Fréttablaðið - 14.01.2019, Síða 14

Fréttablaðið - 14.01.2019, Síða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Í ENDURMENNTUN HÍ eru allir velkomnir,“ segir Kristín Jóns-dóttir Njarðvík endurmennt- unarstjóri. „Það er algengur mis- skilningur að til okkar komi aðeins þeir sem lokið hafa stúdents- eða háskólaprófum, en raunin er sú að í stórum hluta þeirra námskeiða og námsbrauta sem hér eru í boði eru engar forkröfur gerðar um menntun nema annað sé tilgreint í námslýsingum.“ Um 200 námskeið eru í boði hjá ENDURMENNTUN HÍ á hverju misseri og er úrvalið einkar spenn- andi og við allra hæfi. Einnig eru fjölmargar námsbrautir í boði, ýmist án eininga og öllum opnar eða á grunn- eða meistarastigi háskóla. „Við erum með stutt námskeið á sviði menningar, tungumála, per- sónulegrar hæfni og fagtengdrar hæfni, sem og lengra nám á mjög fjölbreyttum sviðum,“ upplýsir Kristín. Vöxtur í stuttum og hagnýtum námslínum Að sögn Kristínar hefur að undan- förnu verið mikill vöxtur í stuttum og hagnýtum námslínum sem eru án eininga og öllum opnar. Þrjár slíkar fara af stað nú á vormisseri; Fjármál og rekstur, Grunnnám í bókhaldi og Grunnnám í reikn- ingshaldi. „Fjármál og rekstur er stutt náms- lína sem hægt er að sækja á staðn- um eða í fjarnámi. Námið hentar til dæmis þeim sem hafa fengið aukna ábyrgð á sviði fjármála og vilja öðlast hagnýta þekkingu á því sviði. Engar forkröfur eru gerðar til þátt- takenda í náminu,“ segir Kristín, og sama má segja um hinar tvær. „Grunnnám í bókhaldi og Grunn- nám í reikningshaldi eru námslínur sem til dæmis henta þeim vel sem vilja vinna að því að öðlast viður- kenningu sem nýtist á markaði, en námslínurnar eru hluti af svokall- aðri Þriggja þrepa leið sem er góður undirbúningur fyrir þá sem stefna á að þreyta próf til viðurkenningar bókara,“ segir Kristín og bætir við að námslínan Undirbúningsnám til viðurkenningar bókara sé á dagskrá í ENDURMENNTUN í haust. Fleiri opnar námslínur í haust Enn fleiri stuttar námslínur fara svo af stað í haust; Forysta til fram- þróunar, Verkefnastjórnun og leið- togaþjálfun og Hugur og heilbrigði. „Allar þessar námslínur hafa verið afar vinsælar,“ segir Kristín. Forysta til framþróunar er sex mánaða langt nám í lotum þar sem lögð er áhersla á stjórnun breytinga við stefnumörkun fyrir- tækja og stjórnendur fá ýmis tæki og tól í hendur til að bæta sig sem stjórnendur. Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun er fjölbreytt nám ætlað þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar auk þess að efla leiðtogahæfileika sína.“ Kristín nefnir einnig sérstaklega námslínuna Hugur og heilbrigði, sem ætluð er þeim sem vilja auka sjálfsþekkingu sína, bæta heilsu og líðan ásamt því að njóta betur líðandi stundar. „Í námslínunni Hugur og heilbrigði hafa nem- endur tekið þá afstöðu að fjárfesta í heilsu sinni til framtíðar.