Stjarnan - 01.02.1920, Síða 11

Stjarnan - 01.02.1920, Síða 11
STJARNAN 27 ingum um bænir móðurinnar og hennar viðkvæma umhyggju fyrir hinni eilífu velferð: hans- Skipshöfnin á “Yokohama” var blendingur af margra þjóða mönnum og hér um bil allir voru þeir drykkju- menn, sem bölvuðu öllu og lifðu svall- sömu lífi, og Haraldur varð fljótt góður stallbróðir þeirra. En hvað var nú þetta? Haraldur var búinn að opna kistu sína til að ná í föt,‘sem hann þurfti með, þegar bögg- ull féll út af þeim og datt í gólfið. “pennan böggul hefi eg ekki séð fyr” hrópaði hann um leið og hann reif um- búðirnar frá. “Biblía! Og mamma hélt' að eg væri svo mikill fábjáni að eg myndi þola annað eins og þettað ! En hvað bókin er nú skrautleg! Hvað skyldi hún hafa kostað ? þrá+t, fyrir allt er þetta undarlegt- Haraldur Wilson, drykkjumaðurinn og þjófurinn, með biblíu mitt úti á reginhafiinu! Eg held að eg verði að fá mér stöðu sem prédik- ari.” Hann opnaði hana — “bara til þess að sjá hvernig biblían lítur út að innan verðu”—og þarna—með rithönd henn- ar mömmu stendur: “Minn eigin elsku- legi sonur!” það var eins og eitthvað festist í barkann á honum. Nú mintist hann hinnar saklausu gleði barnæsk- unnar og hinna viðkvæmu orða, sem hann var búinn að hlusta á, en hafði reynt að gleyma. Aftur vöknaði hon- um um augun, en allt í einu snýr hann sér við til að sjá hvort nokkur hafi orð- ið var við breyskleika hans. Og þó gat hann ekki losað sig undan áhrifum móður sinnar. Og eigi lagði hann bókina frá sér fyr en hann var bú- inn að fletta blöðum hennar og finna merkin, sem móðir hans var búin að setja í hana. Ekki einungis voru viss- ar ritningargreinar vandlega undir- strikaðar, heldur höfðu smásetningar veiúð ritaðar á röndina til þess að tengja eina ritningargrein við .aðra. “Hvað á þetta eiginlega að: þýða?” hrópaði hann. “Á þessi örlaga norn að fylgja mér hvert sem eg fer?” Svo fleygði hann bókinni í kistuna, skelti lokinu í og fór að sofa- Hér um bil mánuður var liðinn síðan skipið lagði af stað að heiman og harð- ur hafði sá mánuður verið. það hafði verið vont veður og ósjór á hverjum degi og oftar en einu sinni höfðu þeir í lífsháska verið staddur. það hafði ekki verið alveg laust við að sumir með- al hásetamia voru farnir að hugsa um, að ef þeir nokkurn tíma kæmust lífs af þá ætluðu þeir að lifa betra lífi. (Hve oft leiða ekki erfiðleikarnir menn til að hugsa betur) Og þar að auki var nú eldur kominn upp í lestinni. “Yokohama” var þungl lilaðið af steinolíu, svo það versta, sem það gat hreppt var eldur. Skipshöfnin reyndi af alefli að slökkva eldinn áður en hann náði til steinolíunnar. Skipstjórinn, Mann að nafni, var al- varlegur, kristinn og stiltur maður, sem öll sltipshöfnin bar mikla virðingu fyrir Hann var vel mentaður, kurteis, hug- rakkur og bindindissamur, svo hann Stakk í stúf við skipshöfn sína, í þrjá- tíu ár var hann búinn að sigla um hin miklu reginhöf, en þetta var í fyrsta skifti að eldur hafði komið upp á ski]ú hans. Ilrópið “eldur” gjörði hann mjög alvörufullan og hann gjörði allt, sem ; hans vnldj stóð til að slökkva eldinn- þrátt fyrir liina yfirvofandi hættu, seín

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.