Stjarnan - 01.03.1920, Page 10

Stjarnan - 01.03.1920, Page 10
42 STJARNAN minn í spilamensku og láta blótsorðin um munn fara. Eg er orðinn kristinn nuna og alt gengur að óskum. Guð veri með þér. Láttu ekki hug- fallast yfir tapi móður þinnar. Reyndu að lifa Kristi, frelsara þínum, og þú munt hitta hana aftur. Eg sendi þetta bréf til Honolulu í von um að það nái þér þar. þinn einíægur vinur , Howard Huffman-” Já, rétt var það, að Haraldur var á heimleiðinni. Hann var búinn að sigla um höfin í mörg ár og séð meiri hluta heimsins- Hann hafði komið til Ástra- líu, Kína, Suður-Afríkn, Suður-Amer- íku iog Evrópu. Hann var búinn að lifa óreglulegu lífi. Hann var drykkjumaður mikill og ekki vantaði blótsyrðin í tali hans. • En hann hugsaði ætíð', að hann myndi verða betri maður ef hann fengi að sjá móður ;sína aftur. Biblíunni, sem hún sendi með honnm, hafði hann fleygt fyrir borð, til þess að sefa samvizku sína, en hann hafði aldrei. öðlast sálar- frið. Oft o.g tíðum hafði hugsunin um hið hjartalausa vanþakklæti, .sem hann sýndi með því að fleygja gjöf móður sinnar í burtu, eit hann stöðuglega og ekki veitt honum hugarró. Honolulu virtist honum vera svo nær ættjörðinni, og hann var þegar búinn að ;gera sér í hugarlund þá gleði, sem myndi veitast, bæði honum og móður hans, þegar þau hittusf aftur. Eins og týndi sonurinn, hafði hann játningu sína. til reiðu. Og hann var ftillviss um, að kæmi han fyrst lieim til móður sinn- ar aftur, mundi hann verða alt annar maður- Maður getur vel ímyndað sér þá sorg sem smeygði sér inn í hjarta hans, þar sem hann stóð og las bréfið. Hann hafði orðið fyrir miklum vonbrigðum. Orðin: “Og síðasitliðinn fimtudag dó hún,” féllu eins og elding úr heiðskíru lofti og þar istóð hann eins og þrumulostinn þangað til bréfið féll honum úr hendi. “Æ, móðir, móðir!” hrópaði hann,. án þess að gefa hinum ókunnugu gaum, eða reyna að dylja hugaræsing sína. Hann livíslaði við sjálfan sig: “þú vild ir hjálpa mér og þú hefðir getað hjálp- að mér, •— en nú ert þú horfin, horfin! horfin! ’ ’ Hann tók bréfið upp aftur og flýtti sér út á strætið og þaðan úit í bátinn, sem flutti hann út til skipsins, sem hann var háseti á. “Haraldur Wilson, hvað ætlar þú að gera? Hefir þú í hyggju að verða betri maður, eða ærtiar þú að fara út í soll- inn aftur?” — petta voru spurningarn- ar, sem komu upp í huga lians, þegar hann steig upp á skipið, er ætlaði að sigla næsta dag. Svarið kom fljótt, en því miður höfðu hinar gömlu illu tilhneigingar betin’ Eins og svo margii- aðrir, var hann ekki nógu viljafastur til að framkvæma hið góða, sem hann hafði ásetit. sér að gera; og þegar hann hugsaði út í þetta, fanst lionum eins og hann væri kominn að barmi örvæntingarinnar- Nú ætkði > ltann isér að fara enn lengra út í sollinn en nokkru sinni áður. “pað er eginn Guð, og ef hann er til, þá hlýtur hann að vera harður og mizkunarlaus. Eg hata hann. Hann hatar mig; því að hann svifti mi.g móð- ur minni, þegar eg þurfrti hennar mest.. Eins víst og eg er til, ætlá eg að sýna honum, að Haraldur Wilson þorir að bjóða honum byrginn. Fyi’st hann ætl-

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.