Fréttablaðið - 14.01.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 14.01.2019, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið ÁRA5ÁBYRGÐ FIAT ATVINNUBÍLAR FIAT DUCATO Verð frá 3.943.548 án vsk. 4.890.000 m/vsk. FIAT TALENTO L2H1 Verð frá 3.298.387 án vsk. 4.090.000 m/vsk. FIAT DOBLO Verð frá 2.225.806 án vsk. 2.760.000 m/vsk. FIAT FIORINO Verð frá 1.854.032 án vsk. 2.299.000 m/vsk. ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT • ÞVERHOLTI 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 • WWW.FIATPROFESSIONAL.IS WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 REYKJANESBÆR „Margir kennarar eru að gefast upp á álaginu. Í haust eru dæmi um kulnun í starfi hjá kennurum þannig að fólk er komið í veikindafrí eða er hætt að starfa í skólunum,“ segir Skúli Sigurðs­ son, fulltrúi grunnskólakennara á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Starfsáætlun fræðslusviðs árs­ ins var til umræðu á síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Bærinn hefur vaxið síðustu ár og börnum af erlendum uppruna í grunnskólum hefur fjölgað mikið. Sá hópur þarf oft meiri stuðning við nám en aðrir nemendur. „Við trúnaðarmenn á Suður­ nesjum viljum vekja athygli á því ástandi sem ríkir í grunnskólum á svæðinu. Eftir að hafa verið á fundi og rætt málin þá er samróma ályktun okkar að óeðlilegt álag sé á kennurum og kemur það mikið niður á þeim,“ segir Skúli í harð­ orðri bókun í fundargerð. Skúli segir að ein af ástæðum kulnunar í starfi sé úrræðaleysi í aðkallandi vandamálum. „Það er sveitarstjórnar að vinna í því að bæta ástandið í skólunum og hafa úrræði fyrir þá sem þurfa en ekki horfa framhjá vandamálinu og vona að það hverfi,“ segir Skúli. – sa Segir alvarlegt ástand í grunnskólunum STJÓRNMÁL Hámarksframlög til stjórnmálasamtaka eru nú 550 þúsund krónur frá einstaklingum eða lögaðilum. Sé um stofnframlag til stjórnmálasamtaka að ræða má hámarksframlag nú vera allt að 1,1 milljón. Við gildistöku breytinga á lögum um áramót breyttust þær fjárhæðir sem einstaklingar í persónukjöri og stjórnmálasamtök mega þiggja. Einnig voru gerðar breytingar á upp­ lýsingaskyldu stjórnmálasamtaka. Sú breyting felur í sér að ársreikningar og uppgjör stjórnmálasamtaka verða birt í heild sinni auk lista yfir lögað­ ila sem styrktu framboðin um meira en 300 þúsund krónur. – sa Mega styrkja flokka meira Reykjanesbær hefur breyst mikið á síðasta áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FISKELDI Fyrirhugað gjald fyrir nýtingu eldissvæða í sjó er ýmist of hátt eða of lágt miðað við innsendar athugasemdir við fyrirhugað laga­ frumvarp þess efnis. Í drögum að frumvarpinu segir að eldisfyrirtæki muni þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upp­ hæð fyrir kíló af geldlaxi og regn­ bogasilungi. Árið 2023 mun upp­ hæðin í báðum flokkum hækka um helming. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 2020. Áætlað er að fyrstu árin muni gjaldið skila rúmum 600 milljónum í ríkiskassann en ríflega milljarði eftir að hækkunin tekur gildi. Athygli vekur að gjaldið er ekki lagt á hvert framleitt kíló heldur á hvert kíló sem rekstrarleyfishafi hefur leyfi til að framleiða. Því er mögulegt að fyrirtæki muni þurfa að greiða fyrir framleiðslu sem ekki átti sér stað. „Ástæða þessa er sú að þessi aðferð er einföld í framkvæmd og hvetur rekstrarleyfishafa til að nýta framleiðsluheimildir útgefinna rekstrarheimilda,“ segir í athuga­ semdum með frumvarpinu. Í umsögn KPMG segir að réttmæti gjaldstofnsins megi draga í efa enda taki hann ekki á nokkurn hátt mið af gjaldþoli gjaldandans. Gífurlega langur tími líði frá því að rekstrar­ leyfi fæst þar til tekjur myndist af starfseminni. „Skattlagning framleiðslu­ heimildar óháð því hvort hún er nýtt samræmist illa sjónarmiði um verndun lífríkis, sem búa að baki gjaldtökunni, enda vandséð að heimildin ein hafi áhrif á líf­ ríki til jafns við sjálft eldið,“ segir í umsögn KPMG. Á þetta er einnig bent í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) en þar er bent á að það getur tekið mörg ár að hefja framleiðslu að fullu eftir að rekstrar­ leyfi fæst. Í umsögn SFS er enn fremur bent á að greinin sé enn að slíta barns­ skónum og afkoma fyrirtækja í geiranum að stærstum hluta verið neikvæð. Til að mynda sé uppsafnað tap síðustu fimm ára 4,8 milljarðar króna. Óskynsamlegt sé að leggja auðlindagjald á meðan afkoman er á þann veg. Þá er vikið að því að óráðlegt sé að gjaldið sé ákveðið með fastri krónutölu en taki ekki mið af afurðaverði og gengi. Tónninn í umsögn Landssam­ bands veiðifélaga (LV) er á annan veg. Sambandið telur frumvarpið varpa fyrir róða tækifæri til að lög­ festa fjárhagslegan hvata til að færa eldi úr sjókvíum og upp á land. „Fyrirhuguð upphæð í frumvarps­ drögunum […] er alltof lág að mati LV. Upphæðina þarf að tvöfalda að lágmarki svo einhver hvati til breyt­ inga hljótist af lögunum. Þá gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að gjaldið taki mið af verðlagsbreytingum,“ segir í umsögninni. joli@frettabladid.is Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Skiptar skoðanir eru á ágæti fyrirhugaðrar gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Gjaldið mun leggjast á fram- leiðsluheimild en ekki raunverulega framleiðslu. Mun skila milljarði en veiðifélög telja það ekki nóg. Eldisfyrirtæki munu þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi. MYND/ERLENDUR GÍSLASON Athygli vekur að gjaldið er ekki lagt á hvert framleitt kíló heldur á hvert kíló sem rekstrarleyfishafi hefur leyfi til að framleiða. EFNAHAGSMÁL Bjarni Bene dikts­ son fjár mála ráðherra seg ir að ríkið verði að draga sig út úr um fangs­ miklu eign ar haldi á bönk un um, selja Íslands banka og halda eft ir 35­40% hlut í Lands bank an um. Þetta kom fram í kvöld frétt um RÚV í gær. Hann vonast til að hefja söluferli bankanna á kjörtímabilinu. Íslenska ríkið er eini eig andi Íslands banka og á rúm lega 98 pró­ senta hlut í Lands bank an um. Í hvít bók um fjár mála kerfið sem var kynnt fyrir jól voru stjórn völd hvött til að losa um eign ar hluti í fjár mála­ fyr ir tækj um. – ósk Bjarni vill selja Íslandsbanka 1 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 3 -0 C C 0 2 2 0 3 -0 B 8 4 2 2 0 3 -0 A 4 8 2 2 0 3 -0 9 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.