Stjarnan - 01.02.1920, Page 15

Stjarnan - 01.02.1920, Page 15
STJARNAN 31 STJARNAN f kemiir út máiiaðarlega Útgefendur: The Western CanadianConference of S.D.A. I Stjarnan kostar $1.00 um árið í Canada, Bandaríkjunum og á fslandi. j I (Borgist fyrirfram). Talsími Main 4934. Ritstjóri og Ráðsmaður: DAVÍÐ GUÐBRANDSSON. j Skrifstofa: 819-21 Somerset Block, Winnipeg, Manitoba, Canada. j VITNISBURÐUR WILSONS FOR- SETA UM BIBLÍUNA “Biblían er lífsins orð. Eg ætla að biðja yður að lesa hana og finna þetta út sjálfir —'lesið ekki bita hingað og þangað, heldur langa kafla, sem í raun og veru verða leiðin inn að hjarta henn- ar. þú rnuiit ekki einungis finna hana fulbi af A'irkilegum mönnum og konum, heldur og ;.f hlutum og viðburðum, er þig hefir furðað á og gert þig áhyggj.i- t'ullan alla þína æfi eins og menn verða. því meira sem maður les í henni, því Ijósara verður manni alt það, sem er þess virði að eiga við og eyða tn.ia á og það, .sem ekki er þess virði að skifta sér af. Og þú munt sjá hvað það er sem . gerir mennina farsæla — trygð, lög- hlýðni, hreinskilni í viðskiftum, að tam sannleikann, fúsleiki til að gefa allt fyr- ir það, sem þeir vita að er skylda þeirra og mest af öllu þráin til að öðlast vel- þöknun Krists, sem þeirra vegna ýfir- gaf allt — og tivað það er sem gerir mennina ófarsæla —■ sérplægni, hug- leysi, ragmenska, ágirnd og allt, sem er auðvirðilegt og fyrirlitlegt. þegar þú ert búinn áð lesa biblíuiia, muntu vita að hún er Guðs orð; því að þá muntu hafa fundið lykilinn að þínú eigin hjarta að farsæld þinni og skyldu.” Woodrow Wilson VITNISBURÐUR ROOSEVELTS UM BIBLÍUNNA. “Sérhver hugsandi maður — þegar hann hugsar — skilur, að allur fjöldinn af fólkinu miðar að því að gleyma, að kenningar ritningarinnar eru svo sam- anvafðar við allt vort mannfélagslíf að það mundi verða bókstaflega — eg tala ekki á líkingarfulLan hátt, eg meina það bók.st.afiega — ómögulegt að gjöra oss grein fyrir hvað lífið myndi verða ef þessar kenningar væru burtnumdar. Vér mundum þá týna öllum þeim mæli- kvörðum, sem vér nú mælum með sið- ferði eins’taklinga og mannfélagsins; vér mundum þá týna þeirri fyrirmynd, sem vér seilumst eftir að verða líkir. Hér um bil hver maður, sem ineð lífs- starfi sínu hefir bætt einhverju við hin mannlegu afreksverk, sent mannkynið bér virðingu fyrir, sem þjóð vor er montin yfir, svo að segja hver þesskon- .ar maður hefir bygt lífsverk sitt að miklu leyti á kenningum ritningarinn- ar. ’ Theodore Roosevelt. PRENTVILLA í seinasta hefti var sagt að ritið kæmi út fjórum sinnum og að verðið væri $075 í staðinn fyrir að Stjarnan nú er orðin mánaðarrit og kostar $1.00 um árið.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.