Stjarnan - 01.12.1937, Page 6
102
STJARNAN
lifandi vonar, til hluttekningar í arfleifÖ heil-
agra í ljósinu. En þetta er aÖeins forsmekkur
hinnar himnesku gleði, því í komanda heimi
mun einhver segja vi8 hann: “Ef þú hefðir
ekki leiðbeint mér þá væri eg ekki hér.’’ Þegar
lærisveinar Krists gefa GuSi hvaÖ Guðs er, þá
safna þeir sér fjársjóÖ sem þeim mun veitast
aftur, þegar Jesús segir: “Vel gjört, góði, trú-
lyndi þjónn .... gakk inn í fögnuÖ herra þíns.’’
“Hans, sem í sta8 þeirrar gleði er hann átti kost
á, leið þolinmóðlega á krossi, mat smán einkis,
og hefir sezt til hægri handar hástóli Guðs.”
Gleðin yfir að sjá sálir frelsaðar í Guðs ríki
er endurgjald þeirra, sem hafa fetað í fótspor
hans er sagði: “Fylgið mér.”
Tögnuður sjálfsfórnar.
ÁÖur en Jesús kom í holdinu, sá hann fram
undan sér það, sem hann varð að líða, erfiði,
sjálfsafneitun, niðurlægingu, líkamlega þján-
ingu á krossinum, og það sem var miklu þyngra,
sálarangistina sem mundi sprengja hjarta hans.
Hann leiÖ alt þetta þolinmóðlega og leit fram
til gleðinnar sem hann átti von á. Hann sá, að
friður mundi komast á í alheiminum. Hann
sá mannkynið hafið upp frá niðurlægingu synd-
arinnar til að öðlast guðlega náttúru. Elann sá
hina frelsuðu dýrðlega gegnum alla eilífð. Hann
heyrði gleðisöng þeirra er þeir vegsömuðu Guð.
Af því hann sá alt þetta framundan, var hann
fús til að líða á krossinum og mat einkis þótt
hann smánaður væri.
Fórn Jesú var einnig oss til fyrirmyndar.
Vér eigum að feta í fótspor hans. Jesús seg-
ir : “MuniÖ til þess er eg sagði yður: þjónninn
er ekki meiri en húsbóndi hans. Hafi þeir of-
sótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður. Hafi
þeir geymt mitt orð munu þeir og geyma
yðvart.” Jóh. 15. 20.
Vér eigum þá sömu gleði í vændum, sem
Jesús átti, ef vér fetum í fótspor hans.
Gleði frelsarans yfir að sjá í sínu dýrðar-
ríki þá, sem hann frelsaði með þjáningum sín-
um og dauða, verður einnig gleði allra hinna
frelsuðu, er þeir sjá meðal hinna endurleystu
þá sem þeir með bænum sínum, starfi eða fórn-
um hafa leitt til Krists. Óútmálanleg, dýrðleg
gleði mun fylla hjörtu þeirra, er þeir safnast
saman kringum hið mikla, hvíta hásæti, og sjá
þá semi þeir hafa snúið til Guðs kasta kórón-
um sínum að fótum Krists .og vegsama hann
um eilífar aldir.
Davið talar um þá er hafi gjört sáttmála við
Guð með fórnum. Það var vegurinn sem
Jesús gekk, vegur sjálfsafneitunarinnar. Það
er vegurinn sem lærisveinar Jesú hljóta að
ganga,. Það er eini vegurinn til Guðs eilífa
ríkis. Jesús öðlaðist fögnuð við enda leiðarinn-
ar, og það munu Guðs börn einnig gjöra.
Fögnuður í þjáningum.
Það er stundum sagt að GuÖ leggi fólk á
bakiö svo það fái tírna til að líta upp. Það
mun satt vera að vér erum guðræknastir og
fúsastir að læra þegar mótlæti eða þjáningar
mæta oss. Hin dýrmætasta blessun veitist oft
mitt í þyngstu raunum. Fleinninn í holdi Páls
postula hjálpaði til að gj.öra hann að þeirri
Guðs hetju sem hann var. Hljóðfæraleikar-
inn stemmir strengina á hljóðfæri sínu til að
framleiða fegri tóna, en hann gætir þess aÖ slíta
ekki strengina.
“Grátandi fara menn að bera sæðið til sán-
ingar. Með gleðisöng koma þeir aftur og bera
kornbindin heim. Þeir, sem sá með tárum
munu uppskera með gleðisöng.” Sálm. 126:6, 5.
Þökkum Guði fyrir að jafnvel sorg og
þjáningar geta aflað oss gleði.
E. S.
Gleðin í Guði
Sjálfseignarbóndi var á gangi að líta eftir
eignum sínum. Hitinn var ákaflegur, svo hann
var orðinn þyrstur. Fyrir utan dyrnar á einu
húsi sá hann að lítil stúlka sat og var að lesa í
stórri Biblíu. Hann fór þangað og bað hana
útvega sér vatn að drekka.
“Velkomið,” svaraði barnið, “en ef þú vilt
koma með mér inn í stofuna, þá gefur mamma
þér mjólk að drekka, ef þú vilt.”
Maðurinn fór inn í húsið með litlu stúlk-
unni og þáði mijólkurglas, sem honum var boð-
ið. Hann talaði stundarkorn við konuna,
kvaddi síðan og fór út. Fyrir utan dyrnar sat
litla stúlkan og var farin að lesa aftur.
“Hefir þú lexíu i þessari bók, sem þú þarft
að læra?” spurði hann.
“Nei, eg er aÖ lesa Biblíuna mína.
“En þú ert þá að læra einhverja lexíu í
henni.”
“Nei, en eg hefi svo mikla ánægju af að
lesa í þessari blessuðu bók,” svaraði barnið.
Þessi orð höfðu svo mikil áhrif á manninn
að hann sagði við sjálfan sig: “Hvað getur það
verið í þessari bók, sem er svo mikiÖ gleðiefni
fyrir barnið ? Eg má til að finna þaÖ.”
Þegar hann kom heim tók hann gamla
heimilis Biblíu, sern lengi hafði legið ónotuð,
i
*
X
\
r