Stjarnan - 01.11.1922, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.11.1922, Blaðsíða 16
Frá Rússlandi. Eftirfarandi bréf var sent frú nokkurri í 'Hamburg frá þýzkri stúlku á Rússlandi. ÞaS sýnir hve hræSileg neybin og eymdin eru þar. Sendari bréfsins býr skamt frá Krirriskaganum, á svæSi, sem ávalt hefir verib 'skoSaö sem fiorbabúr Noröurálfunnar. Bréfiö er þýtt úr þýzku: 1 “Mín kæra frú R.! I dag hefi eg ákveðiS aS senda yö- ur bréf til þess aö færa ySur fréttir úr átthögum yöar og á sama tíma út- hella mínu hjarta fyrir yður. Þér eruð manneskja, sem mun skilja mig, því að þér hafið ávalt veriS mér mjög kærar, og skilnaöurinn frá yð- ur var mér þungur. Vér höfurn reynt mikið síðastliðið ár, en þyngsta sorg- in mætti oss síðastdiöinn Imánuð.. Vor kæri faöir var grafinn 5. janúar. Hann tók taugaveikina og dó eftir tíu daga legu. Þaö er svo ósegjan- lega þungt að skilja við ástvini sína og það er erfitt að gjöra sén þaö í hugarlund, aö vér munum aldrei sjá hann oftar hér á jöröunni. Eins óg stendur er þaö hér um bil ómögulegt aö lifa hérna, og margir öfunda hina dauöu, sem þegar eru búnir aö ganga í gegn um þjáning- arnar. Allir íbúarnir eru hungraðir og kalla á hjálp, brauö og frelsun. Enginn getur ímyndaö sér það, sem fram fer í hinum þýzku nýlendum hér. Daglega eru fjórir eða fimm menn grafnir. Hinir ganga um sem lifandi beinagrindur og leita grát- andi aö brauðmolum. 1 ’Margir liggja bláir og bólgnir í framan og bíða, óþolinmóðir eftir dauðanum. Flestir hafa ekki séö brauðbita síöan siðastliöiö haust, en lifa af dauöum hundum, köttum, hestum og kindum. Frú R., ef þér skylduö koma til Prischil núna, munduð þér verða óttaslegnar og gráta með oss, já, gráta. Hollend- ingarnir og Ameríkumennirnir hafa lofað oss hjálp, en hingað til höfum vér ekkert fengið; en ef þaö kemur ekki innnan skamms, verður öll hjálp að óþörfu. Persónulega get eg sagt að oss líði ögn betur en hinum, því enn sem komið er höfum vér ekkert hungur liðið. Og þó er það oss ofvaxið að hjálpa hinum mikla fjölda; því forði vor er rétt að þrotum kominn. Frú R., eg ætla að biöja yður bón- ar. Getur það ekki orðið mögulegt að komast til útlandsins á einn eða annan hátt og fá stöðu þar? Siðast- liðið ár tók eg stúdentspróf og er nú til með að gjöra hvað sem vera skal. Það er ómögulegt að lifa undir þess- um kringumstæðum; eg er enn ung og vildi ógjarna sjá eymd og neyð öH mín_ æskuár. Oft langar mig til að strjúka í burtu einhversstaðar, þar sem eg gæti grátið, grátið til fulls. Ef það á eirihvern hátt skyldi vera mögulegt_ að komast til útlandsins, svo skrifið mér, kæra, og eg mundi vera yður mjög þakklát fyrir þetta. Farsælar Voru þær mánneskiur. sem komust í burtu úr bessu heilasra Rúss- landi-í tæka tíð. Hér er oft erfitt að lifa. í eær komu t.d. fréttir hinvað frá Gruntal, um aö þar ligfsfi níu persónur dauðar og siötíu_ og tvær sem eru að deyia. Ef hiálpin ekki kemur undir eins, munu allir íbúar nýlendunnar devia út fyr en næsta vika er liðin Söfnuð- urinn hér hefir látið smíða briár kistur, og þeg-ar svo einhver devr verður hann kistulagður og færður í henni út til •grafreitsms, þar sem þeir svo á hent- ugasta hátt velta honum úr og ofan í iörðina. _ Presturinn fer ekki einu sinni . með út í grafreitinn. Hr. W. Pired dó úr hungri í vikunni sem leið. Tá. frú R., áður fyr las máður bess konar i vera'd- arsögunni. en nú revnir maður bað siálfur. 1 Kúban er ástándið miöa: sorg- legt. Þar eru einnig margir að deyia úr hungri. Fyrirgefið mér. kæra frú R., að eg skrifa vður svo vonlaust bréf. og bó get eg ekki annað. Það er svo þuno-t að horfa upp á eymdina hér án þess ->ð geta hiálpað. Ev ætla að liúka þessu bréfi. bví bað virðist vera mér of erfitt að skrifa meira um betta. Eiði yður nú sem bezt. mín kæra frú R.. og hugsið við og við um yðar sor"-bitnu en þakk- Tátu Lvdia Kludt.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.