fyrir 3. sæti.
Kylfingum hefur verið raðað upp á lista í sam-
ræmi við þann stigafjölda sem þeir hafa safnað á
keppnistímabilinu, sem hófst í fyrrahaust. Níu karl-
ar eiga enn tæknilega möguleika á að enda í efsta
sæti stigalistans en 3.000 stig fást fyrir að vinna
Securitas-mótið. Axel er efstur í karlaflokki fyrir
mótið, með 4.000 stig eftir umreiknun, en Kristján
Þór Einarsson kemur næstur með 3.600 stig. Birgir
Björn Magnússon er þriðji en er ekki á þátttak-
endalista mótsins, og næstir koma svo Andri Már
Óskarsson (2.880 stig), Henning Darri Þórðarson
(2.560 stig) og Rúnar Arnórsson (2.240).
Guðrún Brá er efst kvenna með 4.000 stig eftir
umreiknun. Saga Traustadóttir kemur næst en er
ekki með, og Anna Sólveig Snorradóttir er þriðja
með 3.200 stig. Anna Sólveig myndi því landa stiga-
meistaratitli með sigri í Grafarholtinu því 2.100 stig
fást fyrir 2. sæti en 3.000 fyrir 1. sæti. Hulda Clara
Gestsdóttir (2.880 stig), Ragnhildur Kristinsdóttir
(2.560) og Helga Kristín Einarsdóttir (2.240) eiga
einnig raunhæfa möguleika á stigameistaratitlinum.
sindris@mbl.is
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Meistari Guðrún Brá Björgvinsdóttir landaði
Íslandsmeistaratitlinum í Eyjum í sumar.
Lokauppgjörið
Titlar og 750.000 krónur í boði á Grafarholtsvelli
Marija Radojicic hefur skrifað undir
nýjan tveggja ára samning við knatt-
spyrnudeild Fylkis. Radojicic, sem er
serbneskur landsliðsmaður og fædd
árið 1992, kom til Fylkis fyrir tímabilið
og hefur skorað 12 mörk í 20 leikjum
fyrir félagið. Hún hefur þótt passa vel
inn í hópinn og er almenn ánægja með
hana í Árbænum.
Gunnar Steinn
Jónsson og Rúnar
Kárason léku í
fyrrakvöld í fyrsta
sinn með Ribe
Esbjerg í opinberri
keppni eftir að
þeir gengu til liðs
við félagið í sumar.
Ribe Esbjerg tap-
aði þá fyrir Holstebro, 36:25, á heima-
velli í 16 liða úrslitum dönsku bikar-
keppninnar í handknattleik. Gunnar
Steinn skoraði fjögur mörk í leiknum
og Rúnar tvö. Vignir Svavarsson skor-
aði ekki mark fyrir Holstebro.
Handknattleiksdeild Selfoss hefur
samið við örvhenta, danska horna-
manninn Söru Boye en hún spilaði áð-
ur í Danmörku með liðinu HIH Herning
Ikast Håndbold.
Morten Beck, bakvörður KR í knatt-
spyrnu, er með slitið krossband í hné
og verður því frá keppni næstu 6-9
mánuðina. Þetta staðfesti Rúnar
Kristinsson, þjálfari KR, við 433.is.
Angelika Kowalska hefur gengið til
liðs við Snæfell og mun spila
með liðinu í úrvalsdeild
kvenna í körfuknattleik á
næstu leiktíð. Þetta
staðfesti félagið á
heimasíðu sinni í
gær. Kowalska er
26 ára gamall
framherji frá Pól-
landi sem á að baki
landsleiki fyrir yngri
landslið Pólverja.Hún
spilaði í Frakklandi á
síðustu leiktíð.
Eitt
ogannað
Þýskaland
Meistarakeppni karla:
Flensburg – Rhein-Neckar Löwen ....26:33
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk
fyrir Löwen og Alexander Petersson 5.
Danmörk
Bikarkeppnin, 16 liða úrslit:
Skanderborg – Nyk..............................21:26
Steinunn Hansdóttir skoraði ekki mark
fyrir Skanderborg.
Aarhus United – Silkeborg-Voel........29:31
Birna Berg Haraldsdóttir lék ekki með
Aarhus vegna meiðsla.
Ajax – Herning Ikast ...........................17:20
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 3 mörk
fyrir Ajax.
Hadsten – Esbjerg................................16:37
Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék ekki með
Esbjerg að þessu sinni.
Skanderborg – Skjern .........................28:26
Tandri Már Konráðsson skoraði ekki
fyrir Skjern. Björgvin Páll Gústavsson er
markvörður Skjern. Hann skoraði 1 mark.
Asíumeistaramótið
Milliriðill 1:
Japan – Írak ..........................................27:24
Dagur Sigurðsson þjálfar lið Japan.
Staðan: Katar 4 stig, Japan 3, Sádi-
Arabía 1, Írak 0.
Milliriðill 2:
Suður-Kórea – Barein .........................25:27
Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein.
Staðan: Barein 4 stig, S-Kórea 2, Íran 2,
Hong Kong 0.
HANDBOLTI