Stjarnan - 01.11.1938, Side 5
STJARNAN
Líf Krists leiðir í ljós grundvallarreglur
lögmálsins og skýrir þær. Þegar heilagur andi
sýnir manninum þörf hans á blóÖi Krists til
a8 hreinsa hann og helga, þá er lögmálið náÖ-
armeðalið, sem Guð notar til að sýna mann-
inum þörf sína á frelsara, svo hann megi verða
réttlættur fyrir trúna. “Drottins lög eru full-
komin og endurnæra sálina.” Sálm. 19:7.
Þangað til himinn og jörð forgengur mun
ekki hinn minsti bókstafur eða titill lögmáls-
93
íns líða undir lok, unz því öllu er fullnægt,”
sagði Jesús. Meðan sköpunarverk Guðs við-
helzt, festinging yfir og jörðin undir fótum
vorum, þá eru þau vitni Guðs um það að boð-
orð hans eru eilíf og óumbreytanleg. Já, jafn-
vel þó himin og jörð líði undir lok, J>á mun
Guðs heilaga lögmál haldast við : “Auðveldara
er að himinn og jörð forgangi en að hið minsta
atriði af lögmálinu gangi úr gildi.” Lúk 16:17.
E. S.
Leyndardómurinn
Hinn nafnkunni enski söngmaður, P. P.
Bilhorn, segir eftirfylgjandi sögu um D. L.
Moody:
Haustið 1892 bað Mr. Moody mig að hjálpa
sér við nokkrar samkomur í Buffalo. Mr.
Sankey var veikur en bæði Mr. Stebbins og
McGranahan voru að starfa á öðrum stað. Mr.
Moody hélt til á litlu veitingahúsi, en samkom-
urnar átti að halda í leikhúsi nokkuð langt það-
an sem hann bjó.
Mr. Moody hafði það fyrir sið að lesa
kapítula í Biblíunni strax eftir morgunmat, og
gjöra fáeinar athugasemdir við það, sem hann
las, svo bað hann fyrir samkomunum og ýmsu
fólki, sem lá honum á hjarta, og einnig fyrir
Biblíuskólanum, sem nú ber nafn hans. Það
var ætíð líf og kraftur í bænum hans.
Einn illviðrisdag, þegar morgunguðsþjón-
ustan var á enda, spurði eg Moody hvað væri
eiginlega leyndardómurinn við hans andlega
kraft. Mér virtist alveg eins og hver einasti
maður, sem hann talaði við um frelsið í Kristi,
tæki strax á móti fagnaðarerindinu. Eg þráði
svo mjög að öðlast þessa blessun og kraft til
að geta leitt menn til Krists.
“Bilhorn,” svaraði hann, “eg skal með á-
nægju segja þér það. Eg hefi nefnilega lofað
Guði og gjört það að reglu, að tala að minsta
kosti við eina manneskju, hvern einasta dag,
um frelsun sálar hans eða hennar.”
“En það er ekki ætíð sem maður fær tæki-
færi til þess,” svaraði eg. Oss verður gefið
það tækifæri ef vér lifum í stöðuðu samfélagi
við Guð og höfum augun opin til að nota tæki-
færið þegar það gefst.”
Nú var mér mikið áhugamál að fá að sjá
hvernig hann gat komist i samræður við fólk
um frelsun sálar þeirra. Þennan dag var ekki
útlit fyrir að neinn mundi koma til hans, af því
veðrið var svo slæmt. Maðurinn, sem vann í
lyftivélinni, svertinginn, sem bar á borð og
skrifstofuþjónninn voru allir trúaðir menn.
Óveðrið fór í vöxt. Klukkutíma áður en sam-
koman átti að byrja var komið voðalegt óveður,
svo eg sagði við Moody: “Það verða víst ekki
rnargir sem voga sér út í kvöld.”
Moody svaraði: “Það verður fult hús ; ef
þú trúir því, þá mun það verða.” Svo leit
hann út um gluggan og sagði: “Eg hefi aldrei
séð aðra eins hellirigningu. Viltu gjöra svo
vel að útvega okkur vagn?”
Eg flýtti mér ofan, en rétt í því eg opnaði
dyrnar staðnæmdist vagn fyrir framan húsið,
og keyrslumaður spurði hvort Moody væri far-
inn á samkomuna.
“Nei. Eg átti að fara og útvega honum
vagn.”
“Hann getur keyrt með mér,” svaraði mað-
urinn.
Eg flýtti mér inn, hjálpaði Moody í yfir-
höfnina og við fórum báðir inn í lyftivélina.
“Jim, biddu fyrir okkur í kvöld,” sagði hann
við manninn i lyftivélinni. Við stigum inn í
vagninn og Moody bað keyrslumanninn að
keyra rétt fram með hliðarstéttinni.
Vatnið flóði um göturnar og var nærri eins
hátt og stéttin. Moody var altaf að opna dyrn-
ar og stinga út höfðinu þrátt fyrir óveðrið.
Það var mjög dimt og regnið buldi á vagninum.
Eg var heldur hissa á því hvernig Moody bar
sig til en eg þagði, og eg fékk brátt skýringu á
atferli hans, því hann kallaði til keyrslumanns-
ins að stöðva vagninn, svo sté Moody út úr
vagninum, rétt í sama bili kom maður eftir
gangstéttinni, hann gekk á móti veðrinu, beygði
sig áfram og hélt regnhlíf fyrir framan sig.
Moody stöðvaði manninn og spurði hvert hann
væri að fara.
“Eg er að fara á leikhúsið til að heyra
Moody prédika.” “Eg er á leið þangað líka.