Stjarnan - 01.12.1938, Blaðsíða 2
98
STJARNAN
Hluttekning í vegsemd Kriáts
Heródes konungur þjáðist af samvizkubiti.
Hann hafÖi sama álit á Jóhannesi skírara sem
hann hafÖi áður haft. Þegar hann mintist á
hið sjálfsfórnandi líf hans, hinar hátíÖlegu og
alvarlegu kenningar hans og áminningar og
hann flekklausa framferði} og svo hvernig hann
var af dögum ráðinn, þá hafði samvizka hans
engan frið né ró. Þegar hann framkvæmdi
stjórnarstörf sín} eða þegar háttstandandi menn
sýndu honum' lotningu, þá virtist hann glaður
og tignarlegur, en undir þessu ytra yfirbragði
barðist angistarfult hjarta, sem píndist af stöð-
ugum ótta fyrir því að bölvun hvíldi yfir hon-
um. »
Heródes gat ekki gleymt orðum Jóhannesar
að alt er opið og bert fyrir lifanda Guði. Hann
var sannfærður um að Guð' var alstaðar ná-
lægur, að hann sá skemtanirnar í veizlusalnum
og heyrði skipunina um að Jóhannes yrði háls-
höggvinn. Hann veitti eftirtekt illgirnis gleði
Heródías og hve hæðnislega hún leit á hið af-
sniðna höfuð hans, sem hafði ámint og aðvarað
hana. Margt það, sem Jóhannes hafði sagt
hljómaði nú með meiri krafti fyrir samvizku
hans, heldur en meðan Jóhannes prédikaði í
eyðimörkinni.
Þegar svo Heródes heyrði um starf Krists
varð hann mjög áhyggjufullur. Hann hugsaði
að Guð hefði ef til vill reist Jóhannes aftur til
lífsins til þess því átakanlegar að fordæma
synd hans. Hann óttðaist nú sífelt að Jóhannes
mundi hefna Mfláts síns með því að lýsa bölvun
yfir honum og heimili hans. .Heródes uppskai
það, sem Guð sagði mundi verða afleiðing þess
að halda áfram í synd: “Skjálfandi hjarta,
þrútnandi augu og ráðþrota sál. Líf þitt mun
leika fyrir þér sem1 á þræði, og þú munt hrædd-
ur vera nótt og dag og aldrei vera ugglaus um
Mf þitt. Á morgnana muntu segja:. Ó, að það
væri komið kvöld, og á kvöldin muntu segja:
Ó, að það væri kominn morgun, sökum hræðslu
þeirrar er gagntekið hefir hjarta þitt, og sökum
þess er þú verður að horfa upp á.’’ 5. Mós.
28:65-67. Samvizka syndarans er ákærandi
hans, og það er hin sárasta kvöl sem til er að
hafa engan frið nótt né dag fyrir samvizkubiti.
Mörgum virðast forlög Jóhannesar leynd-
ardómsfull og óskiljanleg. Hjá mörgum vakn-
ar sú spurning hvers vegna hann hafi þurft að
vanmegnast og deyja í fangelsi. Vér skamm-
sýnir menn getum ekki skilið Guðs alvitru
stjórn í þessu, en þetta raskar ekki trausti voru
til Guðs, því vér minnumst þess að Jóhannes
var hluttakandi í píslum Krists. Allir, sem
fylgja Jesú munu bera kórónu sjálfsfórnarinn-
ar. Eigingjarnir menn munu misskilja þá og
satan mun ofsækja þá með miklum ákafa. Það
er þessi sjálfsfórnandi kærleiksandi, sem óvin-
urinn hatar og ofsækir hvar sem hann kemur
fram.
Bæði æska Jóhannesar og fullorðinsár báru
vott um staðfestu og sterkan siðferðiskraft.
Þegar rödd hans reyrðist í eyðimörkinni og
hann hrópaði: “Greiðið veg Drottins, beinið
brautir hans,” þá óttaðist myrkrahöfðinginn að
ríki hans yrði niðurbrotið. Voði syndarinnar
var svo skýrt útmálaður að menn skelfdust.
Margir sem höfðu látið leiðast af hinum vonda
slitu sig nú lausa. Satan hafði verið óþreyt-
andi í tilraunum sínum að hindra Jóhannes frá
að þjóna Guði með óskiftu hjarta, en honum
tókst það ekki. Honum hafði einnig mistekist
að sigra Jesúm. Þegar satan freistaði Krists í
eyðimörkinni þá beið hann ósigur. iNú var
hann ákaflega reiður og ásetti sér að hryggja
Jesúm með því að ráðast á Jóhannes. Hann
reynir að valda þeim sorg og erfiðleikum, sem
hann ekki getur leitt til syndar.
Jesús skarst ekki í leikinn til að frelsa líf
þjóns síns. Hann vissi að Jóhannes mundi
standast reynsluna. Jesú hefði svo gjarnan
viljað heimsækja Jóhannes og lýsa upp myrkur
fangelsisins með návist sinni, en hann mátti ekki
hindra sitt eigið starf. Hans tími var enn
ekki kominn til að gefa sig í hendur óvinanna.
Hann hefði gjarnan viljað frelsa líf hins trú-
fasta þjóns síns, en vegna hinna mörgu þús-
undan, sem seinna mundu líða fangelsi og dauða
varð Jóhannes að tæma píslarvættis bikarinn.
Þegar eftirfylgjendur Krists urðu að vanmegn-
ast einir í fangaklefum sínum, Mða dauða í
pínubekknum eða báhnu, og svo leit út að þeir
væru yfirgefnir bæði af Guði og mönnum, þá
mundi það styrkja þá að minnast þess, að Jó-
hannes skírari, sem Jesús gaf vitnisburð um
trúmensku, varð að Mða sömu kjör.
Satan var Mðið að stytta Mfsstundir þessa
sendiboða Drottins. En það Mf, sem hulið er
með Kristi í Guði, (Kól. 3:3), gat óvinurinn
ekki snert. Hann hlakkaði yfir að geta hrygt
Jesúm en hann gat ekki sigrað Jóhannes. Dauð-
inn fjarlægði hann frá valdi freistarans. Satan
ft
>
i