Fréttablaðið - 14.01.2019, Side 6

Fréttablaðið - 14.01.2019, Side 6
SAMFÉLAG Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur stofnað til sjálfshjálparhópa- starfs í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem kallaðir eru Rótarhópar. Hópastarfinu er ætlað að styðja konur til bata frá vímu- efnafíkn og er það konunum að kostnaðarlausu að sækja sér stuðn- ing í hópana. Í Rótarhópunum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og vímuefnavanda og er þátt- taka í þeim aðeins hluti af bataferl- inu að sögn aðstandenda. „Engin skyndilækning er til á áhrifum áfalla og allt lífið erum við að skoða fortíð okkar, læra af henni og skapa okkur betri framtíð í kjölfarið,“ segir Guð- rún Ebba Ólafsdóttir, annar tveggja leiðbeinenda Rótarhópanna. Guð- rún Ebba er grunnskólakennari og hefur leitt sjálfshjálparhópa í Stíga- mótum og Drekaslóð. Hinn leið- beinandinn, Katrín G. Alfreðsdóttir, er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðing- ur og með gráðu í fíknifræðum. Umræðuefni hópanna tengjast viðfangsefnum námskeiðsins Konur studdar til bata, sem Rótin hélt í haust, þar sem aðaláherslan var á sjálfsmynd, sambönd og sam- skipti, kynverund og andlega heilsu kvenna með fíknivanda. „Innan þessara þátta eru undirflokkar sem allir snerta mikilvæg atriði fyrir konur í bataferli. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Rætt er um nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað þess að grípa til þess að nota vímuefni.“ Guðrún Ebba segir það hafa verið draum kvennanna sem að Rótinni standa frá byrjun að stofna hópastarf, eða eins konar stuðn- ingshópa, að fyrirmynd Stephanie Covington, sem er þekktur fíkni- sérfræðingur og doktor í sálfræði frá Bandaríkjunum. „Stephanie horfir á fíknina í gegnum áföllin, sem afleiðingu þess sem kom fyrir,“ útskýrir Guðrún Ebba. „Við teljum brýna þörf á svona starfi og það hefur mikið verið kallað eftir að Rótin verði með fundi eða einhvers konar hópastarf. Þetta er okkar svar við því.“ olof@frettabladid.is Rótarhópar fyrir konur með fíknivanda Rótin, félag um málefni kvenna með fíknivanda, hrindir af stað hópastarfi í Bjarkarhlíð á miðvikudag. Byggt er á aðferðum Stephanie Covington sem lítur á fíkn sem afleiðingu áfalla. Hóparnir veita stuðning og fræðslu um önnur bjargráð en neyslu til þess að komast af. Katrín Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir skipa ráð Rótarinnar. Hvað er Rótin? Markmið Rótarinnar eru að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, of- beldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið vill að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggj- andi gagna um þessi málefni konum til góða, og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Enn fremur að afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samstarfið við önnur félög, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega. Stephanie Covington er doktor í sál- fræði og þekktur fíknisérfræðingur. REYKJAVÍK Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkaupa- ráði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoð- unar Reykjavíkurborgar (IER) sam- þykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Sem stendur mynda ráðið þrír fulltrúar en verði breytingin sam- þykkt munu þeir verða fimm. Þá fengi ráðið nýtt nafn, eftirlits- og innkauparáð Reykjavíkurborgar. Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að ráðið hafi ekki hlotið áheyrn embættismanna og borgar- ráðs. Mál á borði ráðsins séu oft flókin og viðamikil. Með tillögunni sé stefnt að því að efla ráðið. „Þetta kemur svo sem í kjöl- far þeirra mála sem hafa verið í umræðunni. Við í innkauparáði höfðum lengi reynt að fá útskýr- ingar á Nauthólsvegi 100 en það gekk illa. Með þessu viljum við að innkauparáð hafi veigameira hlut- verk sem verði fyrst og fremst tengt eftirliti,“ segir Björn. Björn bendir á að hið forn- kveðna betur sjá augu en auga eigi vel við í þessu tilfelli. Oftar en ekki séu það gífurlega stór mál og háar upphæðir sem séu undir. Því sé mikilvægt að tveir fulltrúar, sem oftast séu minnihlutans hverju sinni, geti vísað málum til IER. „Ef mönnum er alvara með að bæta hlutina þá er þetta stór hluti af því. Við höfum engan annan kost úr því sem komið er en að reyna að gera hlutina betur. Ég á því ekki von á öðru en að þessari tillögu verði vel tekið á fundinum á morgun,“ segir Björn. – jóe Vill fjölga fulltrúum í innkauparáði og auka eftirlitshlutverk þess Braggamálið sé tilefni til þess að efla innkauparáð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Við í innkauparáði höfðum lengi reynt að fá útskýringar á Nauthóls- vegi 100 en það gekk illa. Björn Gíslason, borgarfulltrúi 1 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 3 -2 0 8 0 2 2 0 3 -1 F 4 4 2 2 0 3 -1 E 0 8 2 2 0 3 -1 C C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.