Spanska flugan - 05.04.1920, Page 2
2
Öllum þessum farþegum, hvort sem þeir hafa veikst eður eigi
verður leyfð heimför að enduðum sóttvarnartímanum, en þeim er
stranglega bannað að hafa nokkur mök við annað fólk eða koma
undir bert loft i 300 daga. pá hefir og sóttvamamefndin símað til
Kaupmannahafnar, Leith og Glasgow og spurst fyrir um hvort
„spanska“ veikin í bæjum þessum sé sú sama og gengur hér í Reykja-
vík, en fékk það svar, að nokkra sjúklinga yrði að senda sem sýnis-
hom. Sóttvarnamefndin hefir nú til íhugunar hvort eigi skuli senda
auka gufuskip utan rhcð nokkra sjúklinga.
Til að fullvissa mig um að allrar varúðar yrði gætt við flutning
sjúklinganna í land, gat ritari þess, að þegar hinir fyrstu sjúklingar
voru fluttir i sóttvarnarhúsið, hefði einn þeirra verið þvi nær kafn-
aður og hefði slegið lokð af kstunni, en lögregluþjónn sá, er sjá átti
um flutning sjúklinganna, tók samstundis sjúklinginn í hnakka-
drambið og deyf honum niður í sjóinn sem svaraði 15 mínútum
og sagði því næst brosandi: Eg skal kenna þessum þrjótum að
hafa hægt um sig. Og eftir vatnsskírn þessa hygg eg að líkamshiti
þess arna sé kominn í samt lag.
Sóttvarnarnefndin hefir lengi velt þvi fyrir sér og kynt sér hversu
veikin hafi komið upp á íslandi og eftir nánari rannsókn og íhugun
komist að þeirri niðurstöðu að sóttvamarlæknirinn hafi borið veik-
ina með sér frá landi, því óðar en hann hafði yfirgefið skipið og Thor-
oddsen læknir tók við eftirlitinu á skipinu urðu allir heilbrigð-
ir og engir nýir veiktust.
Smávegis.
A. : Hvess vegna er Guðmundur Hannesson sköllóttur?
B. : Hann hugsar svo mikið.
A.: Hvers vegna er Ólafur Friðriksson ekki sköllóttur?
Ábyrgðarmaður: pÓRÐUR JÓNSSON.
FélagsprentsmiSjan.