Stjarnan - 01.09.1938, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.09.1938, Blaðsíða 5
STJARNAN á að þær mættu engan senda til að setja píanóið í stand. “Viltu ekki segja mér hvað stendur í vegi?” spurði Mrs. Jackson vingjarnlega. Með sjálfri sér var ;hún að hugsa hvort Mary mundi fyrir- verða sig fyrir foreldra sína eða heimili sitt. Augu ungu stúlkunnar fyltust af tárum, hún þagði nokkur augnablik, svo leit hún upp og sagði: “Eg gaf ekki rétta utanáskrift. Eg á heima á 158 Spruce Street, en eg gaf ekki rangt' númer af J>ví eg skammaðist mín fyrir heimilið eða móður mína, sem er ekkja, og leggur mikið á sig að vinna; við erum ósköp fátæk og heimilið er heldur lítilfjörlegt. Ef þið óskið eftir að sjá mömmu þá skal eg fylgja henni hingað ofan á skrifstofuna.” Mrs. Jackson tálaði ekki meira um þetta, en hún skildi ekkert í því. Næsta dag kom Mrs. Brandon til að líta yfir umsóknarbréfin og Mrs. Jackson sagði henni frá heimsókn og samtalinu við Mary MacGuire daginn áður og lét i ljósi forvitni sína um að vita hvers vegna hún hafði fyrst gefið ranga utanáskrift. “Við skulum fljótt finna sannleikann í því máli,” sagði Mrs. Brandon, “við skulum fara út í eftirmiðdag og leita uppi 158 Spruce Street.” Þær fóru og fundu húsið, það var ósköp lítið. Þegar hurðin var opnuð, kom móður- leg, lítil kona út í dyrnar og heilsaði þeiin. Hún svaraði spurningu þeirra og sagði: “Já, Mary MaoGuire á hér heima. Eruð þið píanó-kennararnir hennar? Gjörið svo vel að koma inn.” Litla stofan, sem þær komu inn í var sama sem auð. Þær settust á eitthvað sem átti að vera setubekkur og litu kringum sig en sáu hvergi hljóðfærið. “Eg skal kalla á Mary,” sagði Mrs. Mac- Guire, “hún verður glöð að sjá ykkur, hún tal- ar ekki um annað en spil og sönglist og nám á hljómlistarskóla og í París.” En Mary kom ekki þegar kallað var, svo móðir hennar opnaði eldhúsdyrnar og sagði: “Hivar getur Ihún verið. Eg má til’að fara og leita að henni.” Mínútu seinna konn hún inn aftur- og sagði: “Viljið þið báðar koma út hingað augna- blik. Eg skil ekkert í hvað hún hefir farið. En meðan hún er í burtu ætia eg að sýna ykk- ur hvað hún er uppáfyndingasöm.” Þegar aðkomukonurnar komu út í hið hreinlega eldhús sáu þær að ytri hurðin var í hálfa gátt, eins og Mary hefði flýtt sér út. 77 “Þið sjáið, hún er svo dauðhrædd um að þið komist að leyndarmáli hennar, en . . .” Rétt í þessu kom Mary inn í eldhúsdyrn- ar og gat ekki talað fyrir grátstaf í kverkun- um. Þegar hún loksins gat komið upp orði sagði hún: “Ó, mamma, nú fæ eg aldrei, aldrei nokkurt tækifæri.” “Vertu nú róleg,” sagði miamma hennar og faðmaði hana að sér til að hugga liana, um leið og hún benti gestunum út að glugganum, þar var strauborð, sem hvíldi með annan end- ann á gluggakistunni en hinn á stólbaki, það sneri upp í loft og á röndina var límdur pappír- með myndinni af nótunum á orgeli eða píanói. “Hún sverti ferhyrndar þvottaklemmur með bleki og negldi þær á í staðinn fyrir svörtu nóturnar, ef hún er þó ekkj uppfyndingasamur unglingur,” sagði móðir hennar og mátti bæði sjá og heyra að bún var regiulega stolt af dótt- ur sinni. Gestirnir störðu frá sér numdir á strauborð- ið, svo lögðu þær nokkrar spurningar fyrir mæðgurnar. Mary hafði aldrei haít neitt hljóðfæri nema gamalt hjá nágrönnum, sem nú voru löngu fluttir í burtu. Hún hafði aldrei fengið verulega tilsögn og þó hafði hún gjört svo vel, — lært byrjunaratriðin á neðri hliðinni á strauborðinu hennar móður sinnar. Það lítur þá svo út sem áhugi, viljakraftur, þolgæði og staðfesta finnist ennþá, þrátt fyrir stjórnarstyrk, kæruleysi og letingja hugsunar- hátt, sem orðinn er svo almennur í heiminum nú á dögum. Lora E. Clement. Ágæt aðferð til að komaát úr skpldum Bóndi nokku dó og synir hans tóku við jörðinni og búinu. Sex þúsund dollara skulcl hvíldi á eigninni. Bræðurnir voru Aðventistar, en þeim fanst þeir gætu ekki borgað tíund fyr en þeir hefðu borgað skuldir þær, sem hvíldu á eigninni. Þannig liðu þrjú ár. Þeir lásu Guðs orð viðvíkjandi fyrirheitum Guðs til þeirra, sem eru honum trúir og þeim kom sam- an um að þeir skyldu, að minsta kosti borga tíund af afurðumi búsins. Næsta ár gjörðu þeir það, og á því ári borg- uðu þeir meira .niður í skuldum búsins heldur en þeir höfðu gjört í samfleytt þrjú árin þar á undan. Guð heiðrar þá, sem hlýða honum. Sjá Malakía 3. kapítula, 8. til 11. vers.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.