Stjarnan - 01.11.1938, Side 3

Stjarnan - 01.11.1938, Side 3
5 TJARNAN 91 i t illa berst á móti ljóssins englum; þá sjáum vér mörg dæmi upp á Guðs undraverðu gæzku og umönnun fyrir börnum sínum. Hversu oft er ekki reynsla þeirra eins og Jobs. Þér munið hvernig Guð spurði satan: “Tókstu eftir þjóni mínum, Job? Enginn er sem hann á jörðunni, ráðvandur og hreinskilinn, sem óttast Guð og forðast hið illa.” Satan anzaði Drotni og sagði: “Ætli Job óttist Guð fyrir ekkert. Hefir þú ekki varðveitt hann og hús hans á allar hliðar, og alt sem hann á. Hans handa- verk hefir þú blessað og hans fénaður fyllir landið. En réttu nú út hönd þína og kom þú við alt sem hann á, hvað er að vita nema hann opinberlega afneiti þér.” Og Drottinn sagði til satans, sjá, alt, sem hann á sé þér í hendi, legg þú aðeins ekki hönd á hann.” Hinn vondi reynir á allar hliðar að brjótast gegnum> girðingu þá, sem Guð setur til varð- veislu kringum börn sín. Hann gjörir alt, sem hann getur til að hindra starf Guðs sendiboða. Hann reynir að ræna þá trú og hugrekki í von um að þeir gefist upp við kærleiksverk sitt, að flytja fagnaðarerindið. Jafnvel þó vér ekki munum ætíð eftir því, þá er þó verndarengill með oss, sem vakir yfir hverju fótmáli voru. Einn af samverkamönn- um mínum í fyrri daga í Brazilíu kom ofan bratta fjallshlíð. Maður nokkur, sem' bjó við f jallsræturnar bauð honum inn og spurði hann um leið hvar félagi hans væri. “Eg er einn á ferð,” svaraði maðurinn. Bóndinn stóð fast á því að hann hefði haft samfylgdarmann, þá skildi ungi maðurinn, sem var að selja bækur, að Guð hafði leyft bónda að sjá verndarengil hans, til að undirbúa komu hans inn á þetta heimili. Hann seldi bónda nokkrar bækur og skýrði fyrir honum og fólki hans boðskapinn um endurkomu Krists. Vér þurfum að vaka yfir sjálfum oss að vér ekki leggjum leið vora þangað, sem Guðs verndandi englar ekki geta fylgt oss. í öllu sem vsr gjörum, tölum og hugsum þurfum vér að ’fylgja frelsara vorum og vilja vors himneska föður. Eins og lítil börn megum vér örugg hvíla í trausti til hans varðveislu. “Hann, þinn verndara, syfjar ekki . . . hann mun geyma þína sál.” Hví skyldum vér þá eyða kröftum vorurn í áhyggju fyrir ókomna tímanum. Að- eins yfirstandandi augnablik er vort, og það eru einkaréttindi vor að gjöra Guðs vilja, og starfa að því án afláts að leiða aðra til hans og segja þeim frá hvað Drottinn vor og frelsari hefir í náð sinni gjört fyrir oss. C. A. Rentfro. > Kriátur og lögmálið Jesús sýndi hina fylstu viðurkenningu fyrir Guðs lögmáli, sem unt var að sýna, þegar hann lét líf sitt. Dauði 'hans staðfestir eitt skifti fyrir öll að það var ómögulegt að nafnema lög- mál Guðs. Jesús úthelti blóði sínu til að for- líka fyrir yfirtroðslu lögmálsins og óhlýðni við það. Lögmálinu var ekki hægt að breyta og einnig var ómögulegt að afnema það. Einn tilgangur krossfestingarinnar var að vitna um ævarandi gildi lögmálsins og heilag- leika þess. Jesús tók upp á sig vorar syndir, og þá varð annaðhvort lögmálið að gefa eftir, eða hann varð að deyja. Hér var reynslan, sem sýndi óumbreytanlgeleika lögmálsins gegn- um líf og dauða Krists. Vér þurfum að muna það, að með dauða sínum staðfesti Jesús hið ævarandi gildi lögmálsins. Hann opinberaði í lífi sínu það sem Páll ritaði seinna: “Ónýtum vér þá lögmáli,ð með trúnni? Fjarri fer því, heldur staðfestum vér lögmálið.” Róm. 3:31. Men sýna Kristi hina mestu fyrirlitningu þegar þeir reyna að draga stryk yfir tilgang hans með því að gefa líf sitt fyrir mannkynið. En slík fyrirlitning verður árangurinn af þeirri kenningu, að lögmálið sé afnumið í Kristi og fyrir dauða hans, því það var gagnstætt til- gangi hans og kenningu að afnema það. Hann sagði sjálfur:: “Ætlið ekki að eg sé kominn til að aítaka lögmálið og spámennina, til þess er eg eigi kominn ,heldur til þess að fullkomna það.” Matt. 5:17. í næstu versunum á eftir sjáum vér að Jesús tekur mönnum alvarlega vara fyrir því að brjóta lögmálið eða breyta jafnvel hinum minsta bókstaf þess eða kenna mönnum að gjöra það. Þótt ekki finnist eitt einasta orð í Nýja Testamentinu, sem bendi á að menn geti orðið frelsaðir með því einu að halda lögmálið, þá er það alstaðar gefið í skyn, að varðveisla Guðs boðorða bæði í orði og verki sé ávöxtur þeirrar breytingar1, sem kraftur Krists framleiðir í lífi hins trúaða. Þegar maður einn kom til Jesú og spurði: “Hvað gott á eg að gjöra, til þess eg eignist eilíft líf ?” þá gaf Jesús beint og á-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.