Stjarnan - 01.10.1938, Page 7
STJARNAN
tvinnuð öllum hinum daglegu skyldum bæði á
heimilinu og utan heimilis. Köna ein, sem sat
og hlustaði á ræðuna, hvíslaði að þeirri, sem
næst henn sat: “Þetta er yndisleg lýsing, en
skyldi hann sjálfur lifa þannig ” “Það gleður
mig að geta fulilvissað þig um að hann gjörir
87
það,” svaraði sú, sem til var talað, “það hittir
svo á að eg er konan hans. Hann lifir san>
kvæmt kenningu sinni.”
Þetta er það, sem heimurinn þarfnast í dag,
að fleiri leikmenn og prédikarar líka lifi í sam-
ræmi við þá trú, sem þeir játa.
Nægjusemi
“Hhgur mannsins heldur honum uppi í hans
sjúkdómi, en bili hug, liver þolir það?” Orðskv.
18114.
Það er sagt frá því um fátæka fjölskyldu
eina, að hún hafði lag á að vera ánægð undir
öllum kringumstæðum. Rík kona nokkur á-
setti sér að lijáfpa þessu fólki, en nágrannia-
kona þessara fátæklinga sagði henni þetta fólk
væri ekki svo illa statt. Hún sagðist oft heyra
það tala um góðgæti sem þiað hefði að borða,
sem hún alls ekki hefði efni á að veita sér.
Ríka konan fór nú yfir til að heimsækja þessa
fátækiinga um miðdagsleytið. Áður en hún
kom inn heyrði hún litlu stúlkuna spyrja:
“Viltu steik?” En henni var svaraði: “Nei,
eg held eg vilji heldur þetta ágæta salat.”
Svo barði konan að dyrum, opnaði og gekk
strax inn. Tvær litlar stúlkur sátu við borðið,
en á því var ekkert nema þurt brauð, kaldar
kartöflur og vatnsflaska. Hún lagði fyrir þær
nokkrar spurningar og þær sögðu henni að þær
létu eins og það sem á borðinu væri séu af-
bragðs réttir, þessi leikur þeirra gjörði alt svo
bragðgott eins og það væri veizla. “Þú getur
varla ímyndað þér hvað brauðið er gott,” siagði
önnur þeirra, “þegar við köllum það jarðar- ’
berjaköku.” “En það er þó ennþá'betra þegar
við köllum það ísrjórraa,” greip hin systirin
fram í.
Ríka konan hafði fengið nýja hugmynd um
nægjusemi þegar hún fór út úr húsinu. Hún
sá.nú að hamingja mannsins er ekki bundin við
hlutina umhverfis heldur við hugarfarið. Hún
hafði siannfærst um það sem Salómon hafði
sagt fyrir löngu síðan, að hugurinn eða hug-
rekkið heldur manninum uppi í sjúkdómi, en
ef hann missir kjarkinn þá er alt tapað.
Ef vér lifum í samfélagi við Krist þá getum
vér staðist allia erfiðleika. Hann getur breytt
kringumstæðunum, eða ef hpnum ekki þóknast
það, þá getur hann breytt skoðun vorri á þeim
og látið það alt verða oss til blessunar. Eng-
inn getur verið óhamingjusamur, sem lifir í
samfélagi við Frelsarann. E. S.
Þrjú ágœt meðul
Maður nokkur hafði orðið fyrir ákaflega
mikluimi rangindum. Litlu seinna mætti vinur
hans honum, og þá var hann eins glaður og
hamingjusamur eins og ekkert hefði gengið
honum á móti. Vinurinn spurði hvernig hann
hefði getað náð sér svo fljótt eftir þann leið-
inlega atburð, þá svaraði hann:
“Eg ihefi þrjú ágæt meðul, sem eg nota við
slík tækifæri, og það gjörði eg líka nú.
Hið fyrsta er, að eg tala ekki um við nokk-
urn mann, þegar eitthvað óþægilegt .kemur fyr-
ir mig, eg veit af reynslunni, að því meira sem
eg tala um það, þvi 'meira særir það mig. Hug-
arfar mitt er eins og glas með vatni í, sem
eitthvað óhreint hefir farið ofan i. , Sé hrært
i vatninu þá gruggast það alt upp, en ef glasið
stendur óhreyft þá setjast óhreinindin á botn-
inn.
Annað meðalið mitt er, að eg hugsa urn hve
skammvint líf mitt er, og hversu brátt það
getur verið á enda. Hið eina nauðsynlega
verður þá svo mikilvægt í mínum augum að eg
finn enga til hneigingu til að gremja mig yfir
smámunum.
Þriðja meðalið er, að eg reyni til að gleðja
aðra.
Þetta síðasta meðal notaði eg líka núna. Eg
heimsótti fátækan mann og gaf honuni svo-
litla peningaupþhæð. Þegar eg sá hversu glað-
ur og þakklátur hann var, hvarf öll gremjan úr
huga mínum.”