Stjarnan - 01.01.1939, Page 1
STJARNAN
JANÚAR 1939 ' LUNDAR, MAN.
Gleðilegt Nýár 1939
Kæru vinir mínir,
Ennþá erurn vér komnir aÖ nýjum tíma-
mótum. UmliÖna árið hefir veriÖ alvarlegt
og viðburÖaríkt, og mörgum hefir það fært
óútmálanlega sorg og erfiðleika. Mikið höf-
um vér Guði að J>akka, vé.r, sem lifum á
þessu meginlandi heimsins. Vér gleðjum oss
við frið og frjálsræði, og gjafarinn allra góðra
hluta hefir uppfylt allar þarfir vorar eftir
ríkdómi sinnar náðar, og veitt oss margfalda
blessun sína bæði í tímanlegum og andlegum
efnum. Á þessu nýja ári ættum vér að fórna
Guði hjartans innilegasta þakklæti um leið og
vér biðjum hann um vernd hans og hand-
leiðslu á ókomnu æfiskeiði. Sú fórn, sú ný-
ársgjöf, sem vér ættum að færa Drotni vor-
um og frelsara, og sem honum væri kærust,
er vort eigið líf, líkami vor og sál, allir kraft-
ar vorir, að hann megi ummynda oss svo að
vér endurspeglum hans hugarfar og líferni, og
)>á mun Jesús innan skamms, þegar hann
birtist, "ummynda líkama vorrar lægingar svo
hann verði líkur hans dýrðarlíkama.” Ef vér
færum Guði þessa fórn, sjálfa oss með lífi og
sál, þá er oss trygð hamingjusöm framtíð og
gleðilegt ár, bænheyrsla þegar vér áköllum
Guð, og friður og fögnuður í heilögum anda
bæði um tíma og eilífð, og svo munurn vér
ríkja með Jesú um eilífar aldir í hans dýrðar-
ríki.
“Gef þú maður Guði þínum
gjörvalt það, sem honum ber,
eins og hann í orði sínu
ætlast til og býður þér.
Hættu að gefa heimi go synd
helming lífs og þeirra mynd
framar hygg ei fremd að vera;
frernri mynd þú átt að bera.”
Italska stúlkan
Hún var aðeins 14 ára gömul og sat bak
við borðið þar sem hún hafði smekklega rað-
að niður ávöxtunum sem hún var að selja.
Svo var hún upptekin við að lesa í Biblíunni
sinni að hún veitti þvi ekki eftirtekt að mað-
ur, sem var á gangi staðnæmdist þar, fyr en
hún hrökk upp við þessa spurningu hans:
“Hvað ertu að lesa, sem þú ert svo niður-
sokkin í?”
“Það er Guðs orð, herra minn,” svaraði
hún feimnislegá.
“Hver sagði þér að Biblían væri Guðs
orð?” spurði hann.
“Guð hefir sagt mér það sjálfur,” svaraði
hún í barnslegu sakleysi.
“Guð sagði þér það. Hvílik fásinna.
Hvernig sagði hann þér það? Þú hefir aldrei
séð hann og aldrei talað við hann. Hvernig
gat hann þá sagt þér að Biblían væri orÖ
hans ?”
“í nokkur augnablik þagði stúlkan eins
og hún væri orðlaus. Maðurinn, sem var van-
trúaður og hafði gaman af að grafa grund-
völlinn undan trú manna á Biblíunni hélt nú
vissulega aÖ stúlkan gæti engu svarað. Hún
áttaði sig brátt og Guðs andi lagði henni án
efa mál í munn. Það brá fyrir glampa í
dökku augunum hennar þegar hún spurði:
"Hver hefir sagt þér að sólin væri í himin-
hvolfinu yfir höfðum okkar?”