Stjarnan - 01.12.1938, Page 8

Stjarnan - 01.12.1938, Page 8
104 STJARNAN STJARNAN kemur út einu sinni á mán- ud'i. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Otgefendur: The Canadian Union Con- ference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Meðal ræningjanna Ræningjaflokkur einn í Kína náði bóka- sölumanni, og voru þeir a8 því kornnir aÖ ræna frá honum öllu, sem hann hafði meÖferðis Maðurinn var fyltur Krists anda og hann gat sannfært ræningjana um að hann hefði boð- skap sem hann yrði að flytja foringja þeirra, sem hélt til inni í borginni. Þegar hann kom að hinum ramgjörða borgarmúr þá vildu varð- mennirnir ekki leyfa honum inngöngu, en hann sagði þeim hið sama, að hann hefði boðskap, sem hann yrði að flytja foringja þeirra, boð- skap frá konungi konunganna. Þeir skildu þetta ekki vel en leyfðu honum þó inngöngu, svo mætti hann foringjanum og er þessi spurði hvernig hann hefði komist inn, svaraði hann: “Eg hefi boðskap til yðar frá Meistaranum.” Þessi hrausti, ófyrirleitni maður hlustaði nú á bókasölumanninn, er hann sagði honum frá hvernig Jesús kom og dó fyrir syndarana, dó fyrir hann. Svo skýrði hann fyrir honum frelsunaráform Krists og þýðingu þess. Ræn- inginn viknaði svo mjög við að heyra þetta, að hann grét og bókasölumaðurinn bað með hon- um og fyrir honum. Svo sagði ræninginn: “Hér eftir vil eg lifa nýju lífi.” Bókasölumaðurinn hélt til i fleiri daga í þessari borg og seldi bækur. Þegar hann var ferðbúinn að fara úr borginni, kom maður til hans og spurði: “Hvar er félagi þinn?” Hann hugsaði sig um augablik og svaraði síðan: "Engill Drottins hefir verið með mér.” Fólkið hafði séð annan mann, sem fylgdi honum hús úr húsi í borginni. “Englar Drottins setja herbúðir kringum >á, sem óttast hann, og vernda þá.” Hvaðanœfa lagnaðarerindið er óumbreytt og óumbreyt- anlegt, en þó hefir það kraft í sér til að um- breyta lífi manna. + -f + + Hrind Frá þér öllum illum og óhreinum hugsunum, þá munu orð þín og verk verða Guði þóknanleg. -f -f -f -f Fyrir 60 árum síðan voru færri en 2,000 katólskir prestar á Englandi, en nú eru þeir orðnir 5,500. -f + -f ♦ Á fimm fyrstu mánuðum þessa árs dóu 81 af flugvélaslysum í Bandaríkjunum. Það er voðalegt. En hugsið ykkur, hér um bil jafn margir deyja þar af bílslysum hverjar 19. Idukkustundir. -f -f -f -f Árið 1895 voru aðeins fjórir bílar register- aðir i Bandaríkjunum. Árið 1904 voru aðeins tveir bílar í borginni Kansas, þeir rálcust á og skemdu hvor annan. -f -f -f -f í'jallið Popocatepetl í Mexico hefir verið til söiu hjá stjórninni í 35 ár. Verðið, sem þeir heimta er 10 miljón dollarar. -f -f -f -f Radio hljóðbylgjurnar ferðast með hraða ljóssins, hér um bil 186,000 mílur á sekúndu. -f -f -f -f “Mundu eftir skapara þínum á unglings- árum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast, er þú segir um: mér líka þau ekki.” Préd. 12:1. -f -f -f -f Samkvæmt katólskri skýrslu sem nýlega var gefin út eru 21,451,460 manns katólskir í Bandaríkjunum, að meðtöldu Alaska og Hawaii eyjunum. Eftir því hefir þeim fjölgað um nærri því 500,000 árið sem leið, en um meir en 4,000,000 á síðastliðnum 20 árum. -f -f -f -f Síðastliðið sumar fluttu 35 fjölskyldur frá Danmörku til Venezuela í Suður-Ameríku. Stjórnin þar liefir borgað fargjaldið léð þeim land, bygt fyrir fólkið hús, kirkju og skóla. Eftir 7 ára dvöl fá innflytjendurnir eignarrétt- inn

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.