Stjarnan - 01.11.1938, Qupperneq 2
STJARNAN
90
fyrst til hjá helgidómi mínum. Og þeir tóku
fyrst til á öldungum þeim, sem voru fyrir
framan musterið . . . . þá kom línklæddi ma8-
urinn, sem hafÖi skriffærin viÖ síÖu sér aftur
og sagði: Eg hefi gjört eins og þú bauðst
mér.”
Vér erum alveg sammála þessari grein
höfundarins og viljum leggja áherzlu á þann
sannleika að Guð er nú að láta innsigla sín trú-
föstu börn með innsigli lifanda Guðs. Sjá
Opinb. 7:1-3.
L. H. Christian.
Guð lætur sér ant um börnin sín
Mörg dæmi eru upp á það, bæði fyr og
seinna hvernig Guð hefir varðveitt starfsmenn
sína frá hættu og slysum’. Eftirfarandi frá-
sögur eru frá Suður-Ameríku. Alcides Par-
ente segir svo frá:
“Eg var að fylgja bókasölumanni frá
Garanhuus til Caruaru, við vorum á mótor-
vagni, sem flutti 60 poka af kaffi og keyrðum
30 mílur á klukkutímanum. Alt í einu komum
vér að lítilli brú, plankarnir höfðu verið rifnir
af henni og þeim var pælt upp hinum megin.
Vér vorum 7 farþegar, sem sátum uppi á kaffi-
pokunum. Allir nema þrír urðu svo ótta-
slegnir, er þeir sáu að plankarnir voru ekki á
brúnni, að þeir köstuðu sér út af vagninum i
von um að geta á þann hátt forðast slys. Fé-
lagi minn og eg gleymdum okkur alveg það
augnablikið og þegar við áttuðum okkur nóg
til að sjá hvað um var að vera, þá var vagn-
inn slysalaust kominn yfir brúna og yfir
plankabunkann. Vér vorum úr allri hættu. En
það hrygði okkur mjög er vér litum til baka og
sáum samferðamenn okkar flesta limlesta.
Einn þeirra sagði: “Eg reyndi að frelsa sjálf-
an mig, en það lánaðist ekki.”
“Eg kendi í brjósti um aumingja mennina.
Eftir að eg hafð iþakkað Guði fyrir að hann
sparaði lxf okkar, fylgdi eg hinum særðu til
sjúkrahússins.....
Severins Pereira, bókasölumaður var á
heimleið eftir að hafa afhent bækur, sem pant-
aðar voru. Hann hafði fengið keyrslu með bíl.
Eftir nokkra stund bilaði eitthvað og þurfti
aðgjörðar, ,svo bókasölumaðurinn beið þar tif
hann gat fengið far með öðrum vagni, sem
flutti kvarnarstein, sero vóg mörg skippund.
Að stundu liðinni staðnæmdist þessi vagn, svo
keyrslumaður og farþegar gætu fengið sér
matarbita. En nú sá bókasölumaðurinn að
hann hafði skilið eftir bókapakka á fyrri vagn-
inum, svo hann var tilneyddur að bíða eftir
honum, en annar maður fékk nú sæti hans á
þessum vagni.
S.tuttu seinna frétti hann að þessi vagn
hefði fallið ofan í gjá, og maðurinn, sem tók
sæti hans hefði kramist til dauða undir kvarn-
arsteininum. Þegar bókasölumaðurinn heyrði
þessar fréttir, gat hann ekki látið vera að
þakka guði fyrir að varðveita hann frá slíku
slysi. ....
Annar bókasölumaður, Nathan Florencio
var á ferð gegnum skóg í mótorvagni. Alt í
einu steyptist vagninn fram af bakka. Einn
af farþegunum var bráðdrepinn og margir
fleiri særðir, en bókasölumaðurinn var alveg
ómeiddur. Vor himneski faðir varðveitir
sendiboða sína.
Nilo Gomes, bókasölumaður beið við veg-
inn til að fá far með vagni heim til sín. Vagn-
inn kom von bráðar, en áður en hann steig upp
í vagninn spurði hann hvað það kostaði.
Keyrslumaður setti nú fargjaldið svo hátt að
það var frágangssök. Nokkrum mínútum
seinna rakst þessi vagn á brúarstólpa og flestir
farþegarnir meiddust. Þá skildi bókasölumað-
urinn hvers vegna fargjaldit? var sett svo hátt.
Guð notaði það til að frelsa hann frá slysum
og ef til vill dauða....
Senhor Tarente endar frásögur sínar með
þessari eftirfylgjandi;
“Eg var að skila bókum í Pernambuco.
Vagninn fór út af götunni og veltist um hér
um bil 50 fet frá aðalveginum. Eg sá þegar
vagninn. fór út af veginum, svo vissi eg ekki
meira þar til eg vaknaði eins og af svefni, þá
heyrði eg óp og kveinstafi og áttaði mig nú á
hvílíkt slys að orðið hefði. Eitthvað þungt lá
ofan á mér. Eg hélt eg hlyti að vera meiddur,
en eg gat hreyft limina og lánaðist að skríða út.
Eg þakkaði Guði fyrir að hann hafði varðveitt
mig, svo eg var alveg ómeiddur. Eg er lifandi
vitni um það hvernig Guð varðveitir sendiboða
sína, sem flytja fagnaðarerindi hans út til fólks-
ins.”
Á þessum óvissu tímum, meðan heimurinn
hraðar sér áfram til eyðileggingar og vald hins