Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Ég kalla það gott ef Freyr Alex- andersson, þjálfari kvennalands- liðsins í knattspyrnu, er ekki kominn á stóran valíumskammt eftir öll áföllin sem dunið hafa á landsliðskonunum síðasta eina og hálfa árið eða svo. Eftir allt sem á undan er gengið er Freyr væntanlega farinn að byrja hvern dag á því að spyrja sig hvaða hamfarafréttir honum verði færðar þann daginn. Nú síðast mátti hann horfa upp á Hörpu Þorsteinsdóttur slíta krossband, korteri fyrir leikina mikilvægu um það hvort Ísland komist á HM í fyrsta skipti. Mig minnir að snemma á síð- asta ári hafi staðan á landsliðs- konunum verið býsna góð þegar nokkrir mánuðir voru í að liðið spilaði á EM í Hollandi. Líklega byrjuðu hamfarirnar þegar rúm- lega 100 landsleikja konan Dóra María Lárusdóttir sleit kross- band á Algarve. Þegar nær dró EM hlaut önnur rúmlega 100 landsleikja kona, Margrét Lára Viðarsdóttir, sömu örlög. Þannig fór einnig fyrir Elísu Viðarsdóttur og Mist Edvardsdóttur. Íslandi tókst engu að síður að vinna stórveldið Þýskaland á úti- velli síðasta haust og er það ágæt áminning um að maður kemur í manns stað. En Freyr átti eftir að fá fleiri taugatrekkjandi tíðindi. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir ákváðu að fjölga mannkyninu. Elín Metta Jensen missti töluvert úr í vetur, Fanndís Friðriksdóttir var af og til í nárameiðslum og Sigríður Lára Garðarsdóttir fékk liðagigt. Til að toppa álagið á taugakerfið hjá Frey hneig fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir niður í úr- slitaleik Meistaradeildarinnar. Þær sem hér voru nefndar hafa nokkrar náð heilsu eins og Sara og eru til í slaginn, sem betur fer. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is 14. UMFERÐ Kristján Jónsson kris@mbl.is Margrét Árnadóttir kom mikið við sögu þegar Þór/KA rótburstaði FH 9:1 í 14. umferð Pepsi- deildarinnar í knattspyrnu. Ís- landsmeistararnir voru því snögg- ir að rétta úr kútnum eftir óvænt tap fyrir KR en úr því sem komið er virðist baráttan um sigurinn á Íslandsmótinu standa á milli Breiðabliks og Þórs/KA. Margrét fékk MMM í blaðinu fyrir frammistöðu sína gegn FH og Morgunblaðið tók hana tali um leið og lið umferðarinnar er birt venju samkvæmt. Ekki verður sagt að Margrét hafi látið tímann fara til spillis gegn FH. Hún var varamaður en kom inn á eftir 56 mínútur. Á þeim tíma sem eftir var af leiknum skoraði hún tvíveg- is og lagði upp önnur tvö mörk. „Jú, það má orða það þannig að mínúturnar hafi nýst vel. Þetta er klárlega besta innkoma mín síðan ég byrjaði í Þór/KA. Ég er því mjög ánægð með þetta,“ sagði Margrét þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar. Hún var þá nýfarin í skólaferðalag með bekkj- arsystkinum sínum úr Mennta- skólanum á Akureyri. Missir Mar- grét af næsta leik liðsins, gegn Selfossi, af þeim sökum en verður mætt til leiks á ný þegar síðustu tvær umferðir deildarinnar eru á dagskrá eftir landsleikjahlé. Förin til Belfast til góðs Margrét segir drifkraftinn hafa verið til staðar í liði Akureyringa gegn FH-ingum og hvergi var slakað á þótt forskotið væri orðið álitlegt. „Við mættum í þennan leik til að vinna. Við héldum alltaf áfram og vildum fleiri mörk. Við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru og þetta var bara byrjunin. Leikirnir gegn FH hafa yfirleitt verið erfiðir og ég bjóst alls ekki við þessari niðurstöðu. Ég átti von á hörkuleik því FH er með fínt lið þótt stigataflan segi annað,“ útskýrði Margrét og segir ferðina til Belfast hafa gert liðinu afskaplega gott. Þar spilaði Þór/KA þrjá Evr- ópuleiki með góðum árangri og vann sér sæti í 32 liða úrslit keppninnar. Þreytumerkin voru hins vegar víðs fjarri við heim- komu, eins og Hafnfirðingar fengu að kenna á. „Það var engin þreyta í liðinu og ég held að Evr- ópuleikirnir hafi gefið okkur auka- kraft og aukið sjálfstraust, sem er jákvætt. Ferðin þjappaði leik- mannahópnum vel saman innan vallar sem utan.