Stjarnan - 01.12.1939, Qupperneq 6
102
STJARNAN
hann svara'ði: “Eg held að Guð útiloki mig
ekki frá himnaríki fyrir svona lítið,” og svo
fór hann að tala um annað.
Læknarnir sögðu mér, að hann ætti skamt
eftir, og einn morgun er eg kom inn til hans
var mér mjög hugarhaldið um að hann sneri
sér alvarlega til Guðs, svo eg talaði við hann
um það, þá bað hann mig að rétta sér kassa,
sami stóð á borðinu og gjörði eg það. Hann
sat uppi í rúminu og eg stóð við hlið hans.
Hann bað mig að opna kassann, og sá eg þá
að í einu horninu voru fáein blöð af munn-
tóbaki. Hann bað mig telja þau og voru þau
24. Svo leit hann bænaraugum á mig og
spurði: “Bróðir Semmens, heldur þú að Guð
útiloki mig frá himnaríki fyrir aðeins 24
tóbaksblöð ?” Eg leit á hann og sagði: “Eg
skal ekki svara því, það er á milli þín og
Guðs, en eg ætla að minna þig á eitt vers:
“Sá, sem hefir vit á gott að gjöra, en gjörir
það ekki, honuimi er það synd.” Jak. 4:17. Svo
svarar þú sjálfur spurningu þinni.” Eg get
ekki gleymt hvernig blessaður gamli maður-
inn, 77 ára að aldri, leit á tóbakið, leit svo
á mig um leið og tárin streymdu niður kinnar
hans og hann sagði: “Bróðir Semmens, taktu
þet-ta’ og kastaðu því í eldinn, eg vil ekkert
hafa meira með það að gjöra. Eg vil meðtaka
Jesúm sem frelsara rninn frá allri synd.”
Það gleður mig að segja yður að næsta
föstudagskvöld kom hópur af ungu fólki og
hafði bænastund með honum og hann hélt þá
hvíldardag Drottins í fyrsta sinn. Tveimur
vikum seinna sofnaði hann hinum siðasta
svefni í öruggri von um hlutdeild í upprisu
réttlátra.
Hvert er starf vort í heiminum? “Sú
fasta sem irnér líkar er að leysa fjötra rang-
sleitninnar . . . gefa frjálsa hina hrjáðu. og
sundurbrjóta sérhvert ok.” Hvað gjörum vér
til að leysa fólk úr fangelsi syndarinnar?
Eða erum vér sjálfir ennþá þrælar syndarinn-
ar ? Ef svo er þá er áríðandi að hraða sér til
kross Krists og játa syndir sínar svo Jesús
geti veitt oss fyrirgefningu, frið og frelsi,
því fyr sem vér reynum kærleika Krists í voru
eigin lífi, því fyr getum vér orðið öðrum til
hjálpar.
Hann, var óviðráðanlegur.
Fyrir nokkrum árum síðan kom fyrir at-
vik, sem eg gleymi aldrei. Eg var beðinn að
heimsækja skóla einn, og ef imögulegt væri að
hjálpa ungum manni, sem þar var til náms.
Ráðsmaðurinn þar sagði að pilturinn væri
“viltur foli,” sem ómögulegt væri að temja,
og bætti svo við: “Fyrir alla muni hjálpaðu
honum, ef það er mögulegt.” Eg beið tæki-
færis, og gleymi aldrei deginumi sem eg mætti
honum. Hann var niðri undir lækningastof-
unni að mála gluggakistur. Eg fór þangað,
fann hann einsamlan og sagði: “Harry, þú
ert vandvirkur að mála þessar gluggakistur, þú
ert sjálfsagt vandvirkur að upplagi.” “Það
getur nú skeð, en eg ætla að komast héðan
svo fljótt sem eg get,” svaraði hann. “Hvað
er að ?” spurði eg. “Ráðsmaðurinn segir eg
sé galinn foli, sem ómögulegt sé að temja,”
svaraði' hann. “Jæja, það væri gott að hugsa
sig um hvort nokkuð er satt í því sem hann
segir.”
Við töluðunn! saman um stund, féllum svo
á kné 0g báðum saman. Hann gaf Guði
hjarta sitt á þeirri stundu o-g breytingin á lífi
hans var svo gagngjör að eg hefi aldrei séð
meiri rnismun hjá neinum, sem mér hefir veizt
sú gleði að leiða til Krists. Áðuf hafði hann
verið svq voðalega blótsamur að hann jafnvel
formælti fólki sem hnan talaði við og það
gleður mig að segja að þeir 6 mánuðir sem
hann átti ólifaða báru vott um einlægt aftur-
hvarf. Einn dag er hann kom heim úr heim-
sókn á almenna sjúkrahúsið þá varð hann
fyrir bíl, sernl svifti hann lífi. Það varð mitt
hlutverk að halda líkræðuna yfir honum, og
á þeirri samkomu gaf alt unga fólkið Guði
hjarta sitt fyrir áhrif þau er hið umbreytta
líf þessa unglings hafði h-aft. Aldrei hefir
neitt hrifið hjarta imitt meira en þetta atvik.
Ef vér hjálpum ekki hver öðrum í okkar
daglega iífi, vinir mínir, þá getum vér aldrei
skilið hvað kærleikur Guðs í hjarta manns
meinar. Ef kærieikur Krists er grundvallar-
atriðið i framkomu vorri þá munum vér reyna
að þjónusta vor öðrum til hjálpar sameinar
oss við Guð.
Biðjið hver fyrir öðrum.
Hjúkrunarkona ein kami til vor fyrir
nokkrum árurn síðan til að byggja upp heils-
una. Það virðist svo sem enginn, hvorki
læknar né hjúkrunarfólk hafi talað við hana
um sálarástand hennar. Svo fór hún burt og
kom aftur fjórum árum seinna. Einn dag
var eg beðinn að heimsækja hana. Þegar eg
kom inn, spurði hún hvortl eg væri Mr. Sem-
rnens, eg kvað svo vera og lét í Ijósi ánægju
mína yfir að kynnast henni. Flún svaraði:
“Eg er glöð að mæta þér. í gærkvöldi klukk-
an 12.30 leið mér svo vbðalega illa, ein hjúkr-