Stjarnan - 01.12.1938, Side 7

Stjarnan - 01.12.1938, Side 7
ST J ARN AN 103 glataðra syndara, hans undraverÖu gæzku og hriskunn á svo hjartnæman hátt, aÖ Tim hafÖi aldrei heyrt aðra eins ræðu. Hann útmálaði eymdarkjör hins glataða sonar og hversu hann þráði að komast heim aftur og hvernig hann að lokum kom ósk sinni. í framkvæmd, þegar hann lýsti fögnuði föðursins er hann faðmaði týnda soninn að sér ]?á sást varla þurt auga í kirkjunni. S.vo hélt presturinn áfram og sagði: “Okkar iiimneski faðir stendur reiðubúinn til að taka á móti sínum villuráfandi börnum. »Hann breiðir út faðim'inn til að bjóða syndara vel- komna og íklæða þá skikkju réttlætisins, ef þeir aðeins vilja koma til hans.” Hann lauk ræðunni með hjartnæmri áminn- ingu og upphvatningu um að koma til Jesú. Fólkið; byrjaði áð syngja og hópur af bæði körlum og konum kom fram að altarinu. Vesalings gamli maðurinn hengdi niður höf- uðið og grét eins og barn. Mieðan hann þannig gríét uppháítt, fann hann að .hönd var lögð á öxlina á honum, og er hann leit upp sá hann litlu dóttur prestsins standa við hlið sér, honum sýndist það væri engils andlit. “Vilt þú ekki gefa Jesú hjarta þitt?” spurði hún blíðlega. “Eg get það ekki,” svaraði hann grátandi, “eg er of langt leiddur, eg er aumur, gjör- spiltur syndari. Það er engin von fyrir mig.” “Þó syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll, ”sagði litla stúlkan. “Jesús getur fullkomlega frelsað þig. Komdu nú, Jesús hjálpar þér. Treystu honum, hann getur læknað þig.” Það hlýtur að hafa vakið talsverða eftirtekt þegar fólkið sá litlu dóttur prestsins, Maríu, leiða tötralega, gamla manninn fram að altar- inu, og víða í kirkjunni heyrðist að menn sögðu “amen.” Einn eftir annan, sem fram höfðu gengið stóð nú upp og játaði trú sína á frelsarann Þegar presturinn kom að Tim og rétti honum höndina, sagði gamli maðurinn: “Herra minn, eg er ekki hæfur til að bera kristið nafn. Eg er vesæll og glataður. Eg hélt það væri engin von fyrir mig, en þú sagðir að Jesús gæti frelsað til hins ýtrasta. Eg verð að segja þér æfisögu mín, þá getur þú skorið úr því hvort það er nokkur von fyrir mig. Má eg bíða þangað til fólkið er farið, þá skal 'eg segja þér altsaman.” Presturinn fullvissaði hann um að Guð var miskunnsamur og fús til að fyrirgefa, og leyfði honum að bíða eins og hann óskaði eftir. Þeg- ar fólkið var alt farið fór gamli maðurinn með prestinum inn á iestrarherbergið, og sagði hon- um æfisögu sína. Þegar hann hafði lokið sinni sorglegu sögu sinni flóðu kinnar prestsins í tárum og með ó- styrkri röddu spurði hann um nafn gamla mannsins. “Eg heiti Connor, Tim Connor, en eg þekk- ist bezt undir nafninu gamli Tim, drykkjumað- urinn.” Presturinn var nú staðinn upp hann faðm- aði gamla manninn að sér og sagði: “Faðir rninn, faðir minn, eg er Willie, litli drengurinn þinn, sem settur var á munaðarleysingjaheim- ilið. Guð hefir verið mér náðugur að lofa mér að finna þig og. leiða þig til Krists. Eg hefi lengi leitast við að finna þig, en hélt svo að þú hlytir að vera dáinn.” Svo( sagði hann föður sínum frá að hann hefði verið tekinn af barnaheimilinu og verið alinn upp á góðu kristilegu heimili og svo lært til að verða prestur. Það var fögur sjón kvöldið eftir, að sjá prestinn skíra föður sinn, og þegar hann kom upp úr vatninu þá lagði María litla hendurnar um hálsinn á gamla manninum og sagði: “Afi minn, þetta er sú hamingjusamasta stund, sem eg hefi lifað.” Presturinn sagði með hrærðum hug: “Amen”, og söfnuðurinn söng: “Eof og dýrð og þökk sé þér, þjóða Drott- inn, faðir hæzti.” Gamli Tim, drykkjumaðurinn, þekkist ekki lengur, en faðir Connor er vel kunnur og elsk- aður og virtur af öllum. Hann sníkir ekki lengur kaldan matarbita við eldhúsdyrnar hjá fólki, en á hverjum sunnudegi gengur falleg, litil .stúlka til kirkjunnar og leiðir með sér snoturt búmn gamlan mann. Enginn getur veitt betri eftirtekt ræðum séra Connors heldur en afi og María litla, og þau eru bæði hinir á- hugasömustu starfsmenn safnaðarins. “Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.” I. Jóh. 1 :g. Ó, að allir villuráfandi syndarar vildu snúa sér til Krists nú strax rneðan náðin ennþá stendur til boða. x. x .

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.