“ Gæðastimpill að mennta sig hjá ENDURMENNTUN HÍ „Við höfum 35 ára reynslu, erum hluti af Háskóla Íslands og höfum þar aðgang að mestu sérfræðingum landsins á hinum ýmsu sviðum, en í kennarahópnum eru einnig sérfræðingar utan úr bæ sem veita nemendum hagnýta þekkingu og reynslu af sínu sviði,“ segir Kristín. ENDURMENNTUN HÍ tekur reglulega þátt í könnunum í sam- starfi við Félagsvísindasvið HÍ. „Í niðurstöðum kemur alltaf fram að við erum leiðandi á sviði endurmenntunar og þjálfunar á landinu og að hingað sækja þrefalt fleiri nám en hjá næsta aðila, yfir ENDURMENNTUN HÍ er leiðandi á sviði endurmenntunar og þjálfunar og sækja yfir 7.000 manns í nám hverju ári. MIkill vöxtur er í stuttum og hagnýtum námslínum sem eru án eininga og öllum opnar. Það eykur víðsýni og eflir andann að halda áfram að læra alla ævi. Þá er gott að koma í Endurmenntun HÍ til að efla sjálfan sig, hvort sem er í einkalífi eða starfi. Kristín segir gæðastimpil fylgja því að mennta sig í ENDURMENNT- UN HÍ þar sem er 35 ára reynsla og aðgangur að mestu sérfræð- ingum landsins. MYND/SIGTRYGGUR ARI 7.000 manns á hverju ári. Þetta er fólk á öllum aldri og með ýmsan bakgrunn.“ Margir vilja næra hugann og efla sig Þúsundir Íslendinga hafa í gegnum tíðina sótt námskeið tengd áhugamálum sínum hjá ENDUR- MENNTUN HÍ, sem og starfstengd námskeið og almenns eðlis sem nýtast vel í starfi og þarf ekki sér- staka menntun til. „Margir koma eingöngu til að næra hugann,“ segir Kristín. „Það geta verið námskeið um menningu og ferðalög, eða þá Íslendingasög- urnar sem verið hefur vinsælasta námskeið ENDURMENNTUNAR ár eftir ár og sótt af um það bil 200 manns á hverju misseri.“ „Mjög vinsælt er nú að sækja námskeið í ýmiss konar skrifum, skapandi skrifum, kvikmynda- handritum, ritun ævisagna og fleiru,“ segir Kristín, en nefnir einnig fleiri vinsæl námskeið. „Námskeið Emilíu Borgþórsdóttur um heimili og hönnun eru gríðar- vinsæl, en hún verður með samtals fimm námskeið nú á vormisseri um hvernig hægt er að fegra heim- ilið, það nýjasta um aðkomu heim- ilisins, útisvæðið og pallinn. Einnig má nefna fjölmörg námskeið sem miða að því efla einstaklinga og styrkja, til dæmis um hugþjálfun, núvitund, sjálfstraust og jóga,“ segir Kristín, að ógleymdu vinsælu námskeiði um jólabækurnar sem hefst í lok janúar. „Það er nokkurs konar leshringur þar sem lesin eru nýleg skáldverk og höfundum þeirra boðið í heimsókn til að ræða við þátttakendur.“ Nú er rétti tíminn til að skrá sig á námskeið Nú er góður tími til að kynna sér framboð námskeiða á vormisseri. „Það er margt spennandi fram- undan og enn fleiri námskeið eiga eftir að bætast við fram á vorið. Á vefnum endurmenntun.is er alltaf hægt að sjá upplýsingar um öll námskeið og námsbrautir og skrá sig. Einnig er velkomið að hringja ef fólk er í vafa og að sjálfsögðu erum við með frábæra náms- og starfsráðgjafa til að leysa úr málum,“ upplýsir Kristín og hvetur fólk einnig til að kynna sér hvort það eigi möguleika á fræðslustyrk hjá sínu stéttarfélagi. „Það eykur víðsýni og eflir andann að halda áfram að læra alla ævi. Það er gott að koma í ENDUR- MENNTUN HÍ til að efla sjálfan sig, hvort sem er í einkalífi eða starfi.“ ENDURMENNTUN HÍ er á Dunhaga 7. Sími 525 4444. Sjá nánar á endur- menntun.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . JA N ÚA R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R 1 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 3 -1 6 A 0 2 2 0 3 -1 5 6 4 2 2 0 3 -1 4 2 8 2 2 0 3 -1 2 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.