Stjarnan - 01.02.1920, Qupperneq 14
30
STJARNAN
biblíuna. Hann reyndi að finna versin,
sem skipstjórinn var búinn að lesa. pau
voru undirstrikuð og á röndinna hafði
móðir hans skrifað: “Eg mun ætíð
biðja góðan Guð, að þetta fyrirhait
muni verða hæli þitt og þér til björgun-
ar í óveðri og háska.”
Hann lokaði bókinni og fleygði henn.i
ofan í kistuna aftur, gramur yfir því
að liann væri ekki kominn nógu langt
í burtu frá áhrifum móður sinnar- petta
yar allt í hans huga eins og martröð.
Aftur fékk hann löngun til að taka
bókina upp og leita að einhverju, sem
liann einu sinni fyrir löngii hafði lesið
í hvíldardags skólanum og sem móðirin
hans vegna hafði undirstrikað. pað
einasta sem hann kom auga á var 2.
Mós. 20: 8-11. Og þar var skrifað á
röndinni: “Heiðraðu öll boðorð Guðs,
sérstaklega hið fjórða; það mun ætíð -
hjálpa þér til að hafa Guð í huganuni
og breyta réttilega.”
Hvíldardagur mömmu hans hafði ald-
rei verið honum mjög kær, Hann kunni
ill a við þau takmörk, sem þessi dagur
setti honum- pegar hann nú las þetta
vakti það hjá honurn hina gömlu mót-
spyrnu og gremju, og með hinum verstu
blótsyrðum á vörunum greip hann bók-
ina, fór út úr klefanum og fleygði henni
eins langt frá sér út í hafið eins og hann
gat.
“parna fer hún! pefta mun enda
alia mína vesöld, ” muðlaði hann; og í
þeirri trú að hann hefði framið hið
mesta afreksverk hélt hann áfram
göngu siiini éftir þilfarinu. Framhald
“Leitið i bók Drottins og lesiö.”
Esaias
“Rannsakið rit.ningarnar. ” Kristur
“Sæll er sá sém les.” Jóhannes
i Fréttir !
i
--»'-'ni-hii-»n-im-mi-iiii-im-iim-m-mi-n«{«
Samkvæmt skýrslum þeim, sem segja
frá hve margir siglingarmenn ha.fi ver-
ið drepnir á hlutlausum skipum af
þjóðverjum, fórust á norskum skipum
1902 sjómenn. Norska stjórnin hefir
nú ákveðið að borga skyldfólki þessara
iátnu siglin.garmanpa 13,183,385 krónur
Bifreiðar eru nú að verða almennar í
Kína. I Peking erp nú 500 af þeim og
þeir bæta einni við annan hvern dag.
Hershöfðingi nokkur, Ross Smith að
nafni, ásamt 12 mönnum, fór í flugvél
frá Englandi 12. nóv. og lenti í Ástralíu
10. désember siðastl Með því að gjöra
þessa 11,500 mílna ferð á 28 dögum
vann hann $50,000. Hann lagði ferð-
ina ýfir ítaiíu, Egyftalandi, Persíu
Indland og hinar holenzku Indlands-
eyjar.
Hið Ameríska biblíufélag hefir nú
sent 20,000 eintök af nýja testamentinu
til Frakklands. Allir Frakkar vilja nvi
fá þá bók, sem allir amerískir hermenn
höfðu með sér, svo hið frakkneska bibl-
íuféiag seldi út allt sem það átti til af
þessari bók.
Aldinuppskeran í Californíu nam 25,-
000 járnbrautarvagna hið liðna ár.
Nú eru þeir farnir að prjóna “silki-
sokka” úr trjávið,- Ekki er allt gull
sem glóir og ekki heldur ar allt silki,
seni selt er í búðunum undir því nafni.