Stjarnan - 01.12.1937, Síða 2

Stjarnan - 01.12.1937, Síða 2
98 STJARNAN Frá dauða til lífs Ungur rnaður, sem unnið hafði á sykurœyrs ökrunum langt frá heimili sínu, sneri nú heim aftur til átthaga sinna í Vestur-indversku eyj- Unum, irrueð 85 dollara í vösunum. Þegar heim kom var konan hans veik. Eins og siður var í því plássi fór hann til galdralæknisins, sem einnig var skurðgoðaprestur þeirra. Hann fékk unga manninum einhver meðul og sagði honum að hann yrði að stofna til mikillar veizlu fyrir hina vondu anda og djöflaprest- ana til þess meðulin gætu haft áhrif. Ungi maðurinn eyddi öllum sínum 85 doll- ururn til að kaupa allskonar miat í veizluna í von um að hinir illu andar yrðu ánægðir og létu konu hans líða betur. En hún var jafnveik þegar veizlunni var lokið. Nú fór ungi maður- inn aftur á fund prestsins og hann sagði honum að veislan hefði ekki verið nógu góð, og þess- vegna hefðu illu andarnir ekki verið ánægðir með hana. Vesalings maðurinn fór nú heim og seldi hest sinn og hnakk, einnig asna sem hann átti. Þetta var í rauninni aleiga hans. Hann fékk 100 dollara fyrir þetta og setti nú upp stóra veizlu fyrir peningana. En kona hans var jafn veik eftir sem áður. Ennþá fór hann til prestsins sem nú sagði að veizlan hefði ekki verið af hinni réttu teg- und til að geta þóknast hinum vondu öndum, og sagði að ef hann vildi ná hylli þeirra yrði hann að fórna ungri stúlku. Vesalings maðurinn fór á annan enda eyjar- innar til að reyna að stela ungri stúlku til að fórna hinum vonda anda. Meðan hann var að ráfa um kring í þessurn erindum, mætti hann katólskum kunningja sínum, sem spurði hvað hann væri að fara og því hann væri svo> niður- dreginn og vesallegur. Ungi maðurinn sagði honum kringumstæður sínar. Þessi vinur hans sagði hann skyldi ekki fylgja ráðum djöfla- prestsins, heldur skyldi hann fara á vissan stað þar sem væri einkennilegt fólk er kallað væri Sjöunda dags Aðventistar, því Guð þeirra hefði vald yfir illum öndumi og sjúkdómum. Ungi maðurinn hafði aldrei fyr heyrt þetta fólk nefnt, en hann fór þangað sem honum var sagt, til trúboðsstöðva Sjöunda dags Aðventista og var hjá þeim yfir hvíldardaginn. •Hann varð fyrir svo sterkum áhrifum þarna, að hann ásetti sér að fara heim og segja fólki sínu hvað hann hefði heyrt og séð. Viku seinna kom hann aftur á trúboðsstöðina hlað- inn matvælum og ætlaði nú að dvelja þar í heilan mánuð til að læra meira um hinn sanna Guð og son hans Jesúm Krist. Að þeim tíma liðnum sneri hann heim glaður og hamingju- samur, sannfærður um að Guð hefði þegar læknað konuna hans. Nú hafði hann verið utanlands og jók það mjög álit hans heima í þorpinu, og hann fór strax að segja öllum frá því semi hann hafði lært. Skömmu seinna heimsótti einn af starfs- mönnum vorum þetta þorp og þá hafði ungi maðurinn 6 eða 7, sem höfðu snúið frá heiðni * sinni til að þjóna lifandi og sönnum Guði, og óskuðu nú eftir að verða skírðir. Nokkrum tíma eftir þetta fór eg þangað með starfsmanni vorumi, það var í fyrsta skifti sem þetta fólk hafði séð hvítan mann. Ferðin tók okkur 7 klukkustundir þaðan sem starfs- maður vor átti heima. Við urðum að fara yfir straumharðar ár og klifrast bratta hálsa. Þegar vér komumst áfram fundum vér 50 mianns sam- ansafnað í stráþöktu kirkjunni, sem þeir höfðu bygt. Eftir stuttan Bibliulestur bað eg fólkið að segja mér frá reynslu sinni. Eg hafði aldrei heyrt neitt líkt vitnisburði þessa fólks; satan og verkfæri hans, djöfla- prestarnir höfðu eyðilagt fólkið líkamlega, sið- ferðislega og f járhagslega. Það var erfitt fyr- ir þá að tileinka sér hinn einfalda boðskap fagnaðarerindisins. Tárin streymdu niður kinnar þeirra, er þeir sögðu frá hvernig þeir hefðu liðið undir yfirráðum óvinarins, og hversu glaðir og þakklátir þeir voru að vera frelsaðir undan yfirráðum hinna vondu anda og prestanna. Fagnaðarerindið hefir veitt þeim nýtt líf. Óttinn er horfinn og nú syngja þeir kristilega söngva meðan þeir eru að vinna á ökrunum. Stuttu eftir að eg heiimisótti þetta fólk, frétti eg að 80 sæktu hvíldardagaskólann. Einungis sá, sem sjálfur hefir séð breytinguna sem orðið hefir á lifnaðahúttum fólksins getur skilið hve hamingjusamt það er. Vér þökkum Guði fyrir þessar dýrmætu sálir, sem hann hef- ir hrifið undan valdi myrkranna og flutt inn i ríki síns elskulega sonar. /. A. Caenel. Árið 1936 komu ferðamenn til Canada frá 75 löndum.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.