Stjarnan - 01.11.1938, Side 4
STJARNAN
92
kveðið svar: “Ef þú vilt innganga til lífsins,
þá haltu boðorðin.’’ Og til þess að gjöra skýrt
hvað hann ætti við þá vitnaði hann i tíu boð-
orðin, sem sitt heilaga lögmál.
Vér erum ekki frelsaðir fyrir hlýðni vora
við lögmálið, heldur fyrir réttlæti Krists, sem
oss er tilreiknað þegar vér trúum á hann. En
vér erum frelsaðir til þess vér getum haldið
lögmálið, sem er opinberun til vor á vilja
Krists. Þegar til breytni vorrar kemur, þá
verður hún að vera í samræmi við lögmálið.
Páll postuli skýrir þetta er hann segir: “Þess
vegna mun af verkum lögmálsins alls ekkert
hold réttlætast fyrir honum, því af lögmáli
leiðir þekking syndar.” Róm. 3:20. En hann
segir líka: “Þvi ekki eru heyrendur lögmáls-
íns réttlátir fyrir Guði, heldur munu gjörendur
lögmálsins réttlættir verða.” Róm. 2:13.
Þó Jesús kendi ekki frelsun fyrir verk
manna, þá lagði hann áherzlu á hlýðni við tíu
boðorðin bæði í kenningu sinni og lífi sínu.
Hann sagðist hafa haldið boðorð föður síns.
(Jóh. 15:10). Líka lofaði hann þeim, sem
héldu boðorðin og kendu öðrum að halda þau,
að þeir skyldu öðlast heiður í Guðs ríki. Jó-
hannes postuli sá i sýn Guðs börn á himni, sem
fylgdu Lambinu hvert sem það fer. “Hér
reynir á þolgæði hinna heilögu, þeir er varð-
veita boð Guðs og trúna á Jesúm.”. Opinb.
14 :i2.
Sonur Guðs hafði lögmál föðursins í hjarta
sínú (Sálm. 40:8). Og ef vér veitum honum
inngöngu í hjörtu vor þá lifir hann sínu lífi í
oss. “Hann er sá sami í gær og í dag og að
eilífu.’’ Þess vegna munu allir, sem hann hefir
frelsað hafa lögmál hans í hjarta sínu. Jer.
31:33 °& Hebr. 8:10. vers Það var óhlýðnin,
sem orsakaði þörf vora á frelsara. Fyrir
trúna á Krist og samfélagið við hann öðlumst
vér frelsun frá óhlýðninni og yfirtroðslu Guðs
boðorða, því “syndin er lagabrot.” I. Jóh. 3:4.
Það er augljóst að söfnuðunum í Nýja Testa-
mentinu var ætlað að uppfylla réttlætiskröfur
lögmálsins, það er að hlýða fyrirskipunum
þess. (Róm. 8:1-7). Það er villukenning,
sem margir halda við nú á tímum að Kristur
hafi afnumið lögmálið. Þetta sézt greinilega
þegar vér athugum að “syndin er lagabrot,” og
Páll segir oss enn fremur að “þar sem ekki er
lögmál þar er heldur ekki yfirtroðsla.” Róm.
4:15. Einnig stendur skrifað: “Hann skaltu
láta heita Jesús, því hann mun frelsa sitt fólk
frá þess syndum.” Matt. 1:21. Það leiðir af
sjálfu sér að ef ekkert lögmál er síðan Jesús
dó, þá er heldur engin synd síðan; samkvæmt
orðum Páls Postula. Og ef engin synd er til
þá er engin þörf á frelsara til að frelsa frá
synd. Þörfin á frelsara er burt tekin með
slíkri kenningu og alt forlíkunarstarf Krists
einkis metið. Líf hans og dauði er þá óþarft
og hlægilegt.
Hvaða betra vopn gat satan fundið upp til
að hindra sáluhjálp manna, heldur en þetta, að
fá men til að kenna frá prédikunarstólnum að
Guðs lögmál væri afnumið ? Er það nokkur
furða þó menn nú hugsi lítið um endurlausnar
verk Krists og semji styttri Biblíu, þar sem
slept er úr öllum þeim textum, sem benda á
forlikun mannsins fyrir blóð Krists ?
Menn segja að Jesús hafi uppfylt lögmálið
svo það sé ekki lengur í gildi. Ef svo væri, þá
bæri Guðs orði ekki saman við sjálft sig. Orð-
ið segir: “Aðalatriði efnisins, þegar alt er
athugað, er þetta; Óttastu Guð og haltu hans
boðorð, því það á hver maður að gjöra, því
Guð mun leiða alla hluti fyrir dóminn, yfir
öllu, sem hulið er, hvort sem það er gott eða
ilt.” Préd. 12:13, 14. Það er augljóst af þessu
að kenningin um afnám lögmálsins er villa, því
dómurinn var á Krists dögum í framtiðinni, og
Guðs lögmál verður mælikvarðinn í dóminum,
svo það verður þá í gildi fram á dómsdag.
Orðið uppfylla eða fullkomna í Matt. 5:17,
þarf alls ekki að valda neinum misskilningi, ef
vér lesum annan texta þar sem Jesús notar
sama orðið. Þegar Jóhannes færðist undan að
skíra Jesúm þá sagði Jesús við hann: “Veittu
mér þetta, því þannig ber okkur að fullnægja
öllu réttlæti.” Matt. 3:15. (í enskunni er
orðið “fulfil” notað í báðum stöðum). Enginn
getur látið sér til hugar koma að orðið “full-
nægja” eða “uppfylla” þýði hér að afnema eða
eyðileggja, því þá yrði alt réttlæti afnumið.
Þvert á rnóti þýðir orðið “uppfylla” eða “full-
nægja” blátt áfram að framkvæma eða gjöra.
Það var nauðsynlegt fyrir Jesúm til þess að
framkvæma alt réttlæti, að láta skírast sem vor
fullkomna fyrirmynd. Að uppfylla lögmálið
hlýtur því að meina að halda lögmálið, eins og
líka Páll setur það fram sem ástæðuna fyrir
dauða Krists: “Til þess að réttlætiskröfu lög-
málsins yrði fullnægt hjá oss, sem ekki göng-
um eftir holdi, heldur eftir anda.” Róm. 8:4.
Án Krists og hans náðar getum vér ekki fylgt
réttlætinu, það er haldið Guðs boðorð, “því
lögmálið er andlegt en eg er holdlegur.” Róm.
7:i4.