Stjarnan - 01.01.1939, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.01.1939, Qupperneq 8
8 STJARNAN STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Otgefendur: Tlte Cangdian Union Con- ference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Staðfesta Eg heyrði eftirfarandi sögu á kirkjuþingi voru í París: Ungur maður, seni hélt hvíldardag Drott- ins heilagan, var meÖ ítalska hernum í Etíópíu. Hann var svo ákveÖinn og samvizkusamur í aÖ halda hvíldardaginn heilagan að yfirmað- ur herdeildarinnar hélt hann væri ekki með réttu ráði, svo hann sendi piltinn til læknis. Læknirinn rannsakaði hann og tók svo tíma til að láta hann segja sér alt umi trú sína og á hverju hún væri bygð. Svo kallaði læknirinn alla herdeildina saman( og sagði: “Hlustið á, þessi maður heldur sjöunda daginn fyrir hvíldard'ag, og hann er skynsamari heldur en nokkur okkar.” Eftir þetta fékk ungi maður- inn leyfi til að vera frí á hvíldardögunum. Eitlu seinna bað annar maður í sömu her- deild um að fá sunnudaginn frían. Honum var neitað um það. “En þér leyfið þessum Sjöunda dags Að- ventista að hafa sinn hvíldardag frían,” sagði hann. “Já, hann er kristinn maður alla daga vik- unnar, en þú reykir og drekkur og fylgir fýsnum þínum alla vikuna, og berð engan vott uimi að þú sért kristinn maður nema á sunnudögum. ,Nú gekk alt vel fyrir trúbróður vorum þangað. til skifti um yfirmann við herdeild- ina, þá var hann fyrst dæmdur í 5 daga fang- elsi, og þar á eftir í 10 daga fangelsi, en þá var það að annar yfirmaður ráðlagði honum að skjóta máli sínu til landstjórans. Hann gjörði það og sú skipun var gefin út að þessi ungi Sjöunda dags Aðventisti skyldi fá frí á hvíldardögunum. W. A .Spicer. Á eyjunni New Britain í Suðurhafinu er sagt að sætar kartöflur séu ræktaðar, sem geti orðið 40 pund að þyngd. Hvaðanœfa Læknafélagið'i í Ameríku skýrir frá því aö fjöldi kvenna sé að nema læknisfræði 1 Bandaríkjunum. Tala þessara kven-nemenda er 1,161. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Koparinn er svo verðmætur nú í Þýzka- landi að kirkjuklukkur í Berlín hafa verið teknar svo hundruðum skiftir og bræddar til að fá mál'minn úr þeim, en kirkjuklukkur úr aluminium hafa verið settar í staðinn. Járnbraut sú, sem borgar sig bezt í heim- inuin er að líkindum sú, sem rennur frá Sao Paulo til hafnarinnar Santos í Brazilíu. Húu er aðeins 40 mílur. Yfir .þessa braut er flutt um þrír fjórðu hlutar af öllu kaffi, sem fram leitt er í heiminum. + -f ♦ ♦ ♦ Sagt er að af þeim 39,500 manns sem dóu af bílaslysum í Bandaríkjunum árið 1937, hafi 15,400 verið fótgangandi fólk. ♦ -f ♦ ♦ -f Munnurinn á einni hvalategund er svo stór að hann getur hæglega gleypt menn. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Nú er farið að búa til tau úr gleri. Sagt er að það sé haldgott og sé þó mjúkt og voð- felt eins og klæði. Það er undravert hve margar tegundir eru búnar til af glertaui og með svo mörgum litum. Það er líka notað í vatnsheldar regnkápur. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ í samanburði við stærð sína hefir maurinn stærstan heila af öllum skepnum á jörðinni. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Menn voru að útbúa skemtigarð í San Francisco. Þar átti meðal .annars að vera tjarnir fyrii vatns- og sjávardýr. Verkstjór- arnir voru alveg hissa er þeir sáu áhuga verkamannanna fyrir starfinu. Þeir trúði: varla sínum ergin augum, en glöddust þó yfir hinni einkennilegu aðferð verkamanna sinria. Þeir unnu af kappi, þeir unnu meiri partinn af matmálstíma sínutn og á kvöldin unnu þeir með kappi alveg fram á nótt. Þegar lokið var starfinu komst leyndarmálið upp. Einn þeirra, sem var að grafa fann 20 dollara gui!- stykki, annar fann demant. Peningar, skraut- gripir og silfurvara um 20,000 dollara virði fanst áður en verkinu var lokið. Þetta pláss hafði verið fylt upp með rusli eftir jarð- skjálftan og eldinn í 1906.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.