Stjarnan - 01.12.1938, Side 5

Stjarnan - 01.12.1938, Side 5
STJARNAN IOI Willie gat ekki að sér gjört að hlæja um leið og hann svaraði: “Það gæti eg hæglega gjört og mundi ekki láta segja mér það tvisvar.” “En ef eg segði þér að fara í næstu búð og nota tækifæri þegar enginn veitti því eftirtekt og taka fallegasta fiskinn á borðinu þar og koma með hann hingað yfir. Hvað mundir þú þá gjöra?” “Eg gæti ekki gjört það, herra minn,” svar- aði Willie. “Og hvers vegna ekki? Þú sagðist geta gjört það sem þér væri sagt. “Það get eg líka, en eg hefi fengið skipun þessu viðvíkjandi fyrir löngu síðan, hún hljóð- ar þannig: “Þú skalt ekki stela.” Eg held mér við það.” “Svo þú ætlar að taka þessar skipanir fyrst en setja mína skipan í aðra röð?” “Já, herra minn, það mun eg ávalt gjöra.” Villie talaði rólega en hann fór nú að hugsa um að Mr. Sands væri ef til vill slæmur maður svo hann væri betur af að 'vinna ekki hjá honum. En nú rétti Mr. Sands honum hend- ina og sagði: “Við skulum semja um það, drengur minn. AHð skulum neyna hvor annan í tvær vikur, ef þér sýnist svo. Eg vil gjarnan hafa dreng, sem tekur Guðs skipanir fyrst og svo mínar næst. x. x. Frelsaður fyrir Guðs kraft “Parðu frá, ræfillinn þinn, svo mennirnir geti komist að,” sagði veitingamðurinn alt ann- að en vingjarnlega við gamla Tim Conner, sem stóð við borðið í drykkjukránni. “Gefðu mér drykk til að slökkva þennan brennandi þorsta, þá skal eg' fara út og koma aldrei aftur,” svaraði gamli maðurinn. “Þú færð ekki einn dropa meira hér nema þú borgir fyrir það, og það sem meira er, ef þú hypjar þig ekki út þá skal eg kalla á lög- regluna til að hjálpa þér. Farðu bara. Eg hefi ekkert pláss fyrir flækinga, sem altaf eru í vegi fyrir mér og ekki geta borgað fyrir sig.” “Hvað er það, sem þið óskið eftir, vinir inínir?” spurði nú veitingamaðurinn tvo vel klædda, unga menn, sem stóðu við borðið. Þeir höfðu þegar pantað drykkinn, en áður en þeir báru hann að vörum sér gekk gamli maðurinn aftur upp að borðinu og sagði við veitinga- manninn: “Það er satt, eg hefi enga peninga. Það er satt eg er ekkert nema drykkjumanns ræfill. Eg kom inn í þetta þorp fyrir þremur dögum síðan í opnum flutningsvagni og þessa þrjá daga hefi eg snýkt mér kaldan matarbita við eldhúsdyrnar hjá fólki. Eg get ekki talist nmður lengur eg er ekkert nema ræfill bæði líkamlega og siðferðislega. En eg hefi ekki ætíð verið í þessu ástandi. Það var sá timi að eg hefði getað keypt heila tylft af byggingum eins og þessa. Eg var hamingjusamur og vel- megandi kaupmaður og hafði hamingjusamt heimili, en drykkjuskapurinn eyðilagði mig. Nú er eg einn í heiminum, hefi engan sem mér þykir vænt um, og engan sem þykir vænt um mig. Eg er bráðum farinn. Eg er að fara, en áður en eg fer ætlá eg að segja við ykkur, ungu menn: Lítið á mig, og gætið yðar. Eg var einu sinni í góðu áliti og mikils metinn eins og þér nú eruð. En lítið á mig hvað eg er nú. Eg grátbæni yður, snertið ekki þennan óheilla drykk, því hann leiðir yður til sömu niðurlægingar.” “Horf þú ekki á vínið . . . að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.’’ Orðskv. 23 :<22. Gamli Tim gekk út og ráfaði tilgangslaust eftir götunum. Hann fór fram hjá stórri kirkju þar sem fólkið var að þyrpast inn. “Þetta er enginn staður fyrir mig,” tautaði hann við sjálfan sig, en rétt í þessu fór fólkið að syngja: Sálar minnar sanni vin, sæti Jesú leyf þú mér, þegar eg af þrautum styn, þýða hvíld í faðm iþér.” Það var orðið langt síðan Tim hafði heyrt þetta vers. Hann staðnæmdist og hlustaði. Honum fanst hann.hefði aldrei á æfi sinni heyrt jafn fagran söng. Hann sneri við og læddist bak við kirkjuna og settist á tröppurnar, sem lágu upp að lestrarherbergi prestsins, svo hann gæti betur heyrt sönginn. Fólkið var alt komið inn í kirkjuna þegar sálmurinn var á enda. En hann sat og hlustaði á hvern sálminn eftir annan sem sunginn var, svo hafði presturinn bæn og bað um miskunn Guðs fyrir þá, sem

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.