Stjarnan - 01.12.1937, Síða 7

Stjarnan - 01.12.1937, Síða 7
STJARNAN 103 og fór a8 lesa í henni. GuÖ blessaði lestur- inn, hann varÖ til frelsunar þessum manni, sem svo lengi hafÖi lifað ókunnur GuÖi og hans frelsandi kærleika. E. S. Guð mun varðveita okkur Nálægt mynni Godavari fljótsins á Ind- landi er lítið þorp, sem heitir Narsapur. Það var einu sinni hollenzk nýlenda, það var áður en Englendingar tóku við þvi fyrir 100 árum síðan. Hér var það að trúforæður vorir ásettu sér að hafa aðalstöðvar sínar fyrir Telugu héraðið, þeir ætluðu að byggja þar heimili fyrir starfsmennina og seinna skóla fyrir unga fólkið í foygðinni. Þrjár mílur frá Narsapur pósthúsinu voru bygð 2 íbúðarhús fyrir starfsmenn frá Evrópu, og önnur hús, sem nauðsyn krafði. Skólarnir voru byrjaðir i stráþöktum húsum, sem sett voru upp til bráðabirgða skamt frá. Annar þeirra, er nú notaður sem heimili fyrir stúlkurn- ar og húsmóður þeirra, en maður hennar er yfírkennari á drengjaskólanum. Bæði stúlkurnar, húsmóðirin og maður hennar höfðu orðið þfts vör að höggonmur hafðist við í stráþakinu yfir höfði þeirra. Þeg- ar Mrs. Flaiz spurði hvort þær væru ekki hræddar, þá könnuðust þær að vísu við að þær væru það, en bættu svo við: Á hverju kvöldi felum við okkur Guði, svo okkur er óhætt, Guð mun varðveita okkur.” Stuttu áður en vér heimsóttum Narsapur var það eina nótt er hjónin voru sofandi, að maðurinn vaknaði við að til hans var sagt: “Líttu upp, það er höggormur uppyfir þér.” Hann heyrði þetta tvisvar, og er hann opnaði augun, sá hann stóran höggorm á hreyfingu, rétt fyrir ofan höfuðið á konu hans. Hann sá strax hættuna og hvislaði að konu sinni, að hún skyldi opna augun en ekki hreyfa sig, og smeygja sér svo út úr rúminu án þess að setj- ast upp. Hún gjörði það og höggormurinn fór í fourtu. Meðan eg var í Narsapur fanst skinnið af höggorminum’ þar sem hann hafði gengið úr hýðinu. Starfsmaður vor og kona hans þakka Guði eins og þau gjörðu nóttina sem þau voru vöruð við hættunni. Vissulega, Guð vakir yfir börnum sínum og varðveitir þau. Ó, hve dýr- mætt að geta öruggur treyst Guðs varðveislu. N. A. Wellman. Biskupinn skósmiður í blaðinu “Junge Kirche” stendur smásaga, sem bendir á hvaða erfiðleikum kristnir menn mega búast við að rnæta, og sem þeir þegar þurfa að mæta í sumum löndum. í rússnesku borginni K. í dimmum kjallara situr gamli skósmðiurinn Innocenti við vinnu- borðið sitt og er að bæta skó. Nú er dagsbirt- an nærri horfin. Rétt í þessu opnast dyrnar og inn kemur ungur maður, grípur hönd skósmiðs- ins og ætlar að kyssa hana. En áður en gamli maðurinn leyfir það lítur hann alvarlega á and- lit unga mannsins og spyr: “Hefir þú nokkrar fréttir?” Ungi maðurinn hvíslar einhverju að honum, svo andlit gamla mannsins uppljómast af innri gleði. Svo stendur hann upp, kyssir unga manninn, leggur hendur sínar á höfuð hans, blessar hann og segir: “Það var gott þú komst. Eg var hræddur um að ótti mundi hindra þig frá að koma. Vertu hirðir Guðs hjarðar. Guð veri með þér. Farðu nú strax, því hvaða augnablik sem er getur einhver kom- ið, sem ekki má sjá okkur saman.” Hver er þessi gamli skósmiður? Hann er biskup í rússnesku kirkjunni, löglega valinn og vígður samkvæmt skipun frá Pétri, æðsta yfir- manni kirkjunnar, sem nú er í útlegð. Eins og Páll vinnur hann fyrir sér með iðn sinni, svo hann sé ekki söfuðinum til byrði. Neðst i skó- smíðatösku sinni geymir hann skjölin, semi sýna stöðu hans. (Kr. Ukeblad). Tíminn týniát “Hvernig stendur á þessu?” spurði dreng- ur, sem var að læra að setja stíl, “Jim kemur margfalt meiru í verk heldur en eg, og þó vinn eg eins fljótt eins og hann, þú hefir sagt það sjálfur, og eg hefi ekki fleiri villur en hann.” Formaðurinn staðnæmdist og leit á dreng- ina þar sem þeir voru að vinna. “Já, ef nokkuð er, þá ert þú fljótari. En eg skal segja þér hverju munar hjá ykkur. Þú lítur upp í hvert skifti sem dyrnar opnast, en hann gjörir það ekki. Mikill tími tapast á þennan hátt. Það er eins og gat á vasanum.” Það var ekki hægt að fá betri samlíkingu. Þú gætir haft talsvert af smápeningum í vasa þínum, já svo dollurum skifti, en ef gat væri á vasanum, þá yrði ekki mikið eftir af pening- úm þegar vikan væri liðin. Eins er með tím- ann. Klukkustundin samanstendur af mínút-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.