Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2019, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 14.01.2019, Qupperneq 29
Enska úrvalsdeildin Úrslit 22. umferðar 2018-19 West Ham - Arsenal 1-0 1-0 Declan Rice (48.). Brighton - Liverpool 0-1 0-1 Mohamed Salah (vítaspyrna) (50.). Burnley - Fulham 2-1 0-1 André Schürrle (2.), 1-1 Joe Bryan (sjálfs- mark) (20.), 2-1 Denis Odoi (sjálfsmark) (23.). Cardiff - Huddersfield 0-0 Crystal Palace - Watford 1-2 0-1 Craig Cathcart (sjálfsmark) (38.), 1-1 Craig Cathcart (67.), 1-2 Tom Cleverley (74.). Leicester - Southampton 1-2 0-1 James Ward-Prowse (vítaspyrna) (11.), 0-2 Shane Long (45.), 1-2 Wilfred Ndidi (58.). Rautt spjald: Yann Valery (Southampton)(45.). Chelsea - Newcastle 2-1 1-0 Pedro Rodriguez (8.), 1-1 Ciaran Clark (40.), Willian (57.). Everton - Bournemouth 2-0 1-0 Kurt Zouma (61.), Dominic Calvert-Lewin (90.). Tottenham - Man.Utd 0-1 0-1 Marcus Rashford (44.) Leikmaður helgarinnar Spænski markvörðurinn David De Gea varði eins og ber- serkur þegar Manchester United hélt lífi í von sinni um að leika í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili með 1-0 sigri á Tottenham Hotspur. De Gea stendur á milli stanganna á bak við hripleka vörn Manchester United og það er alla jafna nóg að gera hjá honum í leikjum liðsins. Slíkt var svo sannarlega uppi á teningnum í þessum leik, en Spánverjinn fékk á sig 11 skot í leiknum. Hann var vandanum vaxinn í öll skiptin og varði oft og tíðum vel og nokkur skotanna voru úr fínum færum. Spænski landsliðsmarkvörð- urinn verður samningslaus hjá Manchester United eftir næstu leiktíð og róa forráðamann félagsins að því öllum árum að festa hann til framtíðar á Old Trafford. Manchester United hefur nú haldið marki sínu hreinu í tveimur deildarleikjum í röð og er það ekki síst David De Gea að þakka að svo hefur farið. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Burnley nældi sér í þrjú gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með því að leggja Fulham keppinauta þeirra í baráttunni um að forðast fallið úr deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Burnley komst úr fallsæti með þessum sigri og skildi Fulham eftir í slæmum málum. Hvað kom á óvart? Southampton tryggði sér sömuleiðis þrjú stig í baráttu sinni um að vera ekki á meðal þremur neðstu liðanna þegar vora tekur. Sout- hampton vann Leicester City sem hefur mistekist að ná stöðugleika á keppnistímabilinu. Mestu vonbrigðin Aron Einar Gunnars- son og félagar hans hjá Cardiff City gerðu markalaust jafntefli við lánlaust lið Hudd- ersfield Town sem situr á botni deildarinnar. Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Lék allan leikinn sem sóknartengiliður Everton sem vann Bournemouth með tveimur mörkum gegn engu. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Spilaði allan leikinn inni á miðsvæðinu hjá Cardiff City þegar liðið komst upp úr fallsæti með markalausu jafntefli gegn Huddersfield Town. Reading Jón Daði Böðvarsson Spilaði sinn fyrsta leik eftir að hafa brotið bein í baki í byrjun nóvember þegar Reading hafði betur, 2-0, gegn Nottingham Forest. Aston Villa Birkir Bjarnason Lék rúman klukkutíma inni á miðjunni hjá Aston Villa sem fékk 3-0 skell gegn Wigan Athletic. Burnley Jóhann Berg Guðm. Var fjarri góðu gamni hjá Burnley þegar liðið vann mikilvægan sigur í fall- baráttuslag gegn Fulham. Staðan FÉLAG L U J T MÖRK S Liverpool 22 18 3 1 50-10 57 Man. City 21 16 2 3 56-17 50 Tottenham 22 16 0 6 46-22 47 Chelsea 22 14 5 3 40-17 47 Arsenal 22 12 5 5 46-32 41 Man. Utd. 22 12 5 5 44-32 41 Watford 22 9 5 8 32-32 32 Leicester 22 9 4 9 26-25 31 West Ham 22 9 4 9 30-32 31 Everton 22 8 6 8 33-31 30 Wolves 21 8 5 8 23-25 29 B’mouth 22 8 3 11 31-42 27 Brighton 22 7 5 10 24-30 26 C. Palace 22 6 4 12 20-28 22 Burnley 22 6 3 13 23-43 21 S’hampton 22 4 7 11 23-39 19 Cardiff 22 5 4 13 19-41 19 Newcastle 22 4 6 12 16-31 18 Fulham 22 3 5 14 10-49 14 H’field 22 2 5 15 13-37 11 Ole Gunnar Solskjær fagnar hér sigri Manchester United gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gær. NORDICPHOTOS/GETTY ENSKI BOLTINN Ole Gunnar Solskjær hefur fengið algjöra óskabyrjun í starfi sem knattspyrnustjóri Manc- hester United.  