Stjarnan - 01.12.1937, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.12.1937, Blaðsíða 4
IOO STJARNAN , Þetta er lögmál Krists, 10 boðorðin svo skýr og greinileg að hver maður sem les þau og athugar getur séð sjálfan sig sem syndara. Jesús úthelti blóði sínu til að afplána synd- ir vorar. “Meðan vér enn vorum syndarar, er Kristur fyrir oss dáinn. En þótt Jesús borgaÖi skuldina og gjörði J>að mögulegt fyrir alla að frelsast, þá er hans mikla kærleiksfórn ekki meðtekin af öllum, því sumir menn hafna frels- uninni. Páll talar um fagnaðarerindið með þessum orðum: “Með því að það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig, er hann til- reiknaði þeim ekki yfirtroðslur þeirra, og fól oss á hendur orð sáttagjörðarinnar. Vér erum því erindrekar í Krists stað, eins og það væri Guð, sem áminti fyrir oss.” 2. Kor. 5 :ig. 20. Sumir menn verða ekki sættir við Guð, af því þeir hafna sáttagjörðinni. Menn eru ekki frelsaðir frá yfirtroðslu Guðs boðorða af því þeir vilja ekki skilja við syndina. Þeir elska meira syndina heldur en frelsarans, sem dó fyrir þá. Heilagur andi knýr þá og hvetur til þigigja Guðs náðarboð, en þeir eru of dramib- látir til að viðurkenna synd sína, eða of sam- grónir henni til að geta losast við hana. Þeir kjósa heldur að lifa í uppreisn gegn Guði, heldur en að breyta stefnu sinni, svo þeir geti notið samfélags Guðs og Krists og allra hinna heilögu. Jesús lagði fram lausnargjaldið svo þeir mættu verða sættir við Guð, en með kæru- leysi og forhertu hjarta neita margir að þiggja Guðs framboðnu náð, og þess vegna eru þeir ekki frelsaðir. C. P. B. <1 Einkennilegur draumur Trúaður maður, sem hafði verzlun í stórri borg, bað daglega til Guðs eitthvað þessu líkt: “Drottinn minn, gefðu mér dýpri og innilegri kristilega reynslu.” Svo dreymdi hann eina nótt að morgun væri kominn, og rétt í því að fólkið ætlaði að neyta morgunverðar opnuðust dyrnar og Jesús kom inn. Stóll var fenginn og hann settist. Börnunum leizt vel á Jesúm, fóru til hans og klifruðust upp í fangið á honum. “Börn,” kallaði faðirinn alvarlega, “komið þið hingað, verið þið ekki að ónáða Jesúm.” En Jesús svaraði: Lofið börnunum að korna til mán, hindrið þau ekki. Mér þótti vænt um börnin meðan eg var hér á jörðunni og mér þykir vænt um þau enn.” Nú var Jesú boðið að setjast við borðið með þeim. Eftir að maðurinn hafði lesið borð- bæn spuri Jesús hann: “Ertu vanur að lesa borðbæn?” “Nei,” svaraði maðurinn. , “Hvers vegna gjörðir þú það þá í dag?” spurði Jesús. “Af því þú varst hér. Það leit ekki vel út að láta ekkert þakklæti í ljósi í nærveru þinni.” “Eg vildi þú fylgdir þeirri reglu á hverjum morgni,” svaraði Jesús blíðlega. Eftir morgunverð bjó maðurinn sig til að fara ofan í búðina, og Jesús fylgdist með hon- um. Á leiðinni spurði Jesús hann hvort hann reykti aldrei. Maðurinn kannaðist við að hann gjörði það. Hann sagðist vanalega reykja á morgnana á leiðinni ofan í búðina. “En hvers vegna gjörir þú það ekki í dag?” spurði Jesús. “Eg vildi ekki láta bóbaksreykinn leggja í andlit þitt.” “En þetta verð eg þó að hafa á hverjum morgni,” svaraði Jesús. Eftir að þer voru komnir inn í búðina kom þangað maður ,sem blótaði voðalega. “Eg vil ekki heyra shkt orðalag hér,” sagði kaupmað- urinn. “Hm. hvað gengur að þér? Ertu orðinn heilagur ?” spurði maðurinn hæðnislega og gekk út. “Ertu vanur að líða fólki að blóta inni hjá þér án þess að ávíta það ?” spurði Jesús. Mað- urinn kannaðist við það. “En hversvegna fanst þú að því við hann í dag?” “Af því þú varst hér. Eg vildi ekki láta hann brúka ljót orð í návist þinni.” “Eg er hér á hverjum degi,” svaraði Jesús. Litlu seinna kom bankasjtórinn inn. Án þess að veita Jesú eftirtekt sagði hann: “Viltu græða peninga á auðveldan hátt? Ekkjan hér niður frá þarf að selja eignina sína. Ef þú leggur út 200 dali, þá skal eg leggja til 200 og svo er annar maður sem hefir lofað að leggja til 200 dali og fyrir þetta getum við fengið eignina sem er að minsta kosti helmingi meira virði.” “Nei,” svaraði kaupmaðurinn stuttlega, “eg

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.