Stjarnan - 01.12.1938, Blaðsíða 1
STJARNAN
DESEMBER, 1938
LUNDAR, MAN.
Treyátir þú Guði?
Eg hefi heyrt svo mörg Guðs börn með
alvöru og sannfæringu segja: “Eg treysti
Guði,” svo eg hefi farið að hugsa um hvað það
meinar í raun og veru að treysta Guði. Sér-
stök áherzla hefir stundum verið lögð á þetta
traust til Guðs af þeim, sem um leið kannast
við að þeir viti betur en þeir breyta, og þeir
treysta því að Guð muni ekki taka hart á van-
rækslu þeirra í að gjöra skyldu sína, eða yfir-
rtoðslu þeirra á boðorðum hans. Þetta er of-
traust, sem menn draga sjálfa sig á tálar með.
Að treysta Guði er að trúa orði hans, reiða sig
á að hann meinar það sem hann segir, og að
hann stendur við orð sin, hvort sem það eru
aðvaranir, áminningar eða fyrirheit. Sá, sem
treystir Guði hlýtur því að lesa orð hans með
rnestu gaumgæfni, hann hefir djúpa. innilega
þrá eftir að þekkja Guð og umgangast hann, og
lifandi löngun til að hlýða boðum hans í smáu
og stóru. Jesús segir: “Rannsakið Ritning-
arnar,” sá sem treystir Guði mun því lesa Biblí-
una meir en nokkra aðra bók. Hið æðsta og
helzta boðorð er að elska Guð af öllu hjarta,
allri sálu, öllum kröftum og öllum huga. Sá,
s"nr treystir Guði sýnir í öllu lífi sínu að hann
elskar Guð fram yfir alt og alla, og þetta leiðir
hann til að halda öll Guðs blessuðu boðorð,
hvort sem aðrir menn gjöra það eða ekki. Hann
heldur Guðs heilaga hvíldardag og fer ekki í
felur með það þó hann viti að fjöldinn fyrirlíti
og í ótum troði þetta boðorð, því hann treystir
orðinu sem segir: Ef þér haldið mín boðorð
munuð þér standa stöðugir í minni elsku, eins
og eg hélt iboðorð föður míns og stend stöðug-
ur í hans elsku.”
Sá, sem treystir Guði, hann dregur sér ekkj
annara fé, heldur er samvizkusamur í öllum
viðskiftum sínum við náungann. Hann leitar
fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis, því hann
reiðir sig á loforð Guðs um, að hann skuli fá
hitt alt, það er nauðsynjar lífsins, í viðbót.
Matt. 6:33.
Sá, sem treystir Guði hann gefur Guði hvað
Guðs er og keisaranum hvað keisarans er
Hann borgar trúfega einn tíunda part af tekjum
sínum til eflingar Guðs ríki, og gefur auk þess
það sem hann getur af þeim níu tíundu hlutum,
sem honum tilheyra sem þakkarfórn til minn-
ingar um velgjörðir Drottins og til að flýta
fyrir boðun fagnaðarerindisins út um allan
heim. (Mal. 3:8-11).
Sá, sem treystir Guði leitast við á allan hátt
að leiða aðra til þekkingar og móttöku sann-
leikans. Hann er hógvær og umburðarlyndur
þótt hann sé misskilinn eða honum sé eitthvað
gjört á móti. Hann keppir eftir að ná því tak-
tnarki sem honum er fyrirsett: “Verðið heilag-
ir eins og sá er heilagur, sem yður hefir kall-
að.” Hann talar aldrei illa um náungann, því
hann minnist þess að orðið segir: “Þetta er
mitt boðorð að þér elskið hver annan eins og eg
hefi elskað yður.”
Sá, sem í sannleika treystir Guði sýnir það
með því að afla sér sem beztrar þekkingar á
orði hans og hlýða því af öllu hjarta og í öllum
greinum. Treytir þú Guði?
S. Johnson.
1 október í haust heimsótti eg nýlendur fs-
lendinga í Norður-Dakota og mætti alstaðar svo
hjartanlegri, ástúð og gestrisni sem ávalt ein-
kennir fslendinga. Eg hefi haft sanna ánægju
af að kynnast löndum mínum bæði í Canada
og Bandaríkjunum, og þakka yður öllum hjart-
anlega, sem á einn eða annan hát thafið létt mér
erfiði og áhyggjur lífsins.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól í Jesú
nafni.
N. Johnson.