Fréttablaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 25
Jakob Már Ásmundsson forstjóri segir að KORTA sé fyrst og fremst þjónustufyrirtæki
sem sérhæfir sig í greiðslumiðlun
og greiðslulausnum. „Fyrirtækið
býður færsluhirðingu fyrir sölu
aðila á Íslandi og erlendis. KORTA
býður upp á alhliða þjónustu fyrir
söluaðila, snertilaus og hefð
bundin posaviðskipti, tengingar
við kassakerfi, boðgreiðslur og
aðrar áskriftarlausnir, sem og
tengingar við vefsíður. KORTA sem
var stofnað árið 2002 er fullgildur
aðili að Visa og Mastercard og
lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins,“
útskýrir Jakob Már þegar hann er
spurður um fyrirtækið.
„Við þjónustum öll fyrirtæki, og
stærum okkur af því að geta sett
upp greiðslulausnir fyrir söluaðila
fljótt og örugglega. KORTA er
með sveigjanlega og persónulega
þjónustu,“ segir Jakob Már. „Við
vitum að þarfir viðskiptavina
okkar geta verið mismunandi og
við leggjum áherslu á að skilja
hvaða greiðslulausn hentar hverju
sinni. Sérstakir viðskiptastjórar
sjá um að þjónusta söluaðila og
ráðleggja þeim um hentugustu
greiðslulausnina hverju sinni.“
Þegar Jakob er spurður hvort
hraðar breytingar hafi orðið á
þessum markaði undanfarin ár,
svarar hann: „Það hefur verið
mikil gróska í greiðsluþjónustu
og fjártæknilausnum að undan
förnu. Regluverkið hefur verið
að breytast og það hefur opnað
dyrnar fyrir ýmsar spennandi
tæknilausnir. KORTA leggur
metnað í að fylgja þessari tækni
þróun og bjóða upp á fyrsta flokks
greiðsluþjónustu. Í grunninn má
segja að kjarni færsluhirðingar sé
að gera fyrirtækjum kleift að taka
á móti greiðslum. Það má segja að
það hafi í sjálfu sér lítið breyst á
undanförnum árum. Hins vegar
eru miklar framfarir að eiga sér
stað varðandi greiðsluformið, þá
á ég við alls konar lausnir svo sem
snertilausar greiðslur úr símum
og fleira. Margar þessara lausna
tengjast upplifun viðskiptavinar
við framkvæmd greiðslu, en byggja
að öðru leyti á undirliggjandi
greiðslugáttum Visa og Master
card. Ég tel að gátt Visa og Master
card verði áfram ráðandi í grunn
inn enda tengja fyrirtækin saman
viðskiptavini og söluaðila um
allan heim. Þó svo að staðbundnar
lausnir komi fram þá er ólíklegt að
fram komi á allra næstu árum gátt
sem hefur jafnmikla útbreiðslu og
Visa og Mastercard. KORTA hefur
aðgang að þessari gátt sem færslu
hirðir og getur þar með stutt flestar
þær lausnir sem boðið er upp á
hverju sinni,“ greinir Jakob frá.
„Við munum halda áfram að
byggja upp fyrirtækið og taka þátt í
þeirri þróun sem er að eiga sér stað
á þessum vettvangi. Viðskiptavinir
KORTA eru bæði hér á landi og
á erlendri grundu. Fyrirtækin fá
skjóta og góða þjónustu sem hent
ar þeirra aðstæðum hverju sinni
auk þess sem við leggjum áherslu á
faglega umgjörð og öryggi í miðlun
fjármuna fyrir hönd viðskiptavina
okkar,“ segir Jakob Már.
KORTA flutti höfuðstöðvar
sínar frá Rafstöðvarvegi 7 að
Suðurlandsbraut 30 fyrir nokkrum
dögum. „Nýtt húsnæði býður
upp á skemmtilega möguleika
fyrir fyrirtækið sem er um þessar
mundir í miklum vexti. Það eru
spennandi tímar í greiðsluþjón
ustu,“ segir Jakob Már.
Nánari upplýsingar um KORTA er að
finna á heimasíðunni korta.is eða í
síma 558 8000.
Spennandi tímar í greiðsluþjónustu
Jakob Már
Ásmundsson, for-
stjóri KORTA, segir
spennandi tíma
fram undan.
MYND/ERNIR
KORTA hefur frá
upphafi sýnt
frumkvæði í að
bjóða viðskipta-
vinum sínum nýj-
ar og framsæknar
þjónustuleiðir.
Fyrirtækið bauð
fyrst fyrirtækja
á Íslandi söluað-
ilum að öðlast
hraðari aðgang
að fjármunum
sínum með tíðari
uppgjörum.
Einfaldaðu reksturinn og láttu okkur sjá um
greiðslumiðlun. Greiðslulausnir KORTA eru
sérsniðnar að fjölbreyttum þörfum fyrirtækja.
Kynntu þér málið á uppfærðri vefsíðu korta.is
eða komdu í heimsókn í nýjar höfuðstöðvar
okkar að Suðurlandsbraut 30.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
558 8000 / korta@korta.is / korta.is
EINFALDAR
OG ÖRUGGAR
GREIÐSLULAUSNIR
POSARVEFLAUSNIR GREIÐSLUGÁTT
KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 1 8 . JA N ÚA R 2 0 1 9 GREIÐLULEIÐIR
1
8
-0
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
1
1
-1
E
A
8
2
2
1
1
-1
D
6
C
2
2
1
1
-1
C
3
0
2
2
1
1
-1
A
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K