Stjarnan - 01.11.1922, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.11.1922, Blaðsíða 9
STJARNAN 169 ney8 okkar ákveöiS aö fara til Rangoon, þar eS ekkert skip á höfninni æflar a5 sigla annars staSar fyr en þaö verSur of seint til að komast hjá því, aS vera tek- in föst i annaS sinn. Ó, vor himneski faöir, leiö þú okkur inn á hina réttu leiö. Hvert vilt þú aö við förum? :Hvað viltu að viö gjörum? Okkar eina von er til þín, og frá þér einum væntum við hjálpar og verndar. .. . Eg hefi verið vön að skoða þetta starfs- svið með ugg og ótta; en nú er eg að öllu leyti fús til aö gjöra það aö bústaö mínum, það sem eftir er æfinnar. Á morgun höfum við í hyggju að yfirgefa þessa borg og þá vini, sem við höfum öðlast hérna. Vertu sæll, góöi kristi- legi félagsskapur. Það er ekki okkar hlutskifti, að umgangast yður, heldur heiðingja og grimma skrælingja. f raun og veru yfirgefum viö ykkur af fúsum vilja 0g kjósum 'hinn síðar- nefnda félagsskap fyrir sakir Krists.” Eerðin til Birma var eins leiðinleg og ímynd þeirra um landið sjálft hafði verið. Þetta var hin erfiðasta og hjættulegast ferð, -sem þau nokkurn tíma höfðu gjört. Ekki einu sinn ferð hr. Judsons til Englands, þfegar hann var tek'in til fanga af sjóræningj- um, hafði verið verri. Undir eins í byrjun ferðarinnar átti hræðilegur at- burður sér stað. Vegna heilsu brests Ann Judsons, höfðu vinir hennar í iMadras útvegað henni Norðurálfu- stúlku til að fylgja henni til Birma. Þessi stúlka virtist vera heilbrigð og 'hraust, en eftir að fáeinir klukkutimar voru liðnir datt hún um koll og fékk krampaflog. Erú Judson hjúkraði henni' og gjörði alt sem í hennar valdi stóð til að minka þrautirnar, en allar tilraunir voru árangurslausar. Eftir að hafa varpað önndinni mæðilega nokkrum sinnum dó stúlkan. Yfirbuguð af að sjá þessa bráð- kvöddu stúlku og uppgefin af áreynslu við að gjöra tilraun til að bjarga lífi hennar tók frú Judson sjálf kvalafulla sótt, sem hér um bil gjörði út um hana. í þeirra litlu ónotalegu káhettu á skip- inu var þessi reynsla hin þyngsta, sem þau enn höfðu gengið í gegnum. “Georgianne” var gamalt og lélegt skip, óhreint og ekki þess virði að senda til sjós. Það var engin aflokuð ká- hetta fyrir þessa tvo farþega, nema þá, sem þau til bráðabyrgða bjuggu til úr léreftstjaldi. Vindurinn blés og sjór- inn var úfinn. Skipið velktist í sjón- um og hreyfingar þess gáfu sjúkling- um á þilfarinu miklar þjáningar. Enginn læknir og engin meðöl voru við 'hendina til að draga úr kvölum hennar. Skipstjórinn var eini maður- inn á skipinu, sem gat talað enskuna; því að “Georgianne” var portugalskt skip. Hr. Judson varð þess vegna sjálfur að vera læknir, hjúkrunarmað- ur og veitingaþjónn. Meðan hann sat þar við koju sinnar veiku konu, án þess að vera fær um að linna kvölum henn- ar, fór hann að skilja hvaða sálarang- ist Samúel Newell hafði liðið, þá hann aleinn og yfirgefinn vakti yfir Harriet, þegar hún lá á banasæng i eyjunni Mauritius. Það var auðsjáanlega að- eins ein opin leið til að bjarga lífi Ann Judsons, en sú leið virtist vera hin örð- ugasta og ómögulegasta. Ef að eins skipið, sem nú velktist í sjónum, gæti legið kyrt um klukkutíma, myndi hún að líkindum fá bata og að lokum verða heilbrigð aftur. Þá var það, að uin- hyggja sú, sem Drottinn 'ber fyrir sín- um börnum, kom í ljós á undraverðan hátt, einmitt eins og Harriet Newell í sínu mikla trausti til Guðs 'haði sagt: “Hann, sem sér um hrafnana, mun ekki yfirgefa börn sín á neyðarinnar tíma”. Skipstjórin kom einmitt upp á þil- farið til að kunngjöra farþegunum, að honum væri ómögulegt að sigla inn til Nikobar-eyjarinnar, þar sem þeir hefðu átt að taka kókóhnetafarm, því að nú var skipið í mikilli hættu statt fyrir að

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.