Fréttablaðið - 18.01.2019, Page 8

Fréttablaðið - 18.01.2019, Page 8
SPÁNN Mannréttindabaráttusam- tökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með kom- andi réttarhöldum yfir tólf stjórn- málamönnum og aðgerðasinnum. Níu af þessum tólf hafa verið í gæslu- varðhaldi frá haustinu 2017. Málið tengist sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu í október það ár. Amnesty hefur ítrekað kallað eftir því að nímenningarnir verði leystir úr haldi. Hin ákærðu eiga yfir höfði sér saman lagt 177 ára fangelsi fyrir meðal annars uppreisn, misnotkun skattfjár og uppreisnaráróður. Flest hafa þau nú birt yfirlýsingu um málsvörn sína. Ákærðu halda því til að mynda fram að ákæran sé pólitísks eðlis og að hæstiréttur Spánar sé þátttakandi í pólitískum leik gegn Katalónunum. Þá eru friðsamleg mótmæli Katalóna og ofbeldi spænsku lögreglunnar á kjördag borin saman og því haldið fram að katalónska héraðsþingið hafi farið að lögum og ekki misnotað almannafé, þvert á það sem saksókn- arar halda fram. Áhuginn á réttarhöldunum er mikill og verður þeim sjónvarpað og streymt á netinu. Í ljósi áhyggja sinna af meintri hlutdrægni hæsta- réttar hafa sex katalónsk, spænsk og alþjóðleg mannréttindabaráttu- samtök stofnað saman heildarsam- tök um eftirlit fyrir réttarhöldin er nefnast International Trial Watch. Þá krefjast verjendur hinna ákærðu þess að alþjóðleg samtök fái að hafa eftirlit með réttarhöldunum. – þea Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Katalónar fylgjast náið með gangi mála. NORDICPHOTOS/AFP Hin ákærðu eiga yfir höfði sér saman lagt 177 ára fangelsi fyrir meðal annars uppreisn, misnotkun skatt- fjár og uppreisnaráróður. BRETLAND Viðræðurnar sem Ther- esa May átti í gær og fyrrakvöld við leiðtoga flokka á þingi eru sýndarmennskan ein ef hún tekur ekki möguleika á samningslausri útgöngu úr ESB af borðinu. Þetta segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokksins. Corbyn hefur talað gegn samningslausri útgöngu en sú niðurstaða varð líklegri þegar breska þingið hafnaði samningnum sem ríkisstjórnin hafði gert við ESB. Tap May á þriðjudag var það stærsta í sögu bresks lýðræðis. May hefur áður neitað að slá samningslausa útgöngu út af borð- inu. Corbyn sagði að ef May geri það ekki sé hún að tefja. Þingið muni neyðast til að samþykkja samning hennar þegar nær dregur til að komast hjá samningslausri útgöngu. Þótt Corbyn lítist ekki á viðræð- urnar átti May fjölda funda í gær. Meðal annars með Ian Blackford, þingflokksformanni Skoska þjóðar- flokksins (SNP), hörðum Brexit-sinn- um í Íhaldsflokknum, Vincent Cable, formanni Frjálslyndra Demókrata, og leiðtogum Lýðræðislega sam- bandsflokksins (DUP). Með fund- unum vonast hún til þess að komast að því hvað vantar upp á svo þingið geti samþykkt samning hennar. Í kjölfarið heldur hún til Brussel. „Vilji forsætisráðherrans til þess að ræða smáatriði þessa máls gleður mig,“ sagði Cable. May leggur fram áætlun stjórn- arinnar um næstu skref á mánu- dag. Þá munu þingmenn geta gert breytingartillögur. Kosið verður um áætlunina og breytingartillögur á þriðjudag. Skammur tími er til stefnu. Form- legur útgöngudagur er 29. mars. Þingið vill ekki samning May, ESB segir það eina samninginn í boði og enginn vill samningslausa útgöngu. Hægt er að fresta útgöngudegi en það hefur stjórnin ekki viljað. Hefur þess í stað talað um það sem skyldu sína að uppfylla þá kröfu Breta úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Bretar þurfa að komast að sam- komulagi sem fyrst, vilji þeir afstýra samningslausri útgöngu. thorgnyr@frettabladid.is Corbyn hundsaði boð May um viðræður Jeremy Corbyn á fundi í Hastings í gær. NORDICPHOTOS/AFP Formaður Verkamanna- flokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-mál- inu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. Farðu nýja leið út í heim Safnaðu Vildarpunktum eftir ýmsum leiðum og draumafríið gæti verið innan seilingar. Þú getur blandað saman punktum og peningum þegar þú greiðir fyrir farmiðann. Hefur þú kannað hvað leynist í punktunum þínum? LEYNIST DRAUMAFRÍIÐ Í PUNKTUNUM ÞÍNUM? PUNKTARPENINGAR ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 8 8 61 8 0 1 /1 9 1 8 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 1 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 1 1 -3 C 4 8 2 2 1 1 -3 B 0 C 2 2 1 1 -3 9 D 0 2 2 1 1 -3 8 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.