Stjarnan - 01.01.1939, Blaðsíða 7
STJARNAN
7
Lýsing Lúthers á
Hann er GuÖs barn; bróðir Krists. Musteri
lieilags anda, erfingi Guðs ríkis, félagi heil-
agra engla, herra jarðarinnar, hluttakandi
guðlegrar náttúru. Vegsemd hins kristna er
Jesús á himnum. Vegsemd Krists er hinn
sannkristni á jörðunni. Hann er verðugt
Guðs barn, íklæddur réttlæti Krists. Með
helgum ótta og fúsri hlýðni gengur hann fyrir
augliti föður síns, og skín eins og ljós í heim-
inum, eins og rós meðal þyrna. Hann er
kriátnum manni
undrafögur vera, sem Guðs náð hefir myndað
og englarnir gleðjast yfir, og þeir fylgja hon-
um og J>jóna honum hvert sem hann fer.
Hann er undur og ráðgáta heiminum, skelfing
djöflunum, heiður safnaðarins og fögnuður
himinsins. Hjarta hans er kramið og -augu
hans fljóta i tárum vegna íbúa heimsins, sem
lifa i synd. Munnur hans andvarpar og
hendur hans eru fullar af góðum verkum.
R. H.
Leyátur úr f jötrum óvinarins
Djöfulóði maðurinn í Gadara var svo
sterkur að engin bönd héldu honum. En
þegar hann sá Jesúm gat ekki fjöldi hinna
óhreinu anda hindrað hann frá að koma og
leita hjálpar hjá honum. “Þegar hann sá
Jesúm álengdar hljóp hann og féll fram fyrir
honum.” En illu andarnir beiddu Jesúm að
kvelja sig ekki. Jesús rak út hina óhreirm
anda og læknaði manninn, og sendi hann til
að vitna um hve mikla hluti Guð hefði við
hann gjört.” Lúk. 8.
1 byrjun starfs vors í Kína segir blaðið
Australasian Record frá undraverðum atburði:
“Getur Guð ykkar læknað djöfulóðan
mann?” spurði hópur af heiðnum mönnum
trúboða vorn. “Hinn sanni Guð getur út-
rekið óhreina anda,” var honum svarað. Svo
leiddu J>eir inn mann, sem hafði hlekki bæði
á höndum og fótum og útlit hans var mjög
villimannslegt. Svo árum skifti höfðu allir
í héraðinu verið hræddir við hann.
“Getur þá læknað mig?” æpti hann er
hann kom inn til starfsmanna vorra.
“Ef J>ú trúir á Jesúm þá verður þér uækn-
ingar auðið.” S.vo sögðu þeir honum frá
hvernig Jesús hefði kenst frélsun frá synd
og læknað sjúka.
“Hvað á eg að gjöra?” spurði maðurinn.
“Þú verður að trúa á Jesúm, þjóna hon-
um og tilbiðja hann.”
Nú var honum kend stutt bæn, tvær eða
þrjár setning^r og vesalings maðurinn féll á
kné og endurtók bænina meðan þeir, sem
viðstaddir voru báðu fyrir honum.
“Hann varð strax læknaður,” segir blaðið.
Þremj dögum seinna þegar nokkrir sem þarna
voru viðstaddir heimsóttu manninn, þá kom
hann út að heilsa þeim, klæddur og með öllu
ráði. Útlit hans var breytt. Hlekkirnir voru
farnir og mikill áhugi fyrir fagnaðarerindinu
vaknaður í þessu þorpi.
W. A. Spicer.
Söngkenzla Jobs
Einu sinni kaldan vetrardag sagði gamall
safnaðarstjóri við konu sína: “Eg ætla að
bregða mér út og stofna söngkenslu.” Hún
leit upp alveg hissa og svaraði: “Þú getur
ekki sungið sálmsvers, hvernig í ósköpunum
getur þú þá kent söng.
Hann svaraði engu en týgjaði hestinn og
tók með sér góðan forða bæði af mat og eldi-
við og keyrði til fátækrar ekkju, senr hafði
6 börn. Þegar þangað kom sá hann að hún
var allslaus. Hún hafði ekkert í eldinn og
börnin grétu af sulti. Hann fékk hjartans
þakklæti og blessunaróskir.
Þegar heim kom spurði konan hvernig
honum hefði gengið með sönginn. “Ágæt-
lega,” svaraði hann, tók Biblíuna og las:
“Blessunarósk aumingjans kom yfir mig og
hjarta ekkjunnar fylti eg fögnuði.”
A. U.
Dýpsta náma heimsins er'gullnáma í ríkinu
Minas Geraes í Brázilíu. Hún en 6,426 fet á
dýpt og það hefir verið unnið í henni síðan
1725. Neðst í námunni vinna menn aðeins
20 mínútur í einu, og meðan þeir eru að vinna
þar er kalt vatn stöðugt látið halda þeim
rennandi votum svo þeir geti staðist hitann,
sem er ákaflega mikill svo djúpt niðri.