Fréttablaðið - 14.01.2019, Síða 30

Fréttablaðið - 14.01.2019, Síða 30
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Sigurðsson svæfingalæknir, sem lést laugardaginn 29. desember, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 15. janúar kl. 15. Ásdís Magnúsdóttir Sigurður Örn Jónsson Sigríður Oddný Guðjónsdóttir Þorbjörg Jónsdóttir Sæþór Ólafsson Hermann Páll Jónsson Éva Tóth barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga S. Ingólfsdóttir Sléttuvegi 21, Reykjavík, lést 7. janúar sl. Minningarathöfn verður í ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, þriðjudaginn 15. janúar kl. 14. Jón Ingólfur Hermannsson Rannveig Hermannsdóttir Ómar G. Jónsson Magnús Dan Ómarsson Helgi Hrafn Ómarsson Merkisatburðir 1907 Rúmlega þúsund manns láta lífið í jarðskjálfta í Kings- ton, höfuðborg Jamaíku. 1918 Læknafélag Íslands stofnað. 1926 Rúrik Haraldsson leikari í heiminn borinn. 1943 Franklin D. Roosevelt verður fyrsti Bandaríkjaforset- inn til að ferðast með flugvél meðan hann gegnir embætti. Hann flaug frá Miami til Marokkó. 1952 Teitur Þórðarson, fyrr- verandi atvinnu- og landsliðs- maður í knattspyrnu og síðar þjálfari, fæddist á þessum degi og fagnar því 67 ára af- mæli sínu í dag. 1953 Josip Tito sver emb- ættiseið sem fyrsti forseti Júgóslavíu. 1969 Sprenging verður um borð í bandaríska flugmóður- skipinu USS Enterprise þegar það er statt nálægt Havaí. 1969 Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters og fyrrverandi trommari Nirvana, fæddist á þessum degi og fagnar því fimmtugsafmæli. 1976 Ólafur Jóhann Sigurðs- son hlýtur bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga. 1984 Þorlákur helgi Þórhalls- son biskup er lýstur verndar- dýrlingur Íslendinga af Jóhannesi Páli páfa. 1992 Hitamet sett fyrir janúarmánuð þegar hitinn mælist 18,8 gráður á Dalatanga. 2004 Þjóðþing Georgíu ákveður að endurvekja fimm krossa fánann sem var fáni konungsríkisins Georgíu til 1490. Þann 14. janúar 1972 lést Friðrik 9. Danakonungur 72 ára að aldri en hann hafði verið konungur frá 1947. Margrét Alexandrína Þórhildur Ingrid fæddist 1940 og var elst þriggja dætra hans og Ingrid prinsessu af Svíþjóð. Hún varð krónprinsessa árið 1953 þegar dönsku stjórnarskránni var breytt þannig að konur gætu líka erft krúnuna. Þegar Margrét tók við völdum varð hún fyrsta drottning Danmerkur síðan 1412 sem var á dögum Kalmar- sambandsins. Þá varð hún fyrsti þjóð- höfðingi landsins sem hvorki heitir Friðrik né Kristján síðan 1513. Margrét Þórhildur giftist Henri de Laborde de Monpezat frá Frakklandi árið 1967. Henri, sem var kallaður Hinrik prins, lést í febrúar á síðasta ári. Þau eignuðust tvo syni, krónprinsinn Friðrik og prins Jóakim. Barnabörnin eru orðin átta. Þ ETTA G E R Ð I ST : 1 4 . JA N ÚA R 1 9 7 2 Margrét Þórhildur verður drottning Margrét Þórhildur Danadrottning á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þann 14. janúar ár hvert halda hindúar upp á að daginn tekur að lengja á norðurhveli jarðar og veturinn er kvaddur. Hátíðin er þekkt- ust undir nafninu Makar Sankranti. Mismunandi er eftir landsvæðum hvernig hátíðarhöld fara fram. Litríkir flugdrekar setja víða svip sinn á daginn þar sem margir taka þátt í flugdrekaleikjum. Þessi maður fer vel undirbúinn inn í hátíðina. NORDICPHOTOS/GETTY Litríkir flugdrekar á Makar Sankranti 1 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 0 2 -F D F 0 2 2 0 2 -F C B 4 2 2 0 2 -F B 7 8 2 2 0 2 -F A 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.