“ Tvö lið skera sig úr Spurð hvernig hún sjái fyrir sér að toppbaráttan muni þróast segir Margrét það liggja nokkuð ljóst fyrir að baráttan sé á milli tveggja liða. Mjög athyglisverðir leikir eru eftir, en Breiðablik og Þór/KA eiga eftir að mætast í Kópavog- inum. Þá eiga bæði liðin eftir að mæta Val, sem er vel mannað lið og ef til vil sært eftir vonbrigðin undanfarnar vikur. Auk þess á Þór/KA eftir að heimsækja Stjörn- una í Garðabæinn. „Við ætlum að fara í alla leiki til að vinna þá enda kemur ekkert annað til greina en að vinna þá leiki sem eftir eru. Við og Breiða- blik höfum skilið önnur lið svolítið eftir og baráttan um titilinn verð- ur á milli okkar. Liðið sem hefur meiri löngun í sigurinn og heldur einbeitingu mun vinna deildina. Reynslan hjálpar alltaf í svona stöðu og við vitum hvað þarf til eftir sigurinn í fyrra,“ benti Mar- grét á. Margrét og Mayor ná vel saman Margrét er 19 ára gömul og hefur skorað fjögur mörk fyrir Þór/KA í efstu deild. Sam- keppnin um stöður í framlínunni hjá Þór/KA er mikil. Mexíkaninn Stephany Mayor og landsliðs- konan Sandra María Jessen eiga þar nokkuð fast sæti en auk þeirra hafa bæði Margrét og Hulda Ósk Jónsdóttir látið að sér kveða í sumar. Mayor var kjörin besti leikmaður Íslands- mótsins í fyrra, en hún og Mar- grét þykja ná vel saman á vell- inum. „Það er geggjað að spila með henni en einnig Söndru og Huldu. Ég og Stephany náum mjög vel saman á vellinum. Þar hefur myndast einhver tenging,“ sagði Margrét enn fremur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Lið umferðarinnar 14. umferð í Pepsi-deild kvenna 2018 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Einkunnagjöfin 2018 Þessir eru með flest M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefið er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 14 Cloé Lacasse, ÍBV 13 Elín Metta Jensen, Val 13 Lára Kristín Pedersen, Stjörnunni 13 Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 10 Allyson Haran, Selfossi 10 Ariana Calderón, Þór/KA 9 Fatma Kara, HK/Víkingi 9 Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 9 Stephany Mayor, Þór/KA 9 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA 8 Crystal Thomas, Val 8 Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki og HK/Vík. 8 Katrín Ómarsdóttir, KR 8 Magdalena Anna Reimus, Selfossi 8 Sandra María Jessen, Þór/KA 8 Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki 8 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 14 Stephany Mayor, Þór/KA 13 Sandra María Jessen, Þór/KA 12 Elín Metta Jensen, Val 11 Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 8 Telma Hjaltalín Þrastardóttir, Breiðabliki 7 Rio Hardy, Grindavík 7 Markahæstar Þór/KA 72 Breiðablik 62 Valur 58 ÍBV 56 Stjarnan 56 Selfoss 51 HK/Víkingur 50 KR 41 Grindavík 38 FH 30 Lið: Leikmenn: Thelma Björk Einarsdóttir, Val 8 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Stjörnunni 8 3-5-2 Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir ÍBV Stephany Mayor Þór/KA Linda Eshun Grindavík Kristín Dís Árnadóttir Breiðabliki Allyson Haran Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir Stjörnunni Hildur Antonsdóttir Breiðabliki Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir Stjörnunni Margrét Árnadóttir Þór/KA Rut Kristjánsdóttir ÍBV Lára Kristín Pedersen Stjörnunni 2 2 2 3 3 5 4 Leikirnir í Belfast gáfu liðinu aukið sjálfstraust  Margrét Árnadóttir skoraði tvívegis og lagði upp tvö mörk gegn FH Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stoðsending Margrét Árnadóttir leggur hér upp mark líkt og hún gerði tvívegis gegn FH á dögunum. „Ég verð ekki með í fyrstu leikjun- um en stefni á að vera með fljótlega. Ég er hægt ogð rólega að auka álag- ið,“ sagði Rut Arnfjörð Jóns- dóttir, landsliðs- kona í handknatt- leik og leikmaður danska úrvals- deildarliðsins Esbjerg, í gær. Rut er að ná sér hægt og bítandi af stað á nýjan leik eftir að hafa verið frá keppni á síðustu leiktíð. Rut fæddi son í lok febrúar á þessu ári. Faðir drengsins er Ólafur Gústafsson, landsliðsmað- ur í handknattleik, leikmaður Kold- ing og sambýlismaður Rutar. „Það er gaman að vera byrjuð í handboltanum af fullum krafti á nýj- an leik þótt ég ekki alveg á sama stað og fyrir meðgöngu. En formið kem- ur hægt og rólega,“ sagði Rut enn- fremur. Esbjerg lék til úrslita um danska meistaratitilinn í vor en tapaði fyrir Viborg í úrslitum. „Við verðum spennandi lið. Bæði hafa komið nokkrar góðar til liðs við okkur og aðrar komnar til baka eftir meiðsli og fæðingarorlof,“ sagði Rut Arn- fjörð Jónsdóttir handknattleikskona við Morgunblaðið. iben@mbl.is Gaman að vera byrjuð á nýjan leik Rut Arnfjörð Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.