Stjarnan - 01.10.1938, Blaðsíða 6
86
6- TJARNAN
mikill, en ný von hafÖi vaknað hjá Frank og
hinum hugrökku hundum hans, og þeim gekk
ferÖin furÖu vel.
Nú voru tveir klukkutímar liÖnir síÖan hinn
guÖrækni kristniboÖi heyrÖi til sín talaÖ um að
setja ljósiÖ við gluggann. Bæði Tom og litli
eskimóinn, Sanghwan ætluðu að fara að hátta,
en rétt í því bili var barið að dyrum og hunda-
gelt iheyrðist fyrir utan. Tom varð alveg hissa
er hann opnaði dyrnar og sá mann með hunda-
sleða fyrir framan sig. Frank var svo aðfram
kominn að án þess að segja orð féll hann með-
vitundarlaus niður fyrir dyrum' hússins. Tom
tók hann inn og hjúkraði honum, en Sanghwa
fór með hundana inn í skýli og gaf þeim volga
Súpu, og virtust þeir einnig þakklátir fyrir góð-
ar viðtökur.
Eftir að Frank var nokkurn veginn búinu
að ná sér aftur, sagði hann trúboðanúm frá
ferðalagi sínu, og bætti því við, að hefði hann
ekki séð ljósið í glugganum þá hefði að lík-
indum bæði hann og hundarnir frosið í hel um
nóttina.
Nú skildi trúboðinn hvers vegna hann hefði
fengið skipunina viðvíkjandi ljósinu, og hann
gladdist yfir að hafa hlýtt henni tafarlaust. Ef
hann hefði beðið með það, þá hefði getað skeð
að Frank hefði tekið aðra stefnu, aldrei séð
ljósið og svo farist í kuldanum.
Óveðrið stóð yfir í fleiri daga svo Frank
tók með þökkum tilboði trúboðans að staðnæm-
ast þar nokkra daga, eða þar til veðrið lægði.
Hann hafði líka ánægju af að heyra trúboðann
tala um kærleika Guðs, frelsunr áformið, end-
urkomu Krists til að samansafna sínum útvöldu
og taka þá heim til föðunhúsanna, o. s. frv.
Frank hafði aldrei heyrt um þetta fyrri, en
hann opnaði hjarta sitt fyrir Guðs náð, og var
nú alveg sannfærður um að Guð elskaði hann.
Hann hafði sönnun fyrir því, vegna þess hve
dásamlega hann var frelsaður frá því að verða
úti þessa nótt. E. S.
Bezta sönnunin
í þorpi einu bjó eldiviðarkaupmaður, sem
var vel efnaður, en viðskifti hans voru nú að
fara aftur á bak. Hann hafði fyrrum verið
vel kyntur og verzlun hans gengið vel, en nú
sneru viðskiftamenn baki við honum hver eftir
annan, og hann var álitinn viðsjáll, hrekkja-
limur og óvandaður. Meðan alt gekk vel hjá
honum hafði hann haft nóg fyrir sig og fjöl-
skyldu sína og jafnvel lagt fé á bankann í hverri
viku.. En hann þóttist ekki græða nógu mikið,
svo hann fann upp á því að mæla viðinn fá-
einum þumlungum styttri heldur en lög gjöra
ráð fyrir. Afleiðingin varð sú að fólk vildi
ekki verzla við hann.
Eengdin á viðnum átti að vera 4 fet en
hann skipaði mönnum sínum að láta Júngdina
vera aðeins 3 fet og 7 þumlunga. Hann hélt
að enginn mundi veita því eftirtekt, og þetta
mundi verða honum f leiri hundruð dollara gróði
á ári.
En viðskiftamenn' hans mældu viðinn og
það barst út um bygðina að viðarsalinn væri ó-
ráðvandur. Fólkið vildi ekki kaupa hjá honum
lengur, það vildi heldur skifta við ráðvanda
menn.
Öllumi tiil mestu undrunar fréttist það einu
sinni að maður þessi hefði snúið sér til Guðs
og væri orðinn kristinn maður. Fáir trúðu
slikum fréttum, því þeir héldu að 'hann væri ó-
betranlegur.
Fáeinir menn, sem staddir voru í matsölu-
búð voru að .tala saman um þessar nýjungar.
Einn þeirra brá sér út í nokkrar mínútur og
kom svo inn aftur, og sagði þá með áherzlu við
félaga sína: “Það er satt, drengir, hann er utn-
ventur. Eg veit að það er satt.”
Þeir spurðu eins og í einu hljóði: “Hvern-
ig veiztu það? Hvar fékst þú sönnun fyrir
því ?”
“Ó, eg fór út og mældi viðinn sem hann lét
höggva í gær, og hann er full 4 fet á lengd.”
Þetta var þeim nóg. Þeir efuðust ekki
lengur um að afturhvarf hans væri verulegt.
Þegar alt kemur til alls þá er líferni og
breytni mannsins bezti vitniburðurinn um trú-
arbrögð hans? Jesús sagði sjálfur: “Af
þeirra ávöxtum skuluð þér þekkja þá.” Þótt
nafn þitt standi í kirkjubókinni þá er það eng-
in sönnun fyrir því að þú sért umventur, sann-
kristinn maður . . . Það er mögulegt að tilheyra
hinni stærstu kirkju i borginni en vera þó
hræsnari.
Prédikari nokkur var einu sinni að halda
ræðu um það hvílík blessun það væri fyrir
einstaklinginn, fyrir heimilið, fyrir bygðina,
þegar maður lifði einlægu, sannkristilegu lífi.
Hann mintist á dygðir þær, semi koma í ljós í
lífi sannkristins manns, og benti á hvernig
grundvallaratriði kristindómsins væru sam-