Hann  tók við þar sem leikmenn voru bæði andlega og líkamlega þreyttir og lítið sem ekkert gekk upp á knattspyrnuvell- inum. Norðmaðurinn fékk þægi- lega leikjadagskrá í fyrstu leikjum sínum við stjórnvölinn. Honum var tíðrætt um það að Ole Gunnar stóðst stóra prófið  Manchester United var komið í algjört þrot undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Þá mætti Ole Gunnar Solskjær í brúna hjá félaginu skömmu fyrir jól. Liðið spilar nú bæði skemmtilegri og árangursríkari bolta. hann vildi endurvekja gömlu gild- in um blússandi sóknarleik og skemmtilega  knattspyrnu hjá Manchester United á meðan hann væri á svæðinu. Það hefur hann svo sannarlega staðið við og undir hans stjórn hefur liðið skorað 15 mörk í fimm deildarleikjum sem er þrjú mörk að meðaltali í leik. Manches- ter United hafði hins vegar skorað tæplega tvö mörk í leik í deildinni í vetur undir stjórn Mourinho. Solskjær mætti liðum  sem eru í  neðstu  sætum deildarinnar í fyrstu fjórum leikjum sínum, en í gær fékk hann fyrsta stóra prófið þar sem mótherjinn var Tottenham Hotspur. Í stað þess að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisókn- ir eins og Portúgalinn gerði gjarn- an á móti stóru liðunum blés gamli framherjinn til sóknar. Manchester United hélt boltanum vel innan liðsins í þessum leik og átti margar laglegar sóknir. Paul Pogba sem náði sjaldan að láta ljós sitt skína undir lok stjórn- artíðar Mourinho var arkitektinn að  mörgum sóknum Manchester United í leiknum. Það var einmitt franski landsliðsmaðurinn sem átti glæsilega stoðsendingu á Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Enski landsliðsframherj- inn hefur nú skorað í þremur deild- arleikjum í röð, en það er í fyrsta skipti sem hann nær að gera það. Hann náði ekki að sýna stöðugleika í spilamennsku sinni undir stjórn Mourinho, en varnarskylda hans var mun meiri þegar Portúgalinn réð ríkjum. Pogba hefur komið nærri helm- ingi þeirra marka sem liðið hefur skorað undir stjórn Solskjærs. Skorað fjögur sjálfur og lagt upp fjögur önnur fyrir samherja sína. Hinum megin á vellinum, það er að segja í varnarleik Manchester United, var liðið í vandræðum undir stjórn Mourinho, en liðið hélt einungis hreinu í tveimur af fyrstu 20 deildarleikjum sínum. Nú hefur liðið spilað tvo deildar- leiki án þess að leka inn marki, en að þessu sinni var það ekki þéttur varnarleikur sem var lykillinn að því heldur fyrst og fremst frammi- staða spænska markvarðarins Davids De Gea sem varði öll þau 11 skot sem rötuðu á mark Manc- hester United í leiknum. Þessi úrslit þýða að Manchester United er nú  með jafn mörg stig og Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð sem var fjar- lægur möguleiki fyrir tæpum mán- uði er  nú  innan seilingar. Manc- hester United er sex stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu sem er neðsta sæti sem veitir þátttöku- rétt í Meistaradeildinni. Solskjær  ritaði nafn sitt á tvo staði í sögubók Manchester Uni- ted með þessum sigri, en sex sigur- leikir hans eru besta byrjun knatt- spyrnustjóra í sögu félagsins. Þá hefur hann haft betur í fyrstu fimm deildarleikjum  sínum við stjórn- völinn, en þar með jafnaði hann árangur sir Matts  Busby í þeim efnum. hjorvaro@frettabladid.is   Manchester United hefur haft betur í öllum þeim sex leikjum sem Ole Gunnar Solskjær hefur stýrt. Sæti í Meistaradeild Evrópu er nú raunhæfur möguleiki. S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M Á N U D A G U R 1 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 1 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 3 -0 2 E 0 2 2 0 3 -0 1 A 4 2 2 0 3 -0 0 6 8 2 2 0 2 -F F 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.