Stjarnan - 01.02.1920, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.02.1920, Blaðsíða 10
26 STJARN'AN Eftir C. L. Taylor ANNA RKAPITULINN Einn góðan vcðurdag í maí mánuði sigldi gufuskipið “Yokohama” út um Golden Gate (hafnarmynnið í SanFran- siseo) á leið til Melboume, og á þessu skipi var Haraldur Wilson háseti. pað var þó ekki glaður dagur fyrir Harald, þrátt fyrír það að hann virtist vera kærulaus, varð honum viðkvæmt um hjartaræturnar þegar æskudraumarnir runnu honum til hugar. Meðan hið mikla gufuskip brunaði áfram yfir hafið, knúið af hinum sterku skrúfum, og strendur ættjarðarinnar hurfu bak við sjóndeildarhringinn, fór Haraldur smán saman að hugsa út í það hv.að hann eiginlega skuldaði móður sinni. Honum var ómögulegt að gjöra sér grein fyrír þessu, en núna þegar hann ekki var í nærveru hennar fór hann að skoða hana dálítið öðruvísi en hann hingað t.il hafði gjört. Hún hafði ætíð sýnt honum svo mikla gæzku og umhyggju, að hefði hann getað gengið á kjölfari skipsins, myndi hann með gleði hafa stokkið; yfirborð og lagt af stað heimleiðis. pcssi itilfinning var þó aðeins ríkj- andi um stundar sakir, en hún sýndi að móðirin hafði enn áhrif á son sinn. Og það var þessi viðkvæma tilfinning, sem að lokuin varð verkfærið í Guðs hendi til að koma þessum syni til að hugsa öðruvísi og taka sinnaskiftum. Honum vöknaði um augun, en hann flýtti sér að þer.ra tárin af og gjörði sér far um að drekkja öllum endurminn-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.