Stjarnan - 01.11.1938, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.11.1938, Blaðsíða 1
STJARNAN NÓVEMBER, 1938 LUNDAR, MAN. Hið núverandi ááland heimsins Vér lifum á erfiSum alvörutímum. Hvorki fyrir né eftir stríðiS mikla hefir nokkru sinni litiS ver út í Evrópu heldur en einmitt nú. Þeir af oss, sem ferSast hafa um Evrópu síS- an á stríSsárunum geta ekki lokaS augunum fyrir því aS alvarleg hætta er á ferSum. Alt bendir á aS hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins er nálægur og hraSar sér mjög. ÞaS er meir en sorglegt aS einungis fáir, og þaS jafnvel meSal hinna kristnu, geta skiliS aS spádómar Ritningarinnar uppfyllast svo greini- lega í viÖburSum nútímans. Þó finnast nokkr- ir jafnvel í söfnuSum' utari ASventistakirkj- unnar, sem hafa fengiS opin augun fyrir því, sem fram fer og hvert J>aÖ stefnir. MeS yfir- skriftinni: “Er Drottinn í nánd’’ hefir dansk- ur prestur gefiS út lítiS rit, og tökum vér eftir- farandi grein úr riti hans: “í einstöku evrópiskum löndum, sem tóku þátt í stríSinu mikla, hafa menn þann fagra siS aS staSnæmast hvar sem maSur er, þótt þaS sé á miSri braut, í eina eSa hálfa mínútu, klukk- an ellefu, ellefta nóvember, til minningar um endir stríSsins, sem átti sér staS á þeirri stundu áriS 1918, en þetta er ekkert nema fagur siSur, eftir aS mínútan er liÖin halda menn áfram aS búa sig undir næsta stríS, margfalt voSalegra en hiS fyrra, sem vér nálgumst hröSum skref- um þrátt fyrir öll loforS og samninga, sem gjörSir voru þegar skelfingu stríSsins linti. MaSur minnist 'hér ósjálfrátt orSanna, sem standa hjá Eúkasi 4:13: “Og er djöfullinn hafSi lokiS allri freistingu, veik hann frá hon- um um hríS.” Já, aÖeins “um hríS”; því er þaS ekki skelfilegt, já, djöfullegt aS ekkert af stórveldunum óskar eftir stríSi, en samt her- væSast þeir hver í kapp viS annan, þeir verSa aS gjöra þaS, eru tilneyddir, segja þeir, vegna kringumstæSnanna, vegna hinna ríkjanna, sem heldur ekki vilja stríS. “Ef menn lesa dagblöSin meS opnum aug- um og athuga máliS eins og Jesús talar um þaS í Matteusi 24. kap og víSar, þá sjáum vér aS alt er í undirbúningi, já, er þegar undirbúiS fyrir eySileggingu heimsins, sem skjótlega getur aS höndum boriS, þaS er varla blettur á jörS- unni þar sem ekki sýSur og ólgar, þaS þarf aSeins eldneistann, sem GuS mun tendra þegar hans tími kemur, og þá fer alt í bál. “ÞaS sem ennþá varnar eySileggingunni er aS Drottinn lætur merkja sína útvöldu þjóna á ennum þeirra, þegar þeir eru allir innsiglaSir, þá mun snögg eySileggin koma og enginn af þeim, sem ekki 'hafa veriS innsiglaSir mun geta umflúiÖ. “Þetta er hiS alvarlega og skelfilega sem fyrir dyrum er, en hver vill hlusta á slíka ræSu ? Hver vill ljá tungu sína til aS flytja þessa aS- vörun? Vér erum reyndir, lagÖir á metaskál- ina, og samkvæmt trúmensku vorri viS Drott- inn og málefni hans verSum vér annaÖhvort innsiglaSir eS ofurseldir eySileggingunni. “Þetta er svo alvarlegt og skelfilegt eins og Drottinn útmálar þaS fyrir oss í Ezekíel 9. kap. Þar stendur: “Þá komu sex menn frá efra hliSinu, sem snýr í norÖur og hafSi hver þeirra eyÖingar verkfæri í hendi sér, og meÖal þeirra var einn maÖur, sem var líni klæddur og hafSi skriffæri viS síSu sér. Þeir komu og námu staÖar hjá eiraltarinu. Og dýrS ísraels GuSs hafSi hafiS sig, þar sem hún 'hafSi veriS yfir aS þröskuldi hússins; og hann kallaSi á línklædda manninn, sem hafSi skriffærin viS síÖu sér. Og Drottinn sagSi viS hann: Gakk þú mitt í gegnum borgina, mitt í gegnum Jerú- salem, og set merki á enni þeirra manna, sem andvarpa og kveina yfir öllum þeim svívirSing- um, sem framar eru inni í henni. En til hinna mælti hann aS mér áheyrandi: FariÖ á eftir honum um borgina og höggviS niSur; lítiS engan vægSarauga og sýniS enga meSaumkun. Öldunga og æskumenn, meyjar og börn og konur skuluS þér brytja niSur, en engan mann skuluÖ þér snerta sem merkiS er á. Og takiS